Heiður að hitta Pútín Guðjón Helgason skrifar 10. júní 2007 19:00 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Auk Þorsteins Inga hlutu Rússinn Vladimir Nakorayakov og Bretinn Jeffrey Hewitt verðlaun. Þorsteinn Ingi var verðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Það var Vladimír Pútín, Rússlandsforseti sem afhenti verðlauni við hátíðlega athöfn á stórri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Þorsteinn Ingi segir það hafa verið einstakst að fá að hitta Pútín forseta. Það hafi líka verið ánægjulegt að hann hafi brotið þá hefð sem hafi ríkt við verðlaunafhendingar sem þessar í Rússlandi og haldið aðra ræðu eftir athöfnina sem hafi verið um hans hugðarefni. Þar hafi hæst borið orkumál og annað því tengt, svo sem eins og afkolun. Þorsteinn Ingi segir stemmninguna hafa verið góða. Alheimsorkuverðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er þeim ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. Þorsteinn Ingi Sigfússon er nýráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tekur til starfa í ágúst þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. En á meðan verðlaun voru veitt inni í hátíðarsalnum, greint frá áformum Rússa um að gera sig gildandi í hátækniiðnaði á næstu árum, var stjórnarháttum Pútíns forseta mótmælt í öðrum enda borgarinnar. Fremstur í flokki fór skákmeistarinn Garry Kasparov, helsti andstæðingur forsetans. Ekki kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu og segja stjórnarandstæðingar það líkast til vegna þess að ráðamenn hafi ekki vilja valda vandræðum meðan erlendir viðskiptajöfrar og vísindamenn væru staddir í borginni. Kasparov sagði mótmælin hafa heppnast vel. Tvö þúsund manns hafi tekið þátt - jafnvel fleiri. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram - sem staðfesti að það geti gerst í Rússlandi. Ekki hafi nokkur rúða brotnað, mótmælagangan hafi verið friðsamleg og engin ofbeldisverk framin. Stjórnarandstaðan hafi skýrt kröfur sínar sem feli helst í sér að ríkisstjórnin virði stjórnarskrá landsins. Fréttir Innlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Auk Þorsteins Inga hlutu Rússinn Vladimir Nakorayakov og Bretinn Jeffrey Hewitt verðlaun. Þorsteinn Ingi var verðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Það var Vladimír Pútín, Rússlandsforseti sem afhenti verðlauni við hátíðlega athöfn á stórri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Þorsteinn Ingi segir það hafa verið einstakst að fá að hitta Pútín forseta. Það hafi líka verið ánægjulegt að hann hafi brotið þá hefð sem hafi ríkt við verðlaunafhendingar sem þessar í Rússlandi og haldið aðra ræðu eftir athöfnina sem hafi verið um hans hugðarefni. Þar hafi hæst borið orkumál og annað því tengt, svo sem eins og afkolun. Þorsteinn Ingi segir stemmninguna hafa verið góða. Alheimsorkuverðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er þeim ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. Þorsteinn Ingi Sigfússon er nýráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tekur til starfa í ágúst þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. En á meðan verðlaun voru veitt inni í hátíðarsalnum, greint frá áformum Rússa um að gera sig gildandi í hátækniiðnaði á næstu árum, var stjórnarháttum Pútíns forseta mótmælt í öðrum enda borgarinnar. Fremstur í flokki fór skákmeistarinn Garry Kasparov, helsti andstæðingur forsetans. Ekki kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu og segja stjórnarandstæðingar það líkast til vegna þess að ráðamenn hafi ekki vilja valda vandræðum meðan erlendir viðskiptajöfrar og vísindamenn væru staddir í borginni. Kasparov sagði mótmælin hafa heppnast vel. Tvö þúsund manns hafi tekið þátt - jafnvel fleiri. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram - sem staðfesti að það geti gerst í Rússlandi. Ekki hafi nokkur rúða brotnað, mótmælagangan hafi verið friðsamleg og engin ofbeldisverk framin. Stjórnarandstaðan hafi skýrt kröfur sínar sem feli helst í sér að ríkisstjórnin virði stjórnarskrá landsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent