Detroit - Cleveland í beinni í kvöld 31. maí 2007 18:13 Chauncey Billups hefur ekki verið með sjálfum sér í síðustu leikjum NordicPhotos/GettyImages Fimmti leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 eftir að Cleveland lenti undir 2-0 en náði að jafna metin í heimaleikjum sínum tveimur. Það verður því mikið undir þegar liðin mætast í Detroit í kvöld. Á meðan LeBron James hefur farið á kostum í liði Cleveland í síðustu tveimur leikjum, beinast líklega flestra augu að leikstjórnandanum Chauncey Billups í fimmta leiknum í kvöld. Maðurinn sem fengið hefur gælunafnið Herra Stórskot í liði Detroit hefur alls ekki náð sér á strik í einvíginu og fór illa að ráði sínu í fjórða leikhlutanum í leik fjögur. Billups skoraði að vísu 23 stig og hirti 9 fráköst í fjórða leiknum, en hann brenndi af öllum þremur skotum sínum í fjórða leikhlutanum og gerði afdrifarík mistök þegar lið hans þurfti mest á honum að halda. Billups er með 5,5 tapaða bolta að meðaltali í einvíginu en sjálfur segist hann ekki hafa stórar áhyggjur þó Cleveland sé búið að jafna metin í einvíginu. "Ég gerði nokkur mistök í leiknum en það kemur fyrir - ég er mannlegur. Ég er búinn að skemma fyrir mér í gegn um árin með því að hitta alltaf úr þessum skotum í lok leikja. Svona kemur fyrir - þetta gerir ekkert til. Staðan er að vísu 2-2, en við eigum tvo af þremur leikjanna á heimavelli ef til þess kemur," sagði Billups. Detroit hefur verið í þeirri stöðu að lenda undir 3-2 í einvígi í úrslitakeppni síðustu þrú ár, en hefur samt komist áfram í þeim öllum. Það er til marks um seigluna sem er í þessu reynda liði, en nú er Cleveland sannarlega farið að banka á dyrnar eftir góða sigra í síðustu tveimur leikjum. Sjötti leikur liðanna verður á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Ef kemur til sjöunda leiksins verður hann á dagskrá á mánudagskvöldið - allt í beinni á Sýn. Lokaúrslitin hefjast svo 7. júní þar sem annað þessara liða mætir San Antonio í fyrsta leik á útivelli. San Antonio er með heimavallarréttinn gegn báðum þessum liðum þar sem liðið var með betra vinningshlutfall í deildarkeppninni í vetur. NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Fimmti leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 eftir að Cleveland lenti undir 2-0 en náði að jafna metin í heimaleikjum sínum tveimur. Það verður því mikið undir þegar liðin mætast í Detroit í kvöld. Á meðan LeBron James hefur farið á kostum í liði Cleveland í síðustu tveimur leikjum, beinast líklega flestra augu að leikstjórnandanum Chauncey Billups í fimmta leiknum í kvöld. Maðurinn sem fengið hefur gælunafnið Herra Stórskot í liði Detroit hefur alls ekki náð sér á strik í einvíginu og fór illa að ráði sínu í fjórða leikhlutanum í leik fjögur. Billups skoraði að vísu 23 stig og hirti 9 fráköst í fjórða leiknum, en hann brenndi af öllum þremur skotum sínum í fjórða leikhlutanum og gerði afdrifarík mistök þegar lið hans þurfti mest á honum að halda. Billups er með 5,5 tapaða bolta að meðaltali í einvíginu en sjálfur segist hann ekki hafa stórar áhyggjur þó Cleveland sé búið að jafna metin í einvíginu. "Ég gerði nokkur mistök í leiknum en það kemur fyrir - ég er mannlegur. Ég er búinn að skemma fyrir mér í gegn um árin með því að hitta alltaf úr þessum skotum í lok leikja. Svona kemur fyrir - þetta gerir ekkert til. Staðan er að vísu 2-2, en við eigum tvo af þremur leikjanna á heimavelli ef til þess kemur," sagði Billups. Detroit hefur verið í þeirri stöðu að lenda undir 3-2 í einvígi í úrslitakeppni síðustu þrú ár, en hefur samt komist áfram í þeim öllum. Það er til marks um seigluna sem er í þessu reynda liði, en nú er Cleveland sannarlega farið að banka á dyrnar eftir góða sigra í síðustu tveimur leikjum. Sjötti leikur liðanna verður á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Ef kemur til sjöunda leiksins verður hann á dagskrá á mánudagskvöldið - allt í beinni á Sýn. Lokaúrslitin hefjast svo 7. júní þar sem annað þessara liða mætir San Antonio í fyrsta leik á útivelli. San Antonio er með heimavallarréttinn gegn báðum þessum liðum þar sem liðið var með betra vinningshlutfall í deildarkeppninni í vetur.
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira