LeBron James frábær í sigri Cleveland 28. maí 2007 05:37 Hér má sjá hvað James treður með tilþrifum yfir Rasheed Wallace í leiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna. Leikurinn í nótt var í járnum allt fram á lokamínúturnar og var hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. LeBron James hafði verið gagnrýndur nokkuð fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum sem fram fóru í Detroit, en í nótt var ekkert slíkt uppi á teningnum. James skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum þegar Cleveland seig fram úr og vann sinn fyrsta leik í úrslitaeinvígi Austurdeildar frá því árið 1992 þegar liðið bar sigurorð af Chicago-liði með Michael Jordan innanborðs. "LeBron tók okkur á herðar sér og keyrði okkur til sigurs. Hann sagði stökkvið á bak mér og við fylgdum honum eftir," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland, en hans menn voru einu stigi undir eftir þriðja leikhlutann. Tilþrifin sem James sýndi á köflum í leiknum voru hreint út sagt stórkostleg og troðsla hans yfir Rasheed Wallace í stöðunni 68-68 verður lengi í minnum höfð. Segja má að þau tilþrif hafi endanlega kveikt í áhorfendum og lagt grunninn að sigri Cleveland-liðsins. Engu liði hefur nokkru sinni tekist að koma til baka og vinna einvígi eftir að hafa lent undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar og því var eðlilega til mikils að vinna fyrir heimamenn í nótt. "Maður þroskast og lærir með hverjum leiknum og þessi var líklega einn sá stærsti í sögu félagsins," sagði James, en hann mætti í höllina þremur tímum fyrir leik til að koma sér í gírinn. "Þetta var stór sigur, en nú verðum við að halda áfram á sömu braut og snúa okkur að næsta leik," sagði hinn 22 ára gamli James. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig og Drew Gooden 12. Hjá Detroit var Rasheed Wallace atkvæðamestur með 16 stig og Chris Webber skoraði 15 stig, en segja má að flestir lykilmanna Detroit hafi verið fjarri sínu besta í leiknum. Þar munaði mest um að bakverðirnir Chauncey Billups og Richard Hamilton voru að segja má úti á þekju og nýttu aðeins 6 af 22 skotum sínum. Detroit hafði fyrir leikinn unnið fjóra af fimm útileikjum sínum í úrslitakeppninni, en fann hreinlega ekki taktinn að þessu sinni. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra og þá komst Detroit í 2-0, Cleveland kom til baka og vann þrjá næstu leiki - en Detroit náði að klára dæmið með sigri í síðustu tveimur leikjunum. Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í Cleveland á þriðjudagskvöldið og verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Í kvöld mætast Utah og San Antonio í fjórða leik sínum í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar þar sem Utah getur jafnað metin í 2-2 með sigri. Sá leikur - eins og reyndar allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppninni - verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna. Leikurinn í nótt var í járnum allt fram á lokamínúturnar og var hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. LeBron James hafði verið gagnrýndur nokkuð fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum sem fram fóru í Detroit, en í nótt var ekkert slíkt uppi á teningnum. James skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum þegar Cleveland seig fram úr og vann sinn fyrsta leik í úrslitaeinvígi Austurdeildar frá því árið 1992 þegar liðið bar sigurorð af Chicago-liði með Michael Jordan innanborðs. "LeBron tók okkur á herðar sér og keyrði okkur til sigurs. Hann sagði stökkvið á bak mér og við fylgdum honum eftir," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland, en hans menn voru einu stigi undir eftir þriðja leikhlutann. Tilþrifin sem James sýndi á köflum í leiknum voru hreint út sagt stórkostleg og troðsla hans yfir Rasheed Wallace í stöðunni 68-68 verður lengi í minnum höfð. Segja má að þau tilþrif hafi endanlega kveikt í áhorfendum og lagt grunninn að sigri Cleveland-liðsins. Engu liði hefur nokkru sinni tekist að koma til baka og vinna einvígi eftir að hafa lent undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar og því var eðlilega til mikils að vinna fyrir heimamenn í nótt. "Maður þroskast og lærir með hverjum leiknum og þessi var líklega einn sá stærsti í sögu félagsins," sagði James, en hann mætti í höllina þremur tímum fyrir leik til að koma sér í gírinn. "Þetta var stór sigur, en nú verðum við að halda áfram á sömu braut og snúa okkur að næsta leik," sagði hinn 22 ára gamli James. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig og Drew Gooden 12. Hjá Detroit var Rasheed Wallace atkvæðamestur með 16 stig og Chris Webber skoraði 15 stig, en segja má að flestir lykilmanna Detroit hafi verið fjarri sínu besta í leiknum. Þar munaði mest um að bakverðirnir Chauncey Billups og Richard Hamilton voru að segja má úti á þekju og nýttu aðeins 6 af 22 skotum sínum. Detroit hafði fyrir leikinn unnið fjóra af fimm útileikjum sínum í úrslitakeppninni, en fann hreinlega ekki taktinn að þessu sinni. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra og þá komst Detroit í 2-0, Cleveland kom til baka og vann þrjá næstu leiki - en Detroit náði að klára dæmið með sigri í síðustu tveimur leikjunum. Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í Cleveland á þriðjudagskvöldið og verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Í kvöld mætast Utah og San Antonio í fjórða leik sínum í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar þar sem Utah getur jafnað metin í 2-2 með sigri. Sá leikur - eins og reyndar allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppninni - verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira