Alonso sigraði í Mónakó annað árið í röð 27. maí 2007 14:15 Alonso með sigurlaunin í Mónakó AFP Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. McLaren bílarnir voru í algjörum sérflokki í dag og voru talsvert á undan Ferrari-manninum Felipa Massa sem varð þriðji. Giancarlo Fisichella náði fjórða sætinu á Renault-bíl sínum og er besti árangur liðsins til þessa á tímabilinu. Robert Kibica náði áhugaverðum árangri þegar hann hreppti fimmta sætið á BMW-Sauber bíl sínum í sinni fyrstu keppni í Mónakó og var talsvert á undan félaga sínum Nicke Heidfeld sem varð sjötti. Alexander Wurz varð sjöundi á Williams og náði að vinna sig upp úr ellefta sæti á ráslínu og Kimi Raikkönen náði áttunda sætinu - síðasta sætinu sem gefur stig - eftir að hafa þurft að ræsa 15. Alonso og Hamilton eru nú efstir og jafnir í stigakeppninni með 38 stig hvor, en Alonso telst á toppnum vegna þess að hann hefur unnið tvo sigra á mótum ársins en Hamilton er enn án sigurs. Þetta var fjórða mótið sem Hamilton hirðir annað sætið, en í 17. sinn á ferlinum sem Alonso kemur fyrstur í mark. Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. McLaren bílarnir voru í algjörum sérflokki í dag og voru talsvert á undan Ferrari-manninum Felipa Massa sem varð þriðji. Giancarlo Fisichella náði fjórða sætinu á Renault-bíl sínum og er besti árangur liðsins til þessa á tímabilinu. Robert Kibica náði áhugaverðum árangri þegar hann hreppti fimmta sætið á BMW-Sauber bíl sínum í sinni fyrstu keppni í Mónakó og var talsvert á undan félaga sínum Nicke Heidfeld sem varð sjötti. Alexander Wurz varð sjöundi á Williams og náði að vinna sig upp úr ellefta sæti á ráslínu og Kimi Raikkönen náði áttunda sætinu - síðasta sætinu sem gefur stig - eftir að hafa þurft að ræsa 15. Alonso og Hamilton eru nú efstir og jafnir í stigakeppninni með 38 stig hvor, en Alonso telst á toppnum vegna þess að hann hefur unnið tvo sigra á mótum ársins en Hamilton er enn án sigurs. Þetta var fjórða mótið sem Hamilton hirðir annað sætið, en í 17. sinn á ferlinum sem Alonso kemur fyrstur í mark.
Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira