San Antonio og Cleveland komin áfram 19. maí 2007 11:41 Steve Nash og Tim Duncan, leiðtogar sinna liða, féllust í faðma eftir leikinn í nótt og hrósuðu hvor öðrum fyrir góðan leik. MYND/Getty San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah en Cleveland tekur á móti Detroit. Þrír menn lögðu grunninn að sigri San Antonio í nótt. Fyrst ber að nefna Tim Duncan, sem var aðeins einu blokki frá þrefaldri tvennu; skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði níu skot. Tony Parker stóð fyrir sínu og skoraði 30 stig en loksins í nótt steig Manu Ginobili upp og lék eins og hann getur best. Ginobili kom af bekknum og skoraði 33 stig, þar af mörg mikilvæg stig í þriðja leikhluta þegar San Antonio náði að snúa leiknum sér í hag. Ginobili tók auk þess 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. “Þetta var mikill baráttuleikur á milli tveggja frábærra liða. Við erum í skýjunum með að vera komnir áfram. Mike D´Antoni, hans starfslið og hans leikmenn, eru ótrúlega góðir í körfubolta og ég skil eiginlega ekki hvernig við fórum að því að vinna þetta nánast fullkomna lið,” sagði Greg Popovich, stjóri San Antonio eftir leikinn. San Antonio vann einvígið 4-2, þar sem tveir útisigrar skiptu miklu máli. Liðið mætir Utah í úrslitum Vesturdeildarinnar. Amara Stoudamire snéri aftur í lið Phoenix eftir leikbann og stóð sig frábærlega, skoraði 38 stig og tók 15 fráköst. Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar. Athygli vakti að eftir leikinn féllust Duncan og Nash í faðma og hvíslaði sá fyrrnefndi einhverju að eyra Nash. Duncan var spurður að því eftir leikinn hvað hann hefði sagt við Nash. “Ég sagði honum einfaldlega hversu ótrúlegan leikmann ég teldi hann vera. Hann stjórnar þessu liði algjörlega og allt það besta sem liðið gerir fer í gegnum hann. Bruce Bowen stóð sig frábærlega í að elta hann og trufla og hélt honum aðeins í skefjum. Annars er Nash leikmaður sem er ekki hægt að stöðva,” sagði Duncan. LeBron James skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í 88-72 sigri Cleveland á New Jersey. Cleveleand vann einvígið samanlagt 4-2 og mætir Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar, en þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem Cleveland kemst svo langt í deildinni. “Þetta er dásamleg tilfinning,” sagði LeBron eftir leikinn. “Ein sú besta sem ég hef fundið á mínum ferli sem körfuboltamaður,” bætti hann við. Jason Kidd skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah en Cleveland tekur á móti Detroit. Þrír menn lögðu grunninn að sigri San Antonio í nótt. Fyrst ber að nefna Tim Duncan, sem var aðeins einu blokki frá þrefaldri tvennu; skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði níu skot. Tony Parker stóð fyrir sínu og skoraði 30 stig en loksins í nótt steig Manu Ginobili upp og lék eins og hann getur best. Ginobili kom af bekknum og skoraði 33 stig, þar af mörg mikilvæg stig í þriðja leikhluta þegar San Antonio náði að snúa leiknum sér í hag. Ginobili tók auk þess 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. “Þetta var mikill baráttuleikur á milli tveggja frábærra liða. Við erum í skýjunum með að vera komnir áfram. Mike D´Antoni, hans starfslið og hans leikmenn, eru ótrúlega góðir í körfubolta og ég skil eiginlega ekki hvernig við fórum að því að vinna þetta nánast fullkomna lið,” sagði Greg Popovich, stjóri San Antonio eftir leikinn. San Antonio vann einvígið 4-2, þar sem tveir útisigrar skiptu miklu máli. Liðið mætir Utah í úrslitum Vesturdeildarinnar. Amara Stoudamire snéri aftur í lið Phoenix eftir leikbann og stóð sig frábærlega, skoraði 38 stig og tók 15 fráköst. Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar. Athygli vakti að eftir leikinn féllust Duncan og Nash í faðma og hvíslaði sá fyrrnefndi einhverju að eyra Nash. Duncan var spurður að því eftir leikinn hvað hann hefði sagt við Nash. “Ég sagði honum einfaldlega hversu ótrúlegan leikmann ég teldi hann vera. Hann stjórnar þessu liði algjörlega og allt það besta sem liðið gerir fer í gegnum hann. Bruce Bowen stóð sig frábærlega í að elta hann og trufla og hélt honum aðeins í skefjum. Annars er Nash leikmaður sem er ekki hægt að stöðva,” sagði Duncan. LeBron James skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í 88-72 sigri Cleveland á New Jersey. Cleveleand vann einvígið samanlagt 4-2 og mætir Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar, en þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem Cleveland kemst svo langt í deildinni. “Þetta er dásamleg tilfinning,” sagði LeBron eftir leikinn. “Ein sú besta sem ég hef fundið á mínum ferli sem körfuboltamaður,” bætti hann við. Jason Kidd skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira