Ágætar líkur á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi 15. maí 2007 12:29 Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. Ríkisstjórnin kom samn til síns fyrst fundar í Stjórnarráðinu við Lækjartorg í morgun eftir þingkosningar. Aðeins eitt mál var á dagskrá, staða mála að loknum alþingiskosningum, og stóð fundurinn í aðeins 20 mínútur. Aðspurður hvernig viðræðum yrði hagað næstu daga sagði Jón Sigurðsson að rætt yrði saman líkt og síðustu daga. Aðstoðarmenn og varaformenn flokkanna kæmu að viðræðunum. Aðspurður sagðist hann telja að allir vildu að mál kæmust á hreint sem fyrst en mönnum lægi þó ekkert óskaplega á. Ríkisstjórnin hefði haldið velli. Jón átti von á því að niðurstaða í viðræðunum lægi fyrir á næstu dögum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist aðspurður hvort menn væru nær eða fjær því að endurnýja samstarfið að menn væru á sama stað. Ekkert nýtt væri komið upp. Aðspurður sagði hann ágætar líkur á því að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram en að það væri ekki öruggt. Það réðist á næstu dögum hvort svo yrði. Geir var spurður hvað ráðherrar flokksins hefðu rætt eftir fundinn með framsóknarmönnum og þá sagði hann að þeir hefðu rætt stöðuna. Aðspurður hvort útstrikanir Björns Bjarnasonar og Árna Johnsen hefðu verið ræddar sagði Geir að svo hefði ekki verið. Þær væru í farvegi hjá kjörstjórnum og landskjörstjórn. Hann sagðist aðspurður hissa á útsrikununum en þetta væri í samræmi við reglur sem giltu um kosningar á Íslandi. Geir vildi ekkert segja til um það hvort þetta breytti stöðu Björns Bjarnasonar gagnvart ríkisstjórnarsetu. Kosningar 2007 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. Ríkisstjórnin kom samn til síns fyrst fundar í Stjórnarráðinu við Lækjartorg í morgun eftir þingkosningar. Aðeins eitt mál var á dagskrá, staða mála að loknum alþingiskosningum, og stóð fundurinn í aðeins 20 mínútur. Aðspurður hvernig viðræðum yrði hagað næstu daga sagði Jón Sigurðsson að rætt yrði saman líkt og síðustu daga. Aðstoðarmenn og varaformenn flokkanna kæmu að viðræðunum. Aðspurður sagðist hann telja að allir vildu að mál kæmust á hreint sem fyrst en mönnum lægi þó ekkert óskaplega á. Ríkisstjórnin hefði haldið velli. Jón átti von á því að niðurstaða í viðræðunum lægi fyrir á næstu dögum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist aðspurður hvort menn væru nær eða fjær því að endurnýja samstarfið að menn væru á sama stað. Ekkert nýtt væri komið upp. Aðspurður sagði hann ágætar líkur á því að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram en að það væri ekki öruggt. Það réðist á næstu dögum hvort svo yrði. Geir var spurður hvað ráðherrar flokksins hefðu rætt eftir fundinn með framsóknarmönnum og þá sagði hann að þeir hefðu rætt stöðuna. Aðspurður hvort útstrikanir Björns Bjarnasonar og Árna Johnsen hefðu verið ræddar sagði Geir að svo hefði ekki verið. Þær væru í farvegi hjá kjörstjórnum og landskjörstjórn. Hann sagðist aðspurður hissa á útsrikununum en þetta væri í samræmi við reglur sem giltu um kosningar á Íslandi. Geir vildi ekkert segja til um það hvort þetta breytti stöðu Björns Bjarnasonar gagnvart ríkisstjórnarsetu.
Kosningar 2007 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira