Deilt um auglýsingar á kjörstað 12. maí 2007 19:56 Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar en Samfylkingarmenn í Reykjanesbæ eru ósáttir við það sem þeir kalla seinagang í málinu. Ottó Jörgensen yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ segir að málið sé leyst. „Þetta snýst um að kjörstaðurinn í Njarðvík er í 250 m fjarlægð frá félagsheimili sjálfstæðismanna í Njarðvík. Þar voru auglýsingar frá sjálfstæðismönnum í gluggum sem sáust frá kjörstað." „Við funduðum um málið og komumst að þeirri niðurstöðu að merkingarnar skyldi taka niður og það hefur nú verið gert." segir Ottó. Kjartan Sigtryggsson, starfsmaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ er afar ósáttur við vinnubrögðin í málinu. „ Í gær höfðum við samband við formann kjörstjórnar á svæðinu, og bentum honum á merkingarnar í Njarðvík. Hann lofaði að koma því áleiðis. Þegar ekkert hafði gerst á hádegi í dag hafði ég samband við lögregluna. Það er klárt að það má ekki auglýsa á kjörstað og þetta er því brot á lögum," segir Kjartan. Ottó segir eðlilegar skýringar á seinaganginum. „ Við höfðum samband við yfirkjörstjórn og óskuðum eftir leiðbeinandi úrskurði. Sá úrskurður kom ekki fyrr en seint í dag. Þegar sú niðurstaða kom þá fórum við í vettvangskönnun eins og fyrirmæli voru um frá yfirkjörstjórninni. Síðan funduðum við aftur og niðurstaðan varð á þessa leið. Ég vona bara að þetta þurfi ekki að koma fyrir aftur." Kjartan er líka afar ósáttur við þá staðreynd að Ottó Jörgensen, skuli vera yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ, þar sem hann eiginkona hans, Björk Guðjónsdóttir, skipar fjórða sætið á lista sjálfstæðismanna, sem telst vera baráttusæti. Ottó segist hafa kannað þetta sérstaklega fyrir kosningar og segir engin lög mæla á móti því að hann gegni starfanum. „Ég kannaði það lagalega og í kosningalögum er tekið á þeim málum. Þeim sem eru í framboði er ekki heimilt að taka þátt í kjörstjórn en ég er ekki í framboði. Lögfræðingar segja mér að þetta sé allt í lagi," segir Ottó. Kosningar 2007 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar en Samfylkingarmenn í Reykjanesbæ eru ósáttir við það sem þeir kalla seinagang í málinu. Ottó Jörgensen yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ segir að málið sé leyst. „Þetta snýst um að kjörstaðurinn í Njarðvík er í 250 m fjarlægð frá félagsheimili sjálfstæðismanna í Njarðvík. Þar voru auglýsingar frá sjálfstæðismönnum í gluggum sem sáust frá kjörstað." „Við funduðum um málið og komumst að þeirri niðurstöðu að merkingarnar skyldi taka niður og það hefur nú verið gert." segir Ottó. Kjartan Sigtryggsson, starfsmaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ er afar ósáttur við vinnubrögðin í málinu. „ Í gær höfðum við samband við formann kjörstjórnar á svæðinu, og bentum honum á merkingarnar í Njarðvík. Hann lofaði að koma því áleiðis. Þegar ekkert hafði gerst á hádegi í dag hafði ég samband við lögregluna. Það er klárt að það má ekki auglýsa á kjörstað og þetta er því brot á lögum," segir Kjartan. Ottó segir eðlilegar skýringar á seinaganginum. „ Við höfðum samband við yfirkjörstjórn og óskuðum eftir leiðbeinandi úrskurði. Sá úrskurður kom ekki fyrr en seint í dag. Þegar sú niðurstaða kom þá fórum við í vettvangskönnun eins og fyrirmæli voru um frá yfirkjörstjórninni. Síðan funduðum við aftur og niðurstaðan varð á þessa leið. Ég vona bara að þetta þurfi ekki að koma fyrir aftur." Kjartan er líka afar ósáttur við þá staðreynd að Ottó Jörgensen, skuli vera yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ, þar sem hann eiginkona hans, Björk Guðjónsdóttir, skipar fjórða sætið á lista sjálfstæðismanna, sem telst vera baráttusæti. Ottó segist hafa kannað þetta sérstaklega fyrir kosningar og segir engin lög mæla á móti því að hann gegni starfanum. „Ég kannaði það lagalega og í kosningalögum er tekið á þeim málum. Þeim sem eru í framboði er ekki heimilt að taka þátt í kjörstjórn en ég er ekki í framboði. Lögfræðingar segja mér að þetta sé allt í lagi," segir Ottó.
Kosningar 2007 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira