Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Vesturdeild 21. apríl 2007 03:33 Úrslitakeppnin hefst með látum í kvöld og þá verður leikur Detroit og Orlando sýndur beint á NBA TV. Sýn Extra sýnir svo leik Phoenix og LA Lakers annað kvöld klukkan 19 NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. Dallas - Golden State Dallas hefur verið jafnbesta liðið í NBA í vetur og náði liðið einum besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar. Flestir reikna með því að einvígi Dallas og Golden State verði leikur kattarins að músinni, en þó ber að hafa í huga að Don Nelson þjálfari Golden State, og fyrrum þjálfari Dallas, þekkir veikleika mótherja sinna betur en nokkur annar. Golden State vann alla leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur og því mætti ætla að einvígið gæti orðið forvitnilegt. Dallas ætti þó með öllu að fara hér örugglega áfram. Phoenix - LA Lakers Þessi lið háðu mjög eftirminnilegt einvígi í úrslitakeppninni í fyrra og varla verður annað uppi á teningnum að þessu sinni. Lakers-liðið hefur þó dalað mikið á síðustu vikum og varnarleikur liðsins hefur alls ekki verið nógu góður. Phoenix er þvert á móti enn sterkara en það var í fyrra og þar munar mest um að allir lykilmenn liðsins eru nú heilir. Phoenix ætti að hafa betur í þessu einvígi, en enginn skyldi vanmeta lið sem hefur nífaldan meistaraþjálfarann Phil Jackson á hliðarlínunni og Kobe Bryant í stuði. San Antonio - Denver San Antonio fær það erfiða hlutskipti þriðja árið í röð að mæta einu heitasta liði deildarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony hafa loksins verið að smella saman að undanförnu og er Denver búið að vera á góðri rispu undanfarnar vikur. San Antonio liðið er hinsvegar hokið af reynslu og varnarleikur liðsins ógnarsterkur. Tim Duncan gengur líka heill til skógar í ár og það munar miklu fyrir liðið. Þetta einvígi verður áhugavert, en óvíst er að Denver geri meira en að stríða San Antonio. Utah - Houston Hér er á ferðinni skemmtilegt einvígi liða sem eiga eftir að gera hvort öðru lífið leitt. Þeir Tracy McGrady og Yao Ming eru aldrei þessu vant báðir þokkalega heilir þessa dagana og þá er lið Houston erfitt viðureignar. McGrady á þó enn eftir að hrista af sér drauga fortíðar með því að vinna seríu í úrslitakeppni og hann fær vart betra tækifæri til þess en nú. Utah var eitt af spútnikliðum vetrarins og náði frábærum árangri, en liðið dalaði mjög á síðustu vikum tímabilsins og hefur alls ekki leikið vel. Það er ekki gott veganesti í úrslitakeppni og því hætt við því að Houston sé sigurstranglegra liðið, enda veðja nær allir sérfræðingar í Bandaríkjunu á að Houston verði það lið sem komi einna mest á óvart í úrslitakeppninni í ár. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30 NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. Dallas - Golden State Dallas hefur verið jafnbesta liðið í NBA í vetur og náði liðið einum besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar. Flestir reikna með því að einvígi Dallas og Golden State verði leikur kattarins að músinni, en þó ber að hafa í huga að Don Nelson þjálfari Golden State, og fyrrum þjálfari Dallas, þekkir veikleika mótherja sinna betur en nokkur annar. Golden State vann alla leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur og því mætti ætla að einvígið gæti orðið forvitnilegt. Dallas ætti þó með öllu að fara hér örugglega áfram. Phoenix - LA Lakers Þessi lið háðu mjög eftirminnilegt einvígi í úrslitakeppninni í fyrra og varla verður annað uppi á teningnum að þessu sinni. Lakers-liðið hefur þó dalað mikið á síðustu vikum og varnarleikur liðsins hefur alls ekki verið nógu góður. Phoenix er þvert á móti enn sterkara en það var í fyrra og þar munar mest um að allir lykilmenn liðsins eru nú heilir. Phoenix ætti að hafa betur í þessu einvígi, en enginn skyldi vanmeta lið sem hefur nífaldan meistaraþjálfarann Phil Jackson á hliðarlínunni og Kobe Bryant í stuði. San Antonio - Denver San Antonio fær það erfiða hlutskipti þriðja árið í röð að mæta einu heitasta liði deildarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony hafa loksins verið að smella saman að undanförnu og er Denver búið að vera á góðri rispu undanfarnar vikur. San Antonio liðið er hinsvegar hokið af reynslu og varnarleikur liðsins ógnarsterkur. Tim Duncan gengur líka heill til skógar í ár og það munar miklu fyrir liðið. Þetta einvígi verður áhugavert, en óvíst er að Denver geri meira en að stríða San Antonio. Utah - Houston Hér er á ferðinni skemmtilegt einvígi liða sem eiga eftir að gera hvort öðru lífið leitt. Þeir Tracy McGrady og Yao Ming eru aldrei þessu vant báðir þokkalega heilir þessa dagana og þá er lið Houston erfitt viðureignar. McGrady á þó enn eftir að hrista af sér drauga fortíðar með því að vinna seríu í úrslitakeppni og hann fær vart betra tækifæri til þess en nú. Utah var eitt af spútnikliðum vetrarins og náði frábærum árangri, en liðið dalaði mjög á síðustu vikum tímabilsins og hefur alls ekki leikið vel. Það er ekki gott veganesti í úrslitakeppni og því hætt við því að Houston sé sigurstranglegra liðið, enda veðja nær allir sérfræðingar í Bandaríkjunu á að Houston verði það lið sem komi einna mest á óvart í úrslitakeppninni í ár. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira