Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Austurdeild 21. apríl 2007 03:13 NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. Detroit - Orlando Detroit var með besta árangurinn í Austurdeildinni og mætir liðið Orlando í fyrstu umferðinni. Gengi Orlando hefur verið upp og niður í vetur og ljóst að liðið þarf á kraftaverki að halda til að standa í sterku liði Detroit. Cleveland - Washington Cleveland tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni á dramatískan hátt í síðustu umferð deildarkeppninnar og um leið einvígi við Washington í fyrstu umferð. Þessi lið háðu frábært einvígi í fyrra þar sem Cleveland hafði betur og fastlega verður að reikna með því að svo verði aftur af þessu sinni vegna meiðsla í herbúðum Washington. Tveir af bestu mönnum liðsins, stjörnuleikmennirnir Gilbert Arenas og Caron Butler, meiddust báðir fyrir nokkrum vikum og því ætti liðið ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir LeBron James og félaga í Cleveland. Toronto - New Jersey Þetta einvígi verður að öllum líkindum mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig lítt reyndum lykilmönnum Toronto tekst til gegn reyndara liði New Jersey. Vince Carter, stigahæsti maður New Jersey, mætir hér liðinu sem hann spilaði með lengst af ferlinum og á vafalítið eftir að setja á svið góða sýningu. Chicago - Miami Flestir hallast að því að þetta verði mest spennandi einvígið í fyrstu umferðinni í allri úrslitakeppninni. Meistarar Miami hafa náð að halda haus í vetur þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna og er liðið fjarri því að vera enn laust við meiðsladrauginn. Mikið mun mæða á Dwyane Wade og því hve vel hann nær að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl. Chicago liðið er sterkt, en nokkuð brothætt og líklega ræður einvígi þeirra Shaquille O´Neal og Ben Wallace miklu um niðurstöðuna. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30 NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. Detroit - Orlando Detroit var með besta árangurinn í Austurdeildinni og mætir liðið Orlando í fyrstu umferðinni. Gengi Orlando hefur verið upp og niður í vetur og ljóst að liðið þarf á kraftaverki að halda til að standa í sterku liði Detroit. Cleveland - Washington Cleveland tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni á dramatískan hátt í síðustu umferð deildarkeppninnar og um leið einvígi við Washington í fyrstu umferð. Þessi lið háðu frábært einvígi í fyrra þar sem Cleveland hafði betur og fastlega verður að reikna með því að svo verði aftur af þessu sinni vegna meiðsla í herbúðum Washington. Tveir af bestu mönnum liðsins, stjörnuleikmennirnir Gilbert Arenas og Caron Butler, meiddust báðir fyrir nokkrum vikum og því ætti liðið ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir LeBron James og félaga í Cleveland. Toronto - New Jersey Þetta einvígi verður að öllum líkindum mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig lítt reyndum lykilmönnum Toronto tekst til gegn reyndara liði New Jersey. Vince Carter, stigahæsti maður New Jersey, mætir hér liðinu sem hann spilaði með lengst af ferlinum og á vafalítið eftir að setja á svið góða sýningu. Chicago - Miami Flestir hallast að því að þetta verði mest spennandi einvígið í fyrstu umferðinni í allri úrslitakeppninni. Meistarar Miami hafa náð að halda haus í vetur þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna og er liðið fjarri því að vera enn laust við meiðsladrauginn. Mikið mun mæða á Dwyane Wade og því hve vel hann nær að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl. Chicago liðið er sterkt, en nokkuð brothætt og líklega ræður einvígi þeirra Shaquille O´Neal og Ben Wallace miklu um niðurstöðuna. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins