Eiður Smári skoraði í stórsigri Barcelona 18. apríl 2007 21:04 Leo Messi fór hamförum í kvöld AFP Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. Barcelona byrjaði leikinn af krafti og Xavi kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Messi á 18. mínútu. Annað mark Barcelona var sannarlega eftirminnilegt, því það var glettilega líkt markinu sem landi hans Maradona skoraði gegn Englendingum á HM árið 1986 - en það er oft nefnt fallegasta mark allra tíma. Messi fékk boltann úti á hægri kanti við miðlínu og lék á eina sex leikmenn liðsins og renndi boltanum í netið. Stórkostlegt mark. Annað mark Argentínumannsins kom svo á lokamínútu hálfleiksins og var það líka glæsilegt - en það féll algjörlega í skugga þess fyrra. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og ekkert benti til annars en að liðið væri komið áfram í einvíginu þó það ætti eftir að spila síðari leikinn á útivelli. Annað kom þó heldur betur á daginn, því þeir Guiza og Nacho minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks. Skyndilega var allt opið, en þá kom til kasta landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen, sem læddi boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu. Eiði var svo skipt af velli skömmu síðar, en Samuel Eto´o gerði út um leikinn á 75. mínútu og tryggði 5-2 sigur heimamanna. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var hreint út sagt frábær skemmtun. Spænski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. Barcelona byrjaði leikinn af krafti og Xavi kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Messi á 18. mínútu. Annað mark Barcelona var sannarlega eftirminnilegt, því það var glettilega líkt markinu sem landi hans Maradona skoraði gegn Englendingum á HM árið 1986 - en það er oft nefnt fallegasta mark allra tíma. Messi fékk boltann úti á hægri kanti við miðlínu og lék á eina sex leikmenn liðsins og renndi boltanum í netið. Stórkostlegt mark. Annað mark Argentínumannsins kom svo á lokamínútu hálfleiksins og var það líka glæsilegt - en það féll algjörlega í skugga þess fyrra. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og ekkert benti til annars en að liðið væri komið áfram í einvíginu þó það ætti eftir að spila síðari leikinn á útivelli. Annað kom þó heldur betur á daginn, því þeir Guiza og Nacho minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks. Skyndilega var allt opið, en þá kom til kasta landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen, sem læddi boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu. Eiði var svo skipt af velli skömmu síðar, en Samuel Eto´o gerði út um leikinn á 75. mínútu og tryggði 5-2 sigur heimamanna. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var hreint út sagt frábær skemmtun.
Spænski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira