Lewis Hamilton getur orðið sá besti 18. apríl 2007 17:15 Lewis Hamilton er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 AFP Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Bretinn ungi Lewis Hamilton geti vel orðið besti ökuþór í sögunni. Hamilton hefur vakið heimsathygli fyrir að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur mótum sínum sem aðalökumaður. "Það er auðvitað snemmt að segja til um þannig lagað, en ef Hamilton heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á það sem af er tímabilinu, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hann verði besti ökumaður allra tíma. Það er sannarlega ótrúlegt hvað hann hefur náð að gera í sínum allra fyrstu keppnum," sagði Whitmarsh. Fyrrum þrefaldur meistari, Jackie Stewart, hefur þegar sagt að Hamilton gæti brotið blað í sögunni með því að verða heimsmeistari strax á fyrsta tímabili sínu og eigandinn Frank Williams hefur kallað hann "ofurmannlegan". Whitmarsh hélt áfram; "Ég hef unnið með stórkostlegum ökumönnum í minni tíð eins og Alain Prost, Ayrton Senna, Mika Hakkinen og nú Fernando Alonso og Hamilton - og ég sé ekki betur en að Hamilton hafi það sem til þarf. Hann hefur tækni, hörku, hraða, einbeitingu og staðfestu." Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Bretinn ungi Lewis Hamilton geti vel orðið besti ökuþór í sögunni. Hamilton hefur vakið heimsathygli fyrir að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur mótum sínum sem aðalökumaður. "Það er auðvitað snemmt að segja til um þannig lagað, en ef Hamilton heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á það sem af er tímabilinu, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hann verði besti ökumaður allra tíma. Það er sannarlega ótrúlegt hvað hann hefur náð að gera í sínum allra fyrstu keppnum," sagði Whitmarsh. Fyrrum þrefaldur meistari, Jackie Stewart, hefur þegar sagt að Hamilton gæti brotið blað í sögunni með því að verða heimsmeistari strax á fyrsta tímabili sínu og eigandinn Frank Williams hefur kallað hann "ofurmannlegan". Whitmarsh hélt áfram; "Ég hef unnið með stórkostlegum ökumönnum í minni tíð eins og Alain Prost, Ayrton Senna, Mika Hakkinen og nú Fernando Alonso og Hamilton - og ég sé ekki betur en að Hamilton hafi það sem til þarf. Hann hefur tækni, hörku, hraða, einbeitingu og staðfestu."
Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira