Vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum 14. apríl 2007 17:29 Frá landsfundi Samfylkingarinnar. MYND/Anton Brink Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag. Enn fremur kemur fram í stjórnmálaályktuninni að efling velferðarkerfisins og ábyrg efnahagsstjórn séu rauði þráðurinn í stefnu Samfylkingarinnar. Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða.Þá vilji flokkurinn rétta hlut aldraðra og öryrkja gagnvart almannatryggingum, tryggja aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og útrýma biðlistum með fjögur hundruð nýjum hjúkrunarrýmum á næstu tveimur árum. Enn fremur verði gripið til aðgerða gegn fátækt og sömuleiðs hrint í framkvæmd aðgerðaáætlun um málefni barna.Töluverð áhersla er lögð á kynjajafnrétti í stjórnmálaályktuninni og sagt að Samfylkingin vilji útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála.Þá vilji flokkurinn stuðla að gjaldfrjálsri menntun frá leikskóla að háskóla og að námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Breyta þurfi þriðjungi námslána í styrk og greiða námslán út mánaðarlega. Þá vill flokkurinn gera rekstarumhverfi fyrritækja hagstæðara svo erlend fyrirtæki sæki hingað í auknum mæli. Þá þurfi að lækka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslum í tíu prósent og frítekjumark fyrir atvinnu- og lífeyristekjur eldri borgara verði 100.000 krónur, stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa verði afnumin, sem og vörugjöld og tollar af matvælum. Þá verði virðisaukaskattur af lyfjum lækkaður.Ráðast þurfi í stórátak í samgöngumálum að mati Samfylkingarinnar en það sé forsenda raunhæfrar byggðastefnu. Frekari stjóriðjuáformum verði hins vegar slegið á frest þangað til fyrir liggi nauðsynleg heildaráætlun yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hafi verið tryggð. Þá vill flokkurinn tímasetta áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og að sameign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá.Í utanríkismálum vill flokkurinn að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður verði hafnar. Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið og niðurstöður bornar um þjóðaratkvæði.Þá vill Samfylkinging endurskoða stjórnarráð Íslands, stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti, tryggja faglegar ráðningar í opinber embætti og stuðla að jafnræði kynjanna í ríkisstjórn og í stjórnunarstöðum ráðuneyta og stofnana. Jafnframt að eftirlaunafrumvarpinu verði breytt og meira jafnræði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.Segir að lokum í stjórnmálaályktuninni að það sé þjóðarnauðsyn að bæta fyrir vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum og að þann 12. maí verði kosið um framtíð lands og framtíð þjóðar. Kosningar 2007 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag. Enn fremur kemur fram í stjórnmálaályktuninni að efling velferðarkerfisins og ábyrg efnahagsstjórn séu rauði þráðurinn í stefnu Samfylkingarinnar. Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða.Þá vilji flokkurinn rétta hlut aldraðra og öryrkja gagnvart almannatryggingum, tryggja aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og útrýma biðlistum með fjögur hundruð nýjum hjúkrunarrýmum á næstu tveimur árum. Enn fremur verði gripið til aðgerða gegn fátækt og sömuleiðs hrint í framkvæmd aðgerðaáætlun um málefni barna.Töluverð áhersla er lögð á kynjajafnrétti í stjórnmálaályktuninni og sagt að Samfylkingin vilji útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála.Þá vilji flokkurinn stuðla að gjaldfrjálsri menntun frá leikskóla að háskóla og að námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Breyta þurfi þriðjungi námslána í styrk og greiða námslán út mánaðarlega. Þá vill flokkurinn gera rekstarumhverfi fyrritækja hagstæðara svo erlend fyrirtæki sæki hingað í auknum mæli. Þá þurfi að lækka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslum í tíu prósent og frítekjumark fyrir atvinnu- og lífeyristekjur eldri borgara verði 100.000 krónur, stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa verði afnumin, sem og vörugjöld og tollar af matvælum. Þá verði virðisaukaskattur af lyfjum lækkaður.Ráðast þurfi í stórátak í samgöngumálum að mati Samfylkingarinnar en það sé forsenda raunhæfrar byggðastefnu. Frekari stjóriðjuáformum verði hins vegar slegið á frest þangað til fyrir liggi nauðsynleg heildaráætlun yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hafi verið tryggð. Þá vill flokkurinn tímasetta áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og að sameign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá.Í utanríkismálum vill flokkurinn að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður verði hafnar. Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið og niðurstöður bornar um þjóðaratkvæði.Þá vill Samfylkinging endurskoða stjórnarráð Íslands, stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti, tryggja faglegar ráðningar í opinber embætti og stuðla að jafnræði kynjanna í ríkisstjórn og í stjórnunarstöðum ráðuneyta og stofnana. Jafnframt að eftirlaunafrumvarpinu verði breytt og meira jafnræði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.Segir að lokum í stjórnmálaályktuninni að það sé þjóðarnauðsyn að bæta fyrir vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum og að þann 12. maí verði kosið um framtíð lands og framtíð þjóðar.
Kosningar 2007 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira