Áframhaldandi árangur en ekki stopp Björn Gíslason skrifar 10. apríl 2007 12:34 Ráðherrar Framsóknarflokksins og Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins, kynna stefnumál flokksins í dag. MYND/Stöð 2 12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag.Fram kom í máli þeirra að þeir legðu mikla áherslu á áframhaldandi árangur í efnahags- og atvinnumálum en þeir vöruðu við hvers konar stoppi. Halda þyrfti áfram að byggja upp kröftugt og samkeppnisfært atvinnulíf og tryggja afkomuöryggi í öllum byggðum landsins.Auk lengra fæðingarorlofs og hækkunar á frítekjumarki vilja framsóknarmenn hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur og fella niður stimpilgjöld. Þá vilja þeir að lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat og að vaxtabætur verði hækkaðar.Sömuleiðis vill Framsóknarflokkurinn breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum í einbýli þannig að einungis verði einstaklingsrými á slíkum heimilum. Enn fremur vill flokkurinn ókeypis tannvernd til átján ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.Í byggðamálaum vill Framsóknarflokkurinn efla nýsköpun og háskólanám og jafnframt draga úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni. Enn fremur vill flokkurinn að þjóðvegir út frá höfuðborginni veði tvöfaldaðir og að unnið verði að jarðgangagerð á tveimur eða þremur stöðum samtímis næstu áratugi.Þá vill flokkurinn víðtæka sátt um þjóðareign á auðlindum og sérstakan auðlindasjóð þjóðarinnar og jafnframt gera verndar- og nýtingaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl sem taki gildi ekki síðar en árið 2010.Enn fremur vill Framsóknarflokkurinn að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf og að þriðjungur námslána breytist í styrk ef fólk lýkur námi á tilskildum tíma.Bæði Jón Sigurðusson, formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, lögðu áherslu á að um stefnumál væri að ræða en ekki loforð. Þau væru raunhæf og ábyrg en ekki væri verið að efna til útgjaldaveislu. Sagði Jón að kostnaður við helstu stefnumálin væri metinn á annan tug milljarða. Kosningar 2007 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag.Fram kom í máli þeirra að þeir legðu mikla áherslu á áframhaldandi árangur í efnahags- og atvinnumálum en þeir vöruðu við hvers konar stoppi. Halda þyrfti áfram að byggja upp kröftugt og samkeppnisfært atvinnulíf og tryggja afkomuöryggi í öllum byggðum landsins.Auk lengra fæðingarorlofs og hækkunar á frítekjumarki vilja framsóknarmenn hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur og fella niður stimpilgjöld. Þá vilja þeir að lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat og að vaxtabætur verði hækkaðar.Sömuleiðis vill Framsóknarflokkurinn breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum í einbýli þannig að einungis verði einstaklingsrými á slíkum heimilum. Enn fremur vill flokkurinn ókeypis tannvernd til átján ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.Í byggðamálaum vill Framsóknarflokkurinn efla nýsköpun og háskólanám og jafnframt draga úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni. Enn fremur vill flokkurinn að þjóðvegir út frá höfuðborginni veði tvöfaldaðir og að unnið verði að jarðgangagerð á tveimur eða þremur stöðum samtímis næstu áratugi.Þá vill flokkurinn víðtæka sátt um þjóðareign á auðlindum og sérstakan auðlindasjóð þjóðarinnar og jafnframt gera verndar- og nýtingaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl sem taki gildi ekki síðar en árið 2010.Enn fremur vill Framsóknarflokkurinn að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf og að þriðjungur námslána breytist í styrk ef fólk lýkur námi á tilskildum tíma.Bæði Jón Sigurðusson, formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, lögðu áherslu á að um stefnumál væri að ræða en ekki loforð. Þau væru raunhæf og ábyrg en ekki væri verið að efna til útgjaldaveislu. Sagði Jón að kostnaður við helstu stefnumálin væri metinn á annan tug milljarða.
Kosningar 2007 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira