Enn skorar Kobe yfir 50 stig 31. mars 2007 11:11 Getty Images Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston. Bryant skoraði 53 stig fyrir Lakers í nótt en þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem hann afrekar það. Þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af síðasta leikhluta hafði Houston 12 stiga forskot en þá tók Kóbí til sinna ráða og skoraði 25 af síðustu 28 stigum Leikers manna. Þegar venjulegur leiktími var að renna út náði Bryant að jafna metin með þessari þriggja stiga körfu, 95-95 og tryggði sínum mönnum framlengingu. En í framlengingunni voru það leikmenn Houston sem höfðu betur. Kínverjinn Yao Ming skoraði 39 stig og tók 11 fráköst og Tracy McGrady var með 30 stig og 10 stoðsendingar. Litlu mátti muna að leikurinn yrði tvíframlengdur, en Kóbí Bryant hitti ekki frá þriggja stiga línunni á lokaandartökunum og Houston fagnaði 3 stiga sigri, 107-104. Það var einnig dramatík í leik Toronto Raptors og Washington Wizards. Washington virtist vera með unninn leik í höndunum í blálokin. Michael Ruffin leikmaður Washington kastaði boltanum í hendurnar á bakverði Toronto, Morris Peterson, setti niður þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall við og jafnaði leikinn 109-109. Toronto hafði svo betur í framlengingunni. Chris Bosh sem skoraði 37 stig fyrir Toronto blokkeraði skot frá Gilbert Arenas í blálokin og lokatölur, 121-118. Og í Dallas náðu heimamenn í Mavericks að merja sigur á New York. Dirk Nowitzki var enn og aftur stigahæstur Dallasliðsins með 30 stig en með þeim árangri fór hann yfir 15 þúsund stiga múrinn í NBA deildinni en hann vantaði aðeins eitt stig upp á þann áfanga fyrir leikinn. Þetta var einnig tímamótasigur hjá Dallas, en liðið hefur nú unnið 61 leik á tímabilinu sem met hjá Dallas. En það var JOSH HOWARD sem bjargaði tveggja stiga sigri Dallas í nótt þegar hann blokkeraði skottilraun hjá STEPHON MARBURY og Dallas vann 2 stiga sigur, 105-103. Meðal úrslita í öðrum leikjum má nefna að Phoenix Suns vann stórisgur á Denver 125-108. San Antonio lagði Utah, Detroit vann nauman sigur á New Jersey, Miami Heat vann Minnesota, Seattle burstaði Memphis og LA Clippers lagði Sacramento. NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston. Bryant skoraði 53 stig fyrir Lakers í nótt en þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem hann afrekar það. Þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af síðasta leikhluta hafði Houston 12 stiga forskot en þá tók Kóbí til sinna ráða og skoraði 25 af síðustu 28 stigum Leikers manna. Þegar venjulegur leiktími var að renna út náði Bryant að jafna metin með þessari þriggja stiga körfu, 95-95 og tryggði sínum mönnum framlengingu. En í framlengingunni voru það leikmenn Houston sem höfðu betur. Kínverjinn Yao Ming skoraði 39 stig og tók 11 fráköst og Tracy McGrady var með 30 stig og 10 stoðsendingar. Litlu mátti muna að leikurinn yrði tvíframlengdur, en Kóbí Bryant hitti ekki frá þriggja stiga línunni á lokaandartökunum og Houston fagnaði 3 stiga sigri, 107-104. Það var einnig dramatík í leik Toronto Raptors og Washington Wizards. Washington virtist vera með unninn leik í höndunum í blálokin. Michael Ruffin leikmaður Washington kastaði boltanum í hendurnar á bakverði Toronto, Morris Peterson, setti niður þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall við og jafnaði leikinn 109-109. Toronto hafði svo betur í framlengingunni. Chris Bosh sem skoraði 37 stig fyrir Toronto blokkeraði skot frá Gilbert Arenas í blálokin og lokatölur, 121-118. Og í Dallas náðu heimamenn í Mavericks að merja sigur á New York. Dirk Nowitzki var enn og aftur stigahæstur Dallasliðsins með 30 stig en með þeim árangri fór hann yfir 15 þúsund stiga múrinn í NBA deildinni en hann vantaði aðeins eitt stig upp á þann áfanga fyrir leikinn. Þetta var einnig tímamótasigur hjá Dallas, en liðið hefur nú unnið 61 leik á tímabilinu sem met hjá Dallas. En það var JOSH HOWARD sem bjargaði tveggja stiga sigri Dallas í nótt þegar hann blokkeraði skottilraun hjá STEPHON MARBURY og Dallas vann 2 stiga sigur, 105-103. Meðal úrslita í öðrum leikjum má nefna að Phoenix Suns vann stórisgur á Denver 125-108. San Antonio lagði Utah, Detroit vann nauman sigur á New Jersey, Miami Heat vann Minnesota, Seattle burstaði Memphis og LA Clippers lagði Sacramento.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira