Meistaradeild VÍS í kvöld 15. mars 2007 11:29 Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni. Þetta mat er byggt á því að hann teflir fram skörungum í þessum greinum, Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Þokka frá Kýrholti, en Þorri vann einmitt fimmganginn á Þokka í fyrra. Á síðasta keppnistímabili skiluðu skeiðgreinarnar Þorra engu. Til að eiga raunverulega möguleika í ár þarf það að breytast. Þeir sem sækja að Þorra og virðast eiga raunhæfa möguleika á að slást við hann um titilinn eru Siggi Sig, Viðar Ingólfs, Sölvi Sigurðarson, Jói G., Atli og Diddi. Sölvi er nýliði í meistaradeild og verður að segjast að hann hefur komið á óvart með góðri frammistöðu. Byggir hann árangur sinn á hinum magnaða Óða-Blesa. Spurningin er hvort hann hafi jafnoka hans þegar kemur að skeiðgreinunum. Siggi Sig, Atli og Diddi eru á kunnuglegum slóðum á þessu stigi í meistaradeildinni. Fylgja í humátt, með möguleika á að skjótast fremstir hvenær sem tækifæri gefst. Allir eru þeir kunnir fyrir tækni og útsjónarsemi þegar kemur að skeiðgreinum og verða örugglega skeinuhættir þegar að þeim kemur. Þessir þrír eiga það sameiginlegt að hafa unnið meistaradeildina og þekkja keppnina inn og út. Þeir eiga það líka sameiginlegt að koma gríðarlega sterkir til leiks í kvöld, með margreynda og verðlaunaða gæðinga. Sigurbjörn teflir fram Markúsi en þeir hafa áður sigrað gæðingafimi meistaradeildar. Jói G. Hefur komið á óvart með frammistöðu sinni. Jafnan fengið hesta að láni á síðustu stundu, en halað inn stigin engu að síður. Verður að telja það honum til tekna sem reiðmanni. Viðar Ingólfs er vonarstjarna í hestaíþróttum. Fágaður reiðstíll og lipurð í hnakknum fleyta honum áfram. Sigur hans í töltinu var óumdeildur og það eitt sýnir að hann er til alls líklegur enda er töltkeppnin talin erfiðust hestaíþrótta. Viðar á góða möguleika í kvöld með Tuma og hann stendur vel að vígi þegar kemur að fimmgangi. Stóra spurningin varðandi Viðar og möguleika hans á titlinum er hestakostur hans í skeiðgreinunum. Of snemmt er að fullyrða mikið um úrslit meistaradeildar því enn eru 60 stig í potinum og jafnan hafa úrslit meistaradeildar ráðist í síðasta spretti síðustu greinar. Hestar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni. Þetta mat er byggt á því að hann teflir fram skörungum í þessum greinum, Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Þokka frá Kýrholti, en Þorri vann einmitt fimmganginn á Þokka í fyrra. Á síðasta keppnistímabili skiluðu skeiðgreinarnar Þorra engu. Til að eiga raunverulega möguleika í ár þarf það að breytast. Þeir sem sækja að Þorra og virðast eiga raunhæfa möguleika á að slást við hann um titilinn eru Siggi Sig, Viðar Ingólfs, Sölvi Sigurðarson, Jói G., Atli og Diddi. Sölvi er nýliði í meistaradeild og verður að segjast að hann hefur komið á óvart með góðri frammistöðu. Byggir hann árangur sinn á hinum magnaða Óða-Blesa. Spurningin er hvort hann hafi jafnoka hans þegar kemur að skeiðgreinunum. Siggi Sig, Atli og Diddi eru á kunnuglegum slóðum á þessu stigi í meistaradeildinni. Fylgja í humátt, með möguleika á að skjótast fremstir hvenær sem tækifæri gefst. Allir eru þeir kunnir fyrir tækni og útsjónarsemi þegar kemur að skeiðgreinum og verða örugglega skeinuhættir þegar að þeim kemur. Þessir þrír eiga það sameiginlegt að hafa unnið meistaradeildina og þekkja keppnina inn og út. Þeir eiga það líka sameiginlegt að koma gríðarlega sterkir til leiks í kvöld, með margreynda og verðlaunaða gæðinga. Sigurbjörn teflir fram Markúsi en þeir hafa áður sigrað gæðingafimi meistaradeildar. Jói G. Hefur komið á óvart með frammistöðu sinni. Jafnan fengið hesta að láni á síðustu stundu, en halað inn stigin engu að síður. Verður að telja það honum til tekna sem reiðmanni. Viðar Ingólfs er vonarstjarna í hestaíþróttum. Fágaður reiðstíll og lipurð í hnakknum fleyta honum áfram. Sigur hans í töltinu var óumdeildur og það eitt sýnir að hann er til alls líklegur enda er töltkeppnin talin erfiðust hestaíþrótta. Viðar á góða möguleika í kvöld með Tuma og hann stendur vel að vígi þegar kemur að fimmgangi. Stóra spurningin varðandi Viðar og möguleika hans á titlinum er hestakostur hans í skeiðgreinunum. Of snemmt er að fullyrða mikið um úrslit meistaradeildar því enn eru 60 stig í potinum og jafnan hafa úrslit meistaradeildar ráðist í síðasta spretti síðustu greinar.
Hestar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira