LA Lakers hársbreidd frá að landa Jason Kidd 22. febrúar 2007 22:04 Ekkert varð af fyrirhuguðum félagaskiptum Jason Kidd, en heimildir herma að Lakers hafi samþykkt skilmála New Jersey um að fá hann í kvöld NordicPhotos/GettyImages Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. Fyrr í kvöld skipti Dallas leikstjórnandanum Anthony Johnson til Atlanta Hawks og fékk í staðinn valrétt í annari umferð í nýliðavalinu næsta sumar. Það voru svo Portland og Toronto sem gerðu með sér einu markverðu skiptin þegar Fred Jones var sendur frá Toronto til Portland í skiptum fyrir Juan Dixon. Báðir leikmenn eru varaskeifur hjá sínum liðum, en fá nú að byrja með hreint borð á nýjum stað - á hinum enda landsins. Jason Kidd og Vince Carter hjá New Jersey Nets, Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies og Mike Bibby hjá Sacramento Kings voru þeir leikmenn sem hvað mestan áhuga höfðu vakið fyrir lokun félagaskiptagluggans, en ljóst er að þeir fara hvergi. Þegar hafa borist fréttir af því hvernig samningaviðræður milli liða þróuðust í dag og í kvöld. Cleveland reyndi ákaft að fá leikstjórnandann Mike Bibby frá Sacramento og var Phoenix komið inn í þær viðræður. Skiptin strönduðu hinsvegar á því að Phoenix var aðeins tilbúið að láta leikstjórnandann Marcus Banks fara í skiptunum en Sacramento og Cleveland höfðu engan áhuga á að fá hann. Sérfræðingur ESPN sjónvarpsstöðvarinnar heldur því fram að Jerry Buss, eigandi LA Lakers, hafi blandað sér harðlega í viðræðurnar við New Jersey um að fá Jason Kidd til Los Angeles og staðhæfir að Lakers-menn hafi gengið frá borði í kvöld fullvissir um að vera búnir að landa leikstjórnandanum. Ekkert varð hinsvegar af þeim viðskiptum og því ljóst að annað hvort Kidd eða eigandi New Jersey skiptu um skoðun - eða vildu aldrei framkvæma skiptin. NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. Fyrr í kvöld skipti Dallas leikstjórnandanum Anthony Johnson til Atlanta Hawks og fékk í staðinn valrétt í annari umferð í nýliðavalinu næsta sumar. Það voru svo Portland og Toronto sem gerðu með sér einu markverðu skiptin þegar Fred Jones var sendur frá Toronto til Portland í skiptum fyrir Juan Dixon. Báðir leikmenn eru varaskeifur hjá sínum liðum, en fá nú að byrja með hreint borð á nýjum stað - á hinum enda landsins. Jason Kidd og Vince Carter hjá New Jersey Nets, Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies og Mike Bibby hjá Sacramento Kings voru þeir leikmenn sem hvað mestan áhuga höfðu vakið fyrir lokun félagaskiptagluggans, en ljóst er að þeir fara hvergi. Þegar hafa borist fréttir af því hvernig samningaviðræður milli liða þróuðust í dag og í kvöld. Cleveland reyndi ákaft að fá leikstjórnandann Mike Bibby frá Sacramento og var Phoenix komið inn í þær viðræður. Skiptin strönduðu hinsvegar á því að Phoenix var aðeins tilbúið að láta leikstjórnandann Marcus Banks fara í skiptunum en Sacramento og Cleveland höfðu engan áhuga á að fá hann. Sérfræðingur ESPN sjónvarpsstöðvarinnar heldur því fram að Jerry Buss, eigandi LA Lakers, hafi blandað sér harðlega í viðræðurnar við New Jersey um að fá Jason Kidd til Los Angeles og staðhæfir að Lakers-menn hafi gengið frá borði í kvöld fullvissir um að vera búnir að landa leikstjórnandanum. Ekkert varð hinsvegar af þeim viðskiptum og því ljóst að annað hvort Kidd eða eigandi New Jersey skiptu um skoðun - eða vildu aldrei framkvæma skiptin.
NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira