Hvalaverndarsinnar mættu ekki 13. febrúar 2007 19:00 Nær helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins situr ekki aukafund þess í Japan. Þar á að reyna að bæta ákvarðanatökuferli innan ráðsins. Á sama tíma harðna átök verndarsinna og japanska flotans í Suður-Íshafi. Ráðstefnunni í Tokyo er ætlað að höggva á hnútinn í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Þrjá fjórðu atkvæða þarf til að fá í gegn breytingar á samþykktum ráðsins og eins og sakir standa geta því hvorki hvalveiðisinnar né þeir sem vilja vernda hvali komið málum sínum í gegn. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu, er formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum. Hann segir ráðið hafa verið klofið um nokkurt skeið. Hann segir fundinn tilraun til að bæta ástandið. Það verði þó ekkert tímamóta samkomulag gert í ljósi þess að stór hluti aðildarríkjanna hafi ekki sent fulltrúa. Ástandið í ráðinu verði því óbreytt þrátt fyrir þennan fund. Næsti ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins verður í Anchorage í Alaska í maí. En á meðan reynt er að semja um breytta skipan innan hvalveiðiráðsins hafa átök magnast milli verndarsamtakanna Sea Shepherd og japanska hvalveiðiflotans í Suður-Íshafi. Fyrir helgi helltu Sea Shepherd-liðar sýru á japanskt hvalveiðiskip og í gær sigldu þeir á annað. Gat kom á bæði hvalveiðiskipið og skip Sea Shepherd. Skipstjóri annars tveggja skipa Sea Shepherd er Paul Watson en hann er Íslendingum kunnur fyrir að hafa í nóvember 1986 sökkt hvalveiðiskipunum Hvalur sex og Hvalur sjö í Reykjavíkurhöfn og unnið skemmdir á Hvalstöðinni í Hvalfirði. Watson var fangelsaður í stuttan tíma þegar hann kom til landsins í janúar 1988 en síðan vísað úr landi. Sea Shepherd ætla ekki að láta þar við sitja og hótar því að halda áfram að sigla á japönsk hvalveiðiskip. Samtökin ætli að stöðva hvalveiðar Japana, en þeir stefna að því að veiða 350 hrefnur í vísindaskyni í ár. Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Nær helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins situr ekki aukafund þess í Japan. Þar á að reyna að bæta ákvarðanatökuferli innan ráðsins. Á sama tíma harðna átök verndarsinna og japanska flotans í Suður-Íshafi. Ráðstefnunni í Tokyo er ætlað að höggva á hnútinn í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Þrjá fjórðu atkvæða þarf til að fá í gegn breytingar á samþykktum ráðsins og eins og sakir standa geta því hvorki hvalveiðisinnar né þeir sem vilja vernda hvali komið málum sínum í gegn. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu, er formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum. Hann segir ráðið hafa verið klofið um nokkurt skeið. Hann segir fundinn tilraun til að bæta ástandið. Það verði þó ekkert tímamóta samkomulag gert í ljósi þess að stór hluti aðildarríkjanna hafi ekki sent fulltrúa. Ástandið í ráðinu verði því óbreytt þrátt fyrir þennan fund. Næsti ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins verður í Anchorage í Alaska í maí. En á meðan reynt er að semja um breytta skipan innan hvalveiðiráðsins hafa átök magnast milli verndarsamtakanna Sea Shepherd og japanska hvalveiðiflotans í Suður-Íshafi. Fyrir helgi helltu Sea Shepherd-liðar sýru á japanskt hvalveiðiskip og í gær sigldu þeir á annað. Gat kom á bæði hvalveiðiskipið og skip Sea Shepherd. Skipstjóri annars tveggja skipa Sea Shepherd er Paul Watson en hann er Íslendingum kunnur fyrir að hafa í nóvember 1986 sökkt hvalveiðiskipunum Hvalur sex og Hvalur sjö í Reykjavíkurhöfn og unnið skemmdir á Hvalstöðinni í Hvalfirði. Watson var fangelsaður í stuttan tíma þegar hann kom til landsins í janúar 1988 en síðan vísað úr landi. Sea Shepherd ætla ekki að láta þar við sitja og hótar því að halda áfram að sigla á japönsk hvalveiðiskip. Samtökin ætli að stöðva hvalveiðar Japana, en þeir stefna að því að veiða 350 hrefnur í vísindaskyni í ár.
Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira