Húsnæðislán bankanna hækkað fasteignaverð 6. febrúar 2007 18:45 Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Það var Kaupþing, sem þá hét KB banki, sem reið á vaðið 23. ágúst 2004 og bauð almenningi upp á íbúðalán. Hinir sigldu í kjölfarið. Menn töluðu um sprengju, byltingu, framþróun og að loksins væri alvöru samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Þá voru háværar raddir um að nú þyrfti að markaðsvæða, einkavæða eða leggja niður Íbúðalánasjóð. Ýmsir vöruðu þó við því að lánin gætu leitt til hærra fasteignaverðs og aukið verðbólgu. Lítum þá á hverju innkoma bankanna skilaði. Í júlí 2004 voru vextir á láni frá Íbúðalánasjóði 4,8%. Mánuðinn sem KB banki bauð íbúðalán voru vextir hjá Íbúðalánasjóði komnir niður í 4,5% og ekkert uppgreiðslugjald var rukkað hjá sjóðnum. Fyrstu íbúðalán KB banka báru 4,4% vexti og Landsbankinn, Íslandsbanki og SPRON brugðust strax við og buðu slíkt hið sama fáeinum dögum síðar. Vextir fóru síðan hraðlækkandi næstu vikurnar. Lægst fóru þeir í 4,15% og héldust þannig í rösklega 15 mánuði frá 22. nóvember 2004 og fram í miðjan mars 2006. En hver er staðan núna? Í dag eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum á fyrsta veðrétti hjá Kaupþingi og Landsbankanum 4,95%. SPRON og Glitnir hafa hins vegar hækkað vextina upp í 5%. Hjá þessum fjórum bönkum er uppgreiðslugjaldið 2%. Íbúðalánasjóður býður nú íbúðalán á 4,95% - og þá er ekkert uppgreiðslugjald en hins vegar 4,7% ef fólk kýs að greiða fyrir að borga upp lánið. Og þegar litið er á vísitölu fasteignaverðs má sjá að frá því bankarnir héldu innreið sína á íbúðalánamarkað hefur verð á húsnæði hækkað um 68%. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi segir innkomu bankanna ekki lengur neytendum til góða. "Það má segja að þetta sé mislukkuð innkoma bankanna í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi þá hafa vextirnir ekki lækkað, þvert á móti, þeir hafa hækkað og eru núna hærri en þeir voru þegar þeir komu inn og í öðru lagi lifir íbúðalánasjóður enn góðu lífi og manni liggur við að segja - guði sé lof." AT: 19'18" TO: 19'36" ITEM TIME:0'18"] Fréttir Innlent Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Það var Kaupþing, sem þá hét KB banki, sem reið á vaðið 23. ágúst 2004 og bauð almenningi upp á íbúðalán. Hinir sigldu í kjölfarið. Menn töluðu um sprengju, byltingu, framþróun og að loksins væri alvöru samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Þá voru háværar raddir um að nú þyrfti að markaðsvæða, einkavæða eða leggja niður Íbúðalánasjóð. Ýmsir vöruðu þó við því að lánin gætu leitt til hærra fasteignaverðs og aukið verðbólgu. Lítum þá á hverju innkoma bankanna skilaði. Í júlí 2004 voru vextir á láni frá Íbúðalánasjóði 4,8%. Mánuðinn sem KB banki bauð íbúðalán voru vextir hjá Íbúðalánasjóði komnir niður í 4,5% og ekkert uppgreiðslugjald var rukkað hjá sjóðnum. Fyrstu íbúðalán KB banka báru 4,4% vexti og Landsbankinn, Íslandsbanki og SPRON brugðust strax við og buðu slíkt hið sama fáeinum dögum síðar. Vextir fóru síðan hraðlækkandi næstu vikurnar. Lægst fóru þeir í 4,15% og héldust þannig í rösklega 15 mánuði frá 22. nóvember 2004 og fram í miðjan mars 2006. En hver er staðan núna? Í dag eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum á fyrsta veðrétti hjá Kaupþingi og Landsbankanum 4,95%. SPRON og Glitnir hafa hins vegar hækkað vextina upp í 5%. Hjá þessum fjórum bönkum er uppgreiðslugjaldið 2%. Íbúðalánasjóður býður nú íbúðalán á 4,95% - og þá er ekkert uppgreiðslugjald en hins vegar 4,7% ef fólk kýs að greiða fyrir að borga upp lánið. Og þegar litið er á vísitölu fasteignaverðs má sjá að frá því bankarnir héldu innreið sína á íbúðalánamarkað hefur verð á húsnæði hækkað um 68%. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi segir innkomu bankanna ekki lengur neytendum til góða. "Það má segja að þetta sé mislukkuð innkoma bankanna í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi þá hafa vextirnir ekki lækkað, þvert á móti, þeir hafa hækkað og eru núna hærri en þeir voru þegar þeir komu inn og í öðru lagi lifir íbúðalánasjóður enn góðu lífi og manni liggur við að segja - guði sé lof." AT: 19'18" TO: 19'36" ITEM TIME:0'18"]
Fréttir Innlent Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira