Loforð um fjölgun hjúkrunarrýma svikin 2. febrúar 2007 18:45 Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. Ýmsum rann til rifja þegar við sögðum frá því í vikunni að 94 ára gamall maður fær ekki að dvelja með 88 ára gamalli eiginkonu sinni á dvalarheimilinu Hlíð. Í yfirlýsingu frá þjónustuhópi aldraðra og öldrunarheimilum Akureyrar í dag segir að starfsmenn öldrunarþjónustunnar hafi leitað allra leiða til þess að koma til móts við þarfir fólks en því miður sé einfaldlega ekkert pláss laust í Hlíð. Til að skapa ný pláss þyrfti að úthýsa þeim sem fyrir eru. Samkvæmt nýjustu tölum hefur 38 hjónum eða sambýlisfólki verið stíað í sundur á landinu, þannig að annað hefur fengið inni á hjúkrunarheimili en hitt ekki. Níu pör til viðbótar hafa fengið vistun á sín hvoru dvalarheimilinu. En vandinn er margfalt stærri, segir Ásta Ragnheiður, þingmaður Samfylkingar, því inni í þesum tölum er aðeins fólk í brýnni þörf. En það vantar plássin og það er forgangsmál að fjölga þeim segir Ásta. Illa hafi hins vegar gengið að fá slík loforð efnd. Til dæmis hafi átt að taka í notkun 110 rými í Mörkinni í Reykjavík árið 2006. "Ég veit ekki til þess að tekin hafi verið upp sk´ðolfa. Það hefur ekkert hjúkrunarrými bæst við hér á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma," segir Ásta. Í nóvember á síðasta ári tilkynnti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra að 174 rými yrðu tilbúin árið 2010, til viðbótar þeim 200 sem ætti að byggja í Reykjavík. Þetta hafa menn sagt í tvö kjörtímabil segir Ásta. "En það hefur ekki verið gert. Vegna þess að nefskatturinn sem við öll, nema fjármagnseigendur, greiðum í framkvæmdasjóð aldraðra hefur ekki farið í það sem lög segja fyrir um, það er að segja uppbyggingu hjúkrunarheimila." Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. Ýmsum rann til rifja þegar við sögðum frá því í vikunni að 94 ára gamall maður fær ekki að dvelja með 88 ára gamalli eiginkonu sinni á dvalarheimilinu Hlíð. Í yfirlýsingu frá þjónustuhópi aldraðra og öldrunarheimilum Akureyrar í dag segir að starfsmenn öldrunarþjónustunnar hafi leitað allra leiða til þess að koma til móts við þarfir fólks en því miður sé einfaldlega ekkert pláss laust í Hlíð. Til að skapa ný pláss þyrfti að úthýsa þeim sem fyrir eru. Samkvæmt nýjustu tölum hefur 38 hjónum eða sambýlisfólki verið stíað í sundur á landinu, þannig að annað hefur fengið inni á hjúkrunarheimili en hitt ekki. Níu pör til viðbótar hafa fengið vistun á sín hvoru dvalarheimilinu. En vandinn er margfalt stærri, segir Ásta Ragnheiður, þingmaður Samfylkingar, því inni í þesum tölum er aðeins fólk í brýnni þörf. En það vantar plássin og það er forgangsmál að fjölga þeim segir Ásta. Illa hafi hins vegar gengið að fá slík loforð efnd. Til dæmis hafi átt að taka í notkun 110 rými í Mörkinni í Reykjavík árið 2006. "Ég veit ekki til þess að tekin hafi verið upp sk´ðolfa. Það hefur ekkert hjúkrunarrými bæst við hér á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma," segir Ásta. Í nóvember á síðasta ári tilkynnti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra að 174 rými yrðu tilbúin árið 2010, til viðbótar þeim 200 sem ætti að byggja í Reykjavík. Þetta hafa menn sagt í tvö kjörtímabil segir Ásta. "En það hefur ekki verið gert. Vegna þess að nefskatturinn sem við öll, nema fjármagnseigendur, greiðum í framkvæmdasjóð aldraðra hefur ekki farið í það sem lög segja fyrir um, það er að segja uppbyggingu hjúkrunarheimila."
Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira