10 til 15 manns rænt í Nablus 28. janúar 2007 18:30 Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. Mannræningjarnir voru fimmtán talsina og allir lisðmenn Al Aqsa herdeildanna. Að sögn vitna höfðu þeir farið um nærliggjandi götur í leit að þekktum Hamas-liðum. Þegar þeir fréttu af ferðum Fayyads Al-Arba, eins leiðtoga samtakanna, réðust þeir inn í banka þar sem hann var staddur og höfðu hann á brott með sér. Eftir stóðu gjaldkerar í forundran og myndatökumenn og ljósmyndarar fjölmiðla sem mynduðu atburðinn í bak og fyrir. Mannræningarnir höfuð ekki fyrir því að hylja andlit sín og reyndu ekki að koma í veg fyrir myndatökur. Skömmu síðar réðust liðsmenn herdeildanna inn á skrifstofu menntamálaráðuneytis heimastjórnarinnar í Nablus, lögðu hana í rúst og rændu fimm starfsmönnum. Abu Jabal, leiðtogi Al-Aqsa í Nablus, segir liðsmenn sína hafa rænt 10 til 15 manns í dag. Á sama tíma berjast liðsmenn Fatah og Hamas á götum Gaza-svæðisins og hafa hátt í 30 Palestínumenn fallið síðan á fimmtudaginn og tæplega 80 særst. 60 hafa týnt lífi síðan um miðjan desember. Viðræðum um skipan þjóðstjórnar beggja fylkinga hefur verið frestað á meðan barist er og hvetja forvígismenn Fatah og Hamas liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Þeir kenna svo hver öðrum um ástandið. Heimastjórn Hamas kom saman til neyðarfundar í Gaza-borg í dag. Ismail Haniyeh forsætisráðherra hvetur Abbas til að kalla Fatah-liðsmenn sína af götum heimastjórnarsvæaðanna svo hægt verði að tryggja öryggi borgara. Óvíst er hvað forsetinn gerir og stefnir að óbreyttu í snemmbúnar þing- og forsetakosningar sem Abbas hefur boðað takist ekki að mynda þjóðstjórn innan þriggja vikna. Síðdegis í dag bárust fréttir af því að Abdullah konungur Sádía Arabíu hefði boðið fulltrúum Fatah og Hamas til friðarviðræðna í Mekka. Fatah- og Hamas-liðar hafa fagnað boðinu segjast tilbúnir til viðræðna. Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. Mannræningjarnir voru fimmtán talsina og allir lisðmenn Al Aqsa herdeildanna. Að sögn vitna höfðu þeir farið um nærliggjandi götur í leit að þekktum Hamas-liðum. Þegar þeir fréttu af ferðum Fayyads Al-Arba, eins leiðtoga samtakanna, réðust þeir inn í banka þar sem hann var staddur og höfðu hann á brott með sér. Eftir stóðu gjaldkerar í forundran og myndatökumenn og ljósmyndarar fjölmiðla sem mynduðu atburðinn í bak og fyrir. Mannræningarnir höfuð ekki fyrir því að hylja andlit sín og reyndu ekki að koma í veg fyrir myndatökur. Skömmu síðar réðust liðsmenn herdeildanna inn á skrifstofu menntamálaráðuneytis heimastjórnarinnar í Nablus, lögðu hana í rúst og rændu fimm starfsmönnum. Abu Jabal, leiðtogi Al-Aqsa í Nablus, segir liðsmenn sína hafa rænt 10 til 15 manns í dag. Á sama tíma berjast liðsmenn Fatah og Hamas á götum Gaza-svæðisins og hafa hátt í 30 Palestínumenn fallið síðan á fimmtudaginn og tæplega 80 særst. 60 hafa týnt lífi síðan um miðjan desember. Viðræðum um skipan þjóðstjórnar beggja fylkinga hefur verið frestað á meðan barist er og hvetja forvígismenn Fatah og Hamas liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Þeir kenna svo hver öðrum um ástandið. Heimastjórn Hamas kom saman til neyðarfundar í Gaza-borg í dag. Ismail Haniyeh forsætisráðherra hvetur Abbas til að kalla Fatah-liðsmenn sína af götum heimastjórnarsvæaðanna svo hægt verði að tryggja öryggi borgara. Óvíst er hvað forsetinn gerir og stefnir að óbreyttu í snemmbúnar þing- og forsetakosningar sem Abbas hefur boðað takist ekki að mynda þjóðstjórn innan þriggja vikna. Síðdegis í dag bárust fréttir af því að Abdullah konungur Sádía Arabíu hefði boðið fulltrúum Fatah og Hamas til friðarviðræðna í Mekka. Fatah- og Hamas-liðar hafa fagnað boðinu segjast tilbúnir til viðræðna.
Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira