Óeftirminnileg endurkoma Artest til Detroit 21. janúar 2007 14:09 Artest lét raka á sig hanakamb fyrir leikinn NordicPhotos/GettyImages Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. LA Clippers vann auðveldan sigur á Memphis 112-91. Elton Brand skoraði 34 stig fyrir Clippers en Pau Gasol 27 fyrir Memphis. New York lagði Indiana á útivelli 108-106 í fyrsta leik Troy Murphy og Mike Dunleavy síðan þeir komu frá Golden State. Jermaine O´Neal skoraði 25 stig fyrir Indiana en Eddy Curry 26 fyrir New York. Charlotte burstaði Atlanta annað kvöldið í röð. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. New Orleans vann óvæntan sigur á LA Lakers þar sem David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en Kobe Bryant og Mo Evans skoruðu 23 hvor fyrir Lakers. New Jersey lagði Orlando 101-94 í sjónvarpsleiknum á NBA TV þar sem Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 24 fyrir Orlando. Sigur New Jersey var að stórum hluta að þakka þeirri staðreind að liðið hélt miðherjanum Dwight Howard í aðeins 1 stigi og átti hann klárlega lélegasta leik sinn á ferlinum. Washington skellti Boston á útivelli eftir framlengdan leik 115-110. Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 23 stig fyrir Washington en Ryan Gomes setti persónulegt met með 31 stigi hjá Boston - sem tapaði sjöunda leiknum í röð. Utah vann þriðja útileik sinn í röð með því að vinna sannfærandi sigur á Chicago 95-85 í United Center. Mehmet Okur skoraði 21 stig fyrir Utah og Carlos Boozer 19 stig og hirti 14 fráköst, en Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago. Þjálfari Utah, Jerry Sloan, vann þarna leik númer 1011 á ferlinum og er kominn með fjórðu flestu sigranna í sögu deildarinnar. Hann skaust upp fyrir Larry Brown í nótt, en aðeins Lenny Wilkens, Don Nelson og Pat Riley eiga að baki fleiri sigra á ferlinum. Denver lagði Houston á útivelli 121-113 eftir framlengdan leik. Allen Iverson skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Denver en Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston. Carmelo Anthony hefur nú setið af sér 15 leikja bann sitt fyrir slagsmál og því er ljóst að hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Allen Iverson á mánudagskvöldið gegn Memphis. Loks vann Cleveland baráttusigur á Golden State á útivelli 106-104 í framlengingu eftir að hafa verið með nánast tapaðan leik í upphafi síðari hálfleiks. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Stephen Jackson skoraði 27 stig í sínum fyrsta leik fyrir Golden State síðan hann gekk í raðir liðsins frá Indiana. Þá er rétt að minna körfuboltaáhugamenn á leik Phoenix og Minnesota sem sýndur verður beint á NBA TV, en Phoenix er búið að vinna 12 leiki í röð og 28 af síðustu 30 leikjum sínum og spilar líklega skemmtilegasta sóknarboltann í deildinni í dag. NBA Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. LA Clippers vann auðveldan sigur á Memphis 112-91. Elton Brand skoraði 34 stig fyrir Clippers en Pau Gasol 27 fyrir Memphis. New York lagði Indiana á útivelli 108-106 í fyrsta leik Troy Murphy og Mike Dunleavy síðan þeir komu frá Golden State. Jermaine O´Neal skoraði 25 stig fyrir Indiana en Eddy Curry 26 fyrir New York. Charlotte burstaði Atlanta annað kvöldið í röð. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. New Orleans vann óvæntan sigur á LA Lakers þar sem David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en Kobe Bryant og Mo Evans skoruðu 23 hvor fyrir Lakers. New Jersey lagði Orlando 101-94 í sjónvarpsleiknum á NBA TV þar sem Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 24 fyrir Orlando. Sigur New Jersey var að stórum hluta að þakka þeirri staðreind að liðið hélt miðherjanum Dwight Howard í aðeins 1 stigi og átti hann klárlega lélegasta leik sinn á ferlinum. Washington skellti Boston á útivelli eftir framlengdan leik 115-110. Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 23 stig fyrir Washington en Ryan Gomes setti persónulegt met með 31 stigi hjá Boston - sem tapaði sjöunda leiknum í röð. Utah vann þriðja útileik sinn í röð með því að vinna sannfærandi sigur á Chicago 95-85 í United Center. Mehmet Okur skoraði 21 stig fyrir Utah og Carlos Boozer 19 stig og hirti 14 fráköst, en Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago. Þjálfari Utah, Jerry Sloan, vann þarna leik númer 1011 á ferlinum og er kominn með fjórðu flestu sigranna í sögu deildarinnar. Hann skaust upp fyrir Larry Brown í nótt, en aðeins Lenny Wilkens, Don Nelson og Pat Riley eiga að baki fleiri sigra á ferlinum. Denver lagði Houston á útivelli 121-113 eftir framlengdan leik. Allen Iverson skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Denver en Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston. Carmelo Anthony hefur nú setið af sér 15 leikja bann sitt fyrir slagsmál og því er ljóst að hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Allen Iverson á mánudagskvöldið gegn Memphis. Loks vann Cleveland baráttusigur á Golden State á útivelli 106-104 í framlengingu eftir að hafa verið með nánast tapaðan leik í upphafi síðari hálfleiks. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Stephen Jackson skoraði 27 stig í sínum fyrsta leik fyrir Golden State síðan hann gekk í raðir liðsins frá Indiana. Þá er rétt að minna körfuboltaáhugamenn á leik Phoenix og Minnesota sem sýndur verður beint á NBA TV, en Phoenix er búið að vinna 12 leiki í röð og 28 af síðustu 30 leikjum sínum og spilar líklega skemmtilegasta sóknarboltann í deildinni í dag.
NBA Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira