Auðvelt að dylja slóð sína á netinu 18. janúar 2007 18:25 Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks.Myndir og myndband tengt Byrgismálinu hefur farið um Netið eins og eldur í sinu í gær og í dag. Sjá má færslur inni á barnaland.is þar sem mikið er rætt um myndbandið, fólk er að biðja um slóð að myndbandinu og aðrir beina þeim leiðina. Sömu lög gilda á netinu og í samfélaginu og ærumeiðingar eru ólöglegar en erfiðara getur verið að ná þeim sem brjóta af sér á Netinu því hægt er að fela slóð sína. Og fyrir þá sem hafa tölvuþekkingu er það tiltölulega auðvelt.Til þess að ekki sé hægt að finna sendandann þarf að passa að IP-tala tölvunnar finnist ekki og eins og Erlendur segir þarf yfirleitt góða kunnáttu til að fela slóðina. Til að fela IP töluna er hægt að fara á netkaffihús, versluarmiðstöðvar og við heimahús með ólæstu þráðlausu neti. Þar er ekki skráð hver fær hvaða IP tölu og því ekki hægt að finna sendandann. Erlendur segir þá staði sem bjóða upp á þráðlaust net geta komið í veg fyrir þetta með því að úthluta tölunum.Internetið er hann með það fyrir augum að hægt sé að hylja slóð sína. Þó eru oft sett upp ákveðnar síur til að reyna að koma böndum á netumferð en á sama tíma eru aðrir að þróa forrit og þjónustur sem auðvelda tölvunotendum að dyljast.Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, telur hæpið að breyta þurfi lagaumhverfinu svo hægt verði að ná þeim sem stunda ólöglega iðju á netinu eins og að dreifa klámi og brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.Um leið og farið er að fylgjast með netumferð fólks, til að vernda einkalíf þeirra sem gætu orðið fyrir ærumeiðingum þar, er farið að brjóta gegn friðhelgi þeirra sem ferðast um Netið. Ef birtar eru persónulegar myndir af fólki á netsíðu sem það kærir sig ekki um er nærtækast að hafa samband við þann sem heldur uppi síðunni og biðja um að þær verði fjarlægar. Sé ekki orðið við því er hægt að leita til Persónunefndar. Í alvarlegri tilfellum er svo hægt að leita til lögreglu sem hefur mun víðtækari rannsóknarheimildir.Hægt er að koma í veg fyrir að persónuleg gögn á tölvum þeirra komist í hendur annarra með því að dulkóða myndirnar. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks.Myndir og myndband tengt Byrgismálinu hefur farið um Netið eins og eldur í sinu í gær og í dag. Sjá má færslur inni á barnaland.is þar sem mikið er rætt um myndbandið, fólk er að biðja um slóð að myndbandinu og aðrir beina þeim leiðina. Sömu lög gilda á netinu og í samfélaginu og ærumeiðingar eru ólöglegar en erfiðara getur verið að ná þeim sem brjóta af sér á Netinu því hægt er að fela slóð sína. Og fyrir þá sem hafa tölvuþekkingu er það tiltölulega auðvelt.Til þess að ekki sé hægt að finna sendandann þarf að passa að IP-tala tölvunnar finnist ekki og eins og Erlendur segir þarf yfirleitt góða kunnáttu til að fela slóðina. Til að fela IP töluna er hægt að fara á netkaffihús, versluarmiðstöðvar og við heimahús með ólæstu þráðlausu neti. Þar er ekki skráð hver fær hvaða IP tölu og því ekki hægt að finna sendandann. Erlendur segir þá staði sem bjóða upp á þráðlaust net geta komið í veg fyrir þetta með því að úthluta tölunum.Internetið er hann með það fyrir augum að hægt sé að hylja slóð sína. Þó eru oft sett upp ákveðnar síur til að reyna að koma böndum á netumferð en á sama tíma eru aðrir að þróa forrit og þjónustur sem auðvelda tölvunotendum að dyljast.Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, telur hæpið að breyta þurfi lagaumhverfinu svo hægt verði að ná þeim sem stunda ólöglega iðju á netinu eins og að dreifa klámi og brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.Um leið og farið er að fylgjast með netumferð fólks, til að vernda einkalíf þeirra sem gætu orðið fyrir ærumeiðingum þar, er farið að brjóta gegn friðhelgi þeirra sem ferðast um Netið. Ef birtar eru persónulegar myndir af fólki á netsíðu sem það kærir sig ekki um er nærtækast að hafa samband við þann sem heldur uppi síðunni og biðja um að þær verði fjarlægar. Sé ekki orðið við því er hægt að leita til Persónunefndar. Í alvarlegri tilfellum er svo hægt að leita til lögreglu sem hefur mun víðtækari rannsóknarheimildir.Hægt er að koma í veg fyrir að persónuleg gögn á tölvum þeirra komist í hendur annarra með því að dulkóða myndirnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira