Íslendingar töpuðu fyrir Tékkum 13. janúar 2007 17:42 Leikmenn íslenska landsliðsins náðu sér ekki á strik gegn Tékkum í dag. MYND/AFP Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Ísland hafði yfir í hálfleik, 16-15, en skelfilegur leikkafli í stöðunni 20-20 varð til þess að tékkneska liðið náði undirtökunum. Á stuttum tíma náðu Tékkarnir fjögurra marka forystu, 21-25, þar sem hvorki gekk né rak hjá íslenska liðinu. Þetta forskot hélst allt þar til fimm mínútur voru eftir þegar íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 25-27. Munurinn fór síðan niður í eitt mark þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 27-28, en lengra komust íslensku leikmennirnir ekki. Lokatölur urðu 29-27, Tékkum í vil. Það sem skildi á milli liðanna í Laugardalshöllinni í dag var fyrst og fremst markvarslan en Martin Galia í marki Tékka varði alls 26 skot, þar af mörg þeirra úr algjörum dauðafærum, á meðan íslensku markverðirnir vörðu samanlagt 12 skot. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í íslenska liðinu, flestir léku langt undir getu og er ljóst að liðið getur spilað mun betur - ekki síst í vörninni sem var hriplek í dag. "Ég er mjög óánægður með þennan leik. Varnarleikurinn var hörmulegur í fyrri hálfleik en skánaði í síðari hálfleik. Sóknin er mikið áhyggjuefni og við gerum varla mark utan af velli. Það gerir sóknarleikinn mun erfiðari og það er ljóst að eitthvað þarf að breytast," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari eftir leikinn í viðtali við RÚV. "Tékkarnir voru einfaldlega betri en við í dag," bætti hann við. "Við höfum ekki þessar langskyttur í hópnum eins og staðan er í dag. Við höfum misst Garcia og Einar Hólmgeirsson og Ólafur er ekki með öxlina í lagi. Og þetta þýðir að við höfum ekki menn til að skjóta fyrir utan. Við þurfum því að finna aðrar leiðir til að skora mörkin," sagði Alfreð jafnframt. "Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu - á öllum sviðum. Vörnin og sóknin var ekki góð og strákarnir þurfa að koma miklu grimmari í þetta á morgun. Við þurfum að fara yfir mörg atriði fyrir leikinn á morgun," sagði Guðmundur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, einnig í samtali við RÚV. "Það vantar miklu meiri neista og baráttu í liðið, sérstaklega í vörninni. Við áttum ekki góðan dag," bætti Guðmundur við. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslenska liðsins með 7 mörk en Snorri Guðjónsson og Logi Geirsson skoruðu fjögur. Hjá Tékklandi var Filip Jicha markahæstur með átta mörk en David Juricek skoraði sjö. Í markinu varði Galia 21 skot, eins og áður sagði. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Ísland hafði yfir í hálfleik, 16-15, en skelfilegur leikkafli í stöðunni 20-20 varð til þess að tékkneska liðið náði undirtökunum. Á stuttum tíma náðu Tékkarnir fjögurra marka forystu, 21-25, þar sem hvorki gekk né rak hjá íslenska liðinu. Þetta forskot hélst allt þar til fimm mínútur voru eftir þegar íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 25-27. Munurinn fór síðan niður í eitt mark þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 27-28, en lengra komust íslensku leikmennirnir ekki. Lokatölur urðu 29-27, Tékkum í vil. Það sem skildi á milli liðanna í Laugardalshöllinni í dag var fyrst og fremst markvarslan en Martin Galia í marki Tékka varði alls 26 skot, þar af mörg þeirra úr algjörum dauðafærum, á meðan íslensku markverðirnir vörðu samanlagt 12 skot. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í íslenska liðinu, flestir léku langt undir getu og er ljóst að liðið getur spilað mun betur - ekki síst í vörninni sem var hriplek í dag. "Ég er mjög óánægður með þennan leik. Varnarleikurinn var hörmulegur í fyrri hálfleik en skánaði í síðari hálfleik. Sóknin er mikið áhyggjuefni og við gerum varla mark utan af velli. Það gerir sóknarleikinn mun erfiðari og það er ljóst að eitthvað þarf að breytast," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari eftir leikinn í viðtali við RÚV. "Tékkarnir voru einfaldlega betri en við í dag," bætti hann við. "Við höfum ekki þessar langskyttur í hópnum eins og staðan er í dag. Við höfum misst Garcia og Einar Hólmgeirsson og Ólafur er ekki með öxlina í lagi. Og þetta þýðir að við höfum ekki menn til að skjóta fyrir utan. Við þurfum því að finna aðrar leiðir til að skora mörkin," sagði Alfreð jafnframt. "Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu - á öllum sviðum. Vörnin og sóknin var ekki góð og strákarnir þurfa að koma miklu grimmari í þetta á morgun. Við þurfum að fara yfir mörg atriði fyrir leikinn á morgun," sagði Guðmundur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, einnig í samtali við RÚV. "Það vantar miklu meiri neista og baráttu í liðið, sérstaklega í vörninni. Við áttum ekki góðan dag," bætti Guðmundur við. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslenska liðsins með 7 mörk en Snorri Guðjónsson og Logi Geirsson skoruðu fjögur. Hjá Tékklandi var Filip Jicha markahæstur með átta mörk en David Juricek skoraði sjö. Í markinu varði Galia 21 skot, eins og áður sagði.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira