Íslendingar töpuðu fyrir Tékkum 13. janúar 2007 17:42 Leikmenn íslenska landsliðsins náðu sér ekki á strik gegn Tékkum í dag. MYND/AFP Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Ísland hafði yfir í hálfleik, 16-15, en skelfilegur leikkafli í stöðunni 20-20 varð til þess að tékkneska liðið náði undirtökunum. Á stuttum tíma náðu Tékkarnir fjögurra marka forystu, 21-25, þar sem hvorki gekk né rak hjá íslenska liðinu. Þetta forskot hélst allt þar til fimm mínútur voru eftir þegar íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 25-27. Munurinn fór síðan niður í eitt mark þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 27-28, en lengra komust íslensku leikmennirnir ekki. Lokatölur urðu 29-27, Tékkum í vil. Það sem skildi á milli liðanna í Laugardalshöllinni í dag var fyrst og fremst markvarslan en Martin Galia í marki Tékka varði alls 26 skot, þar af mörg þeirra úr algjörum dauðafærum, á meðan íslensku markverðirnir vörðu samanlagt 12 skot. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í íslenska liðinu, flestir léku langt undir getu og er ljóst að liðið getur spilað mun betur - ekki síst í vörninni sem var hriplek í dag. "Ég er mjög óánægður með þennan leik. Varnarleikurinn var hörmulegur í fyrri hálfleik en skánaði í síðari hálfleik. Sóknin er mikið áhyggjuefni og við gerum varla mark utan af velli. Það gerir sóknarleikinn mun erfiðari og það er ljóst að eitthvað þarf að breytast," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari eftir leikinn í viðtali við RÚV. "Tékkarnir voru einfaldlega betri en við í dag," bætti hann við. "Við höfum ekki þessar langskyttur í hópnum eins og staðan er í dag. Við höfum misst Garcia og Einar Hólmgeirsson og Ólafur er ekki með öxlina í lagi. Og þetta þýðir að við höfum ekki menn til að skjóta fyrir utan. Við þurfum því að finna aðrar leiðir til að skora mörkin," sagði Alfreð jafnframt. "Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu - á öllum sviðum. Vörnin og sóknin var ekki góð og strákarnir þurfa að koma miklu grimmari í þetta á morgun. Við þurfum að fara yfir mörg atriði fyrir leikinn á morgun," sagði Guðmundur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, einnig í samtali við RÚV. "Það vantar miklu meiri neista og baráttu í liðið, sérstaklega í vörninni. Við áttum ekki góðan dag," bætti Guðmundur við. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslenska liðsins með 7 mörk en Snorri Guðjónsson og Logi Geirsson skoruðu fjögur. Hjá Tékklandi var Filip Jicha markahæstur með átta mörk en David Juricek skoraði sjö. Í markinu varði Galia 21 skot, eins og áður sagði. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun. Ísland hafði yfir í hálfleik, 16-15, en skelfilegur leikkafli í stöðunni 20-20 varð til þess að tékkneska liðið náði undirtökunum. Á stuttum tíma náðu Tékkarnir fjögurra marka forystu, 21-25, þar sem hvorki gekk né rak hjá íslenska liðinu. Þetta forskot hélst allt þar til fimm mínútur voru eftir þegar íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 25-27. Munurinn fór síðan niður í eitt mark þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 27-28, en lengra komust íslensku leikmennirnir ekki. Lokatölur urðu 29-27, Tékkum í vil. Það sem skildi á milli liðanna í Laugardalshöllinni í dag var fyrst og fremst markvarslan en Martin Galia í marki Tékka varði alls 26 skot, þar af mörg þeirra úr algjörum dauðafærum, á meðan íslensku markverðirnir vörðu samanlagt 12 skot. Enginn einn leikmaður skaraði fram úr í íslenska liðinu, flestir léku langt undir getu og er ljóst að liðið getur spilað mun betur - ekki síst í vörninni sem var hriplek í dag. "Ég er mjög óánægður með þennan leik. Varnarleikurinn var hörmulegur í fyrri hálfleik en skánaði í síðari hálfleik. Sóknin er mikið áhyggjuefni og við gerum varla mark utan af velli. Það gerir sóknarleikinn mun erfiðari og það er ljóst að eitthvað þarf að breytast," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari eftir leikinn í viðtali við RÚV. "Tékkarnir voru einfaldlega betri en við í dag," bætti hann við. "Við höfum ekki þessar langskyttur í hópnum eins og staðan er í dag. Við höfum misst Garcia og Einar Hólmgeirsson og Ólafur er ekki með öxlina í lagi. Og þetta þýðir að við höfum ekki menn til að skjóta fyrir utan. Við þurfum því að finna aðrar leiðir til að skora mörkin," sagði Alfreð jafnframt. "Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu - á öllum sviðum. Vörnin og sóknin var ekki góð og strákarnir þurfa að koma miklu grimmari í þetta á morgun. Við þurfum að fara yfir mörg atriði fyrir leikinn á morgun," sagði Guðmundur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, einnig í samtali við RÚV. "Það vantar miklu meiri neista og baráttu í liðið, sérstaklega í vörninni. Við áttum ekki góðan dag," bætti Guðmundur við. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslenska liðsins með 7 mörk en Snorri Guðjónsson og Logi Geirsson skoruðu fjögur. Hjá Tékklandi var Filip Jicha markahæstur með átta mörk en David Juricek skoraði sjö. Í markinu varði Galia 21 skot, eins og áður sagði.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira