Í "neðanjarðarbyrgi" um áramótin 1. janúar 2007 18:16 Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar.Landsmenn fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt og sprengdu flugelda sem aldrei fyrr. Yfir tuttugu prósent aukning var á sölu flugelda hjá Landsbjörgu. Himininn var sums staðar upptendraður í marga klukkutíma og hlaust óvenjumikil svifryksmengun af enda óvenju stillt veður. Á mælum Heilbrigðisstofu í höfuðborginni sprengdi mengunin skalann. Heilsuverndarmörk liggja við 50 míkrógrömm á rúmmetar á sólarhring, en á tímabili í gærkvöldi og fram undir morgun fór mælirinn langt yfir 500. Á slysadeild var mikill erill og segir Hörður Ólafsson deildarlæknir á slysadeild að ofbeldi og líkamsárásir hafi verið áberandi og mikið um ölvun. Hins vegar var minna um flugeldaslys en oft áður.Fjórir leituðu til slysadeildar vegna áverka af völdum flugelda, allir með mismikil meiðsl á höndum. Einn þeirra var alvarlega slasaður á hendi og þurfti að kalla út skurðlækni til að gera að sárum hans. Tveir ungir menn liggja á barnadeild með brunasár í andliti og einn fékk flugelda í auga og gekkst undir aðgerð í dag, hann mun halda sjón.Þrátt fyrir að blessuð börnin kætist yfirleitt yfir ljósadýrð flugeldanna er hópur fólks sem ekki er sáttur við hávaðann. Guðrún Gísladóttir og Bergur Bjarnason búa í Kirkjulundi í Garðabæ. Hávaðinn af völdum flugelda var þeim óbærilegur og Guðrún fékk engar upplýsingar hjá Neyðarlínunni um hversu lengi lætin gætu staðið yfir. Hún bjóst við að þurfa á sjúkrabíl að halda til að flytja þau burtu.Guðrún segir að glumið hafi í gluggum og hvergi hafi verið frið að fá. Það var þá sem hjónin ákváðu að koma sér fyrir á stólum í baðherberginu, eina gluggalausa herberginu í íbúðinni sem varð að einhvers konar neðanjarðarbirgi um nokkurra klukkustunda skeið.Guðrún segist hafa verið hrædd og að mengunin hafi verið svo mikil að hún hafi varla getað dregið andann. Hún hafi aldrei upplifað annað eins, ekki nema í sjónvarpi þar sem háð er alvöru stríð.Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að það væri breyting á því hvernig íslendingar fögnuðu áramótunum, nú væri gamlárskvöld meiri fjölskylduhátíð en áður. Fréttir Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar.Landsmenn fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt og sprengdu flugelda sem aldrei fyrr. Yfir tuttugu prósent aukning var á sölu flugelda hjá Landsbjörgu. Himininn var sums staðar upptendraður í marga klukkutíma og hlaust óvenjumikil svifryksmengun af enda óvenju stillt veður. Á mælum Heilbrigðisstofu í höfuðborginni sprengdi mengunin skalann. Heilsuverndarmörk liggja við 50 míkrógrömm á rúmmetar á sólarhring, en á tímabili í gærkvöldi og fram undir morgun fór mælirinn langt yfir 500. Á slysadeild var mikill erill og segir Hörður Ólafsson deildarlæknir á slysadeild að ofbeldi og líkamsárásir hafi verið áberandi og mikið um ölvun. Hins vegar var minna um flugeldaslys en oft áður.Fjórir leituðu til slysadeildar vegna áverka af völdum flugelda, allir með mismikil meiðsl á höndum. Einn þeirra var alvarlega slasaður á hendi og þurfti að kalla út skurðlækni til að gera að sárum hans. Tveir ungir menn liggja á barnadeild með brunasár í andliti og einn fékk flugelda í auga og gekkst undir aðgerð í dag, hann mun halda sjón.Þrátt fyrir að blessuð börnin kætist yfirleitt yfir ljósadýrð flugeldanna er hópur fólks sem ekki er sáttur við hávaðann. Guðrún Gísladóttir og Bergur Bjarnason búa í Kirkjulundi í Garðabæ. Hávaðinn af völdum flugelda var þeim óbærilegur og Guðrún fékk engar upplýsingar hjá Neyðarlínunni um hversu lengi lætin gætu staðið yfir. Hún bjóst við að þurfa á sjúkrabíl að halda til að flytja þau burtu.Guðrún segir að glumið hafi í gluggum og hvergi hafi verið frið að fá. Það var þá sem hjónin ákváðu að koma sér fyrir á stólum í baðherberginu, eina gluggalausa herberginu í íbúðinni sem varð að einhvers konar neðanjarðarbirgi um nokkurra klukkustunda skeið.Guðrún segist hafa verið hrædd og að mengunin hafi verið svo mikil að hún hafi varla getað dregið andann. Hún hafi aldrei upplifað annað eins, ekki nema í sjónvarpi þar sem háð er alvöru stríð.Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að það væri breyting á því hvernig íslendingar fögnuðu áramótunum, nú væri gamlárskvöld meiri fjölskylduhátíð en áður.
Fréttir Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira