Erró gefur listaverk fyrir fimm milljónir Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 7. desember 2007 06:30 Þetta grafíkþrykkta verk verður gefið með fimmtíu fyrstu bókunum um Erró en það er bæði tölusett og áritað af listamanninum. Þeir fimmtíu fyrstu sem kaupa nýja bók um listamanninn Erró fá óvæntan glaðning. Þeir fá nefnilega grafíkþrykkt verk eftir listamanninn sem eru bæði árituð og tölusett en herlegheitin fara fram í bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum á laugardaginn um leið og búðin er opnuð. Umrædd bók heitir Erró í tímaröð – líf hans og list og er eftir Daniellu Kvaran. Sigurður Pálsson þýddi bókina sem í vikunni hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. „Erró er mjög ánægður með bókina en ákaflega leiður yfir því að geta ekki komist til að árita fyrir jólin. En hann ætlar að koma eftir jól,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka í Máli og menningu, sem tók á móti listaverkunum og var ákaflega hissa en glöð yfir gjafmildi listamannsins. Bryndís segist ekki óttast að þarna eigi eftir að myndast örtröð og telur að bókabúðirnar séu vel mannaðar nú þegar jólaösin nálgast óðum hámarkið. Og það eru eflaust ansi margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar og gætu vel þegið að slá tvær flugur í einu höggi. Áætlað er að verðmæti listaverksins sé í kringum hundrað þúsund krónur. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þeir fimmtíu fyrstu sem kaupa nýja bók um listamanninn Erró fá óvæntan glaðning. Þeir fá nefnilega grafíkþrykkt verk eftir listamanninn sem eru bæði árituð og tölusett en herlegheitin fara fram í bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum á laugardaginn um leið og búðin er opnuð. Umrædd bók heitir Erró í tímaröð – líf hans og list og er eftir Daniellu Kvaran. Sigurður Pálsson þýddi bókina sem í vikunni hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. „Erró er mjög ánægður með bókina en ákaflega leiður yfir því að geta ekki komist til að árita fyrir jólin. En hann ætlar að koma eftir jól,“ segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka í Máli og menningu, sem tók á móti listaverkunum og var ákaflega hissa en glöð yfir gjafmildi listamannsins. Bryndís segist ekki óttast að þarna eigi eftir að myndast örtröð og telur að bókabúðirnar séu vel mannaðar nú þegar jólaösin nálgast óðum hámarkið. Og það eru eflaust ansi margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar og gætu vel þegið að slá tvær flugur í einu höggi. Áætlað er að verðmæti listaverksins sé í kringum hundrað þúsund krónur.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira