List mæld í metrum 27. nóvember 2007 06:00 Korpúlfsstaðir hýsa blómlegt listastarf. Á Korpúlfsstöðum er rekin sjónlistamiðstöð á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna, Samtaka hönnuða og Reykjavíkurborgar. Í sjónlistamiðstöðinni eru nú vinnustofur hátt í fjörutíu starfandi myndlistarmanna og hönnuða. Í byggingunni er einnig rekið útibú frá Myndlistarskólanum í Reykjavík þar sem börn og unglingar hafa sótt námskeið. Félagsstarf aldraðra í Grafarvogi fer fram á Korpúlfsstöðum að ógleymdum golfurunum sem þeytast um velli hlýrri mánuði ársins. Því má með sanni segja að þetta gamla kúabú hafi öðlast nýtt og menningarlegt hlutverk á undanförnum árum. Senn dregur til tíðinda á Korpúlfsstöðum þar sem borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, opnar næstkomandi laugardag í stóra sýningarsal byggingarinnar samsýningu ríflega helmings þeirra listamanna sem á Korpúlfsstöðum starfa. Titill sýningarinnar er Meter þar sem verkin, sem unnin eru í margvíslega miðla, eiga það öll sameiginlegt að vera unnin út frá mælieiningunni metra. Því mælast verkin öll einn metri á alla kanta, hvort sem þau eru í tvívídd eða þrívídd. Sýningin stendur aðeins yfir um næstkomandi helgi og verður opin frá 13 til 17 laugardag og sunnudag. Vinnustofur þeirra listamanna og hönnuða sem starfa á Korpúlfsstöðum verða einnig opnar almenningi á laugardag og kennir þar ýmissa grasa. Á Korpúlfsstöðum er unnið að listsköpun út frá ólíkum forsendum og má því sjá málverk, teikningar, grafík, grafíska hönnun, leirlist, textíl, hreyfimyndagerð, landslagsarkitektúr, leikmyndahönnun, glerlist og höggmyndir á vinnustofunum. Það er því til mikils að vinna fyrir áhugafólk um listir enda hér á ferð tækifæri til þess að fylgjast með vinnuferli listafólks. Sjónlistirnar fá þó ekki einar að njóta sín því ritlistin lætur líka til sín taka. Rithöfundar munu lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum og hægt verður að kaupa sér kaffiveitingar í portinu í suðurhluta hússins. - vþ Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á Korpúlfsstöðum er rekin sjónlistamiðstöð á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna, Samtaka hönnuða og Reykjavíkurborgar. Í sjónlistamiðstöðinni eru nú vinnustofur hátt í fjörutíu starfandi myndlistarmanna og hönnuða. Í byggingunni er einnig rekið útibú frá Myndlistarskólanum í Reykjavík þar sem börn og unglingar hafa sótt námskeið. Félagsstarf aldraðra í Grafarvogi fer fram á Korpúlfsstöðum að ógleymdum golfurunum sem þeytast um velli hlýrri mánuði ársins. Því má með sanni segja að þetta gamla kúabú hafi öðlast nýtt og menningarlegt hlutverk á undanförnum árum. Senn dregur til tíðinda á Korpúlfsstöðum þar sem borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, opnar næstkomandi laugardag í stóra sýningarsal byggingarinnar samsýningu ríflega helmings þeirra listamanna sem á Korpúlfsstöðum starfa. Titill sýningarinnar er Meter þar sem verkin, sem unnin eru í margvíslega miðla, eiga það öll sameiginlegt að vera unnin út frá mælieiningunni metra. Því mælast verkin öll einn metri á alla kanta, hvort sem þau eru í tvívídd eða þrívídd. Sýningin stendur aðeins yfir um næstkomandi helgi og verður opin frá 13 til 17 laugardag og sunnudag. Vinnustofur þeirra listamanna og hönnuða sem starfa á Korpúlfsstöðum verða einnig opnar almenningi á laugardag og kennir þar ýmissa grasa. Á Korpúlfsstöðum er unnið að listsköpun út frá ólíkum forsendum og má því sjá málverk, teikningar, grafík, grafíska hönnun, leirlist, textíl, hreyfimyndagerð, landslagsarkitektúr, leikmyndahönnun, glerlist og höggmyndir á vinnustofunum. Það er því til mikils að vinna fyrir áhugafólk um listir enda hér á ferð tækifæri til þess að fylgjast með vinnuferli listafólks. Sjónlistirnar fá þó ekki einar að njóta sín því ritlistin lætur líka til sín taka. Rithöfundar munu lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum og hægt verður að kaupa sér kaffiveitingar í portinu í suðurhluta hússins. - vþ
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira