Leitar suðræns sjarmörs 4. október 2007 07:00 Benedikt Erlingsson vill gera jafn vel eða betur en þegar móðir hans leikstýrði Sólarferð árið 1975. Vísir/Heiða Leikstjórinn Benedikt Erlingsson leitar nú logandi ljósi að suðrænu sjarmatrölli til að taka þátt í uppsetningu hans á Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Ekki spillir fyrir ef sjarmatröllið líkist Baltasar Kormáki. „Ég er að leita að leikara í hlutverk Manuelo, sem er mjög mikilvægt í Sólarferð. Verkið er íslenskt harðkjarnadrama sem gerist á spænskri sólarströnd, og Manuelo er stóra freistingin, snákurinn í Eden," útskýrði Benedikt, sem hefur ákveðnar hugmyndir um hvað leikarinn eigi að hafa til brunns að bera. „Ég er að leita að nýjum Baltasar Kormáki," sagði Benedikt alvarlegur. „Baltasar hefur reyndar boðið sig fram sjálfur. Við erum svona að hugleiða umsóknina, en hann á ágætis séns ef hann mætir í áheyrnarprufur," sagði Benedikt og hló við. „En svona að öllu gríni slepptu vil ég fá sem flesta í prufur. Þeir sem vilja gera eitthvað skemmtilegt og prófa að vinna í leikhúsi eru boðnir hjartanlega velkomnir, að því tilskildu að þeir séu af réttum kynþætti," áréttaði hann. „Við viljum nýbúa á stóra svið Þjóðleikhússins, tími þeirra er runninn upp," bætti hann við.Benedikt þykir Baltasar Kormákur hafa ýmislegt til brunns að bera sem suðræna sjarmatröllið Manuelo.Sjarmatröllið þarf að heilla Ólafíu Hrönn Jónsdóttur upp úr skónum, en hún og Ingvar E. Sigurðsson fara með aðalhlutverkin í Sólarferð. Sigurður Pálsson skáld lék Manuelo í uppsetningu móður Benedikts, Brynju Benediktsdóttur, á verkinu árið 1975. Þá laðaði sýningin að sér þrjátíu þúsund leikhúsgesti og Benedikt vill gera jafn vel eða betur í þetta skiptið. „Móðir mín var leikstjóri hér í þrjátíu ár. Það er undir hennar væng sem ég hætti mér inn í þetta hús og ætla að reyna að feta í fótspor hennar," sagði Benedikt. „Kristján Jóhannsson hélt tónleika fyrir móður sína á Akureyri, og þetta eru mínir tónleikar fyrir mömmu," bætti hann við en ítrekaði að hann stæði þó alls ekki einn að sýningunni. „Við erum fleiri sem höldum hér tónleika," sagði hann. Áheyrnarprufur fyrir hlutverk Manuelo fara fram í æfingahúsnæði Þjóðleikhússins við Lindargötu 3 klukkan 17 í dag. Skráning fer fram hjá Dóru Hafsteinsdóttur í síma 585 1214, eða á dora@leikhusid.is. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Leikstjórinn Benedikt Erlingsson leitar nú logandi ljósi að suðrænu sjarmatrölli til að taka þátt í uppsetningu hans á Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Ekki spillir fyrir ef sjarmatröllið líkist Baltasar Kormáki. „Ég er að leita að leikara í hlutverk Manuelo, sem er mjög mikilvægt í Sólarferð. Verkið er íslenskt harðkjarnadrama sem gerist á spænskri sólarströnd, og Manuelo er stóra freistingin, snákurinn í Eden," útskýrði Benedikt, sem hefur ákveðnar hugmyndir um hvað leikarinn eigi að hafa til brunns að bera. „Ég er að leita að nýjum Baltasar Kormáki," sagði Benedikt alvarlegur. „Baltasar hefur reyndar boðið sig fram sjálfur. Við erum svona að hugleiða umsóknina, en hann á ágætis séns ef hann mætir í áheyrnarprufur," sagði Benedikt og hló við. „En svona að öllu gríni slepptu vil ég fá sem flesta í prufur. Þeir sem vilja gera eitthvað skemmtilegt og prófa að vinna í leikhúsi eru boðnir hjartanlega velkomnir, að því tilskildu að þeir séu af réttum kynþætti," áréttaði hann. „Við viljum nýbúa á stóra svið Þjóðleikhússins, tími þeirra er runninn upp," bætti hann við.Benedikt þykir Baltasar Kormákur hafa ýmislegt til brunns að bera sem suðræna sjarmatröllið Manuelo.Sjarmatröllið þarf að heilla Ólafíu Hrönn Jónsdóttur upp úr skónum, en hún og Ingvar E. Sigurðsson fara með aðalhlutverkin í Sólarferð. Sigurður Pálsson skáld lék Manuelo í uppsetningu móður Benedikts, Brynju Benediktsdóttur, á verkinu árið 1975. Þá laðaði sýningin að sér þrjátíu þúsund leikhúsgesti og Benedikt vill gera jafn vel eða betur í þetta skiptið. „Móðir mín var leikstjóri hér í þrjátíu ár. Það er undir hennar væng sem ég hætti mér inn í þetta hús og ætla að reyna að feta í fótspor hennar," sagði Benedikt. „Kristján Jóhannsson hélt tónleika fyrir móður sína á Akureyri, og þetta eru mínir tónleikar fyrir mömmu," bætti hann við en ítrekaði að hann stæði þó alls ekki einn að sýningunni. „Við erum fleiri sem höldum hér tónleika," sagði hann. Áheyrnarprufur fyrir hlutverk Manuelo fara fram í æfingahúsnæði Þjóðleikhússins við Lindargötu 3 klukkan 17 í dag. Skráning fer fram hjá Dóru Hafsteinsdóttur í síma 585 1214, eða á dora@leikhusid.is.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira