Málverkið í tísku 1. september 2007 12:00 Málverk eftir einn hinna ungu. Ragnar Jónasson, í Nýló Nýlistasafnið, höfuðvígi tilrauna í íslenskri myndlist, opnar í dag faðm sinn fyrir málverkinu, hinu aldagamla formi myndrænnar tjáningar. Málverkið er viðfangsefni átta ungra listamanna frá Íslandi, Finnlandi, Sviss og Bandaríkjunum sem allir eiga það sameiginlegt að vinna dægurmenningu samtímans í þetta forna form. Það eru hinir ungu gullpenslar Íslands, Ragnar Jónasson, sýningarstjóri þessarar sýningar, Davíð Örn og Guðmundur Thoroddsen sem stefna saman þessum alþjóðlega hóp ungra listamanna. Í kynningu safnsins er tekið svo til orða: „Maður heldur að haustið sé komið en gleymdu því! Vorið springur út í málverkum í Nýlistasafninu, sjónin verður gráðug í litadýrð. Þessi sýning fangar skilningarvitin eins og angar kolkrabbans. Margir armar hans fanga ólíkar stefnur og strauma í málverkinu, blekið lekur og skilur eftir skynörvandi bletti á bol listarinnar.“ Ekki er langt síðan helsti safnari Vesturlanda, auglýsingakóngurinn Saatchi, lýsti því yfir að málverkið væri aftur orðið helsti vettvangur nútímans í myndlist. Nú er að sjá hvað þessi alþjóðlegi hópur er að gera á lérefti. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nýlistasafnið, höfuðvígi tilrauna í íslenskri myndlist, opnar í dag faðm sinn fyrir málverkinu, hinu aldagamla formi myndrænnar tjáningar. Málverkið er viðfangsefni átta ungra listamanna frá Íslandi, Finnlandi, Sviss og Bandaríkjunum sem allir eiga það sameiginlegt að vinna dægurmenningu samtímans í þetta forna form. Það eru hinir ungu gullpenslar Íslands, Ragnar Jónasson, sýningarstjóri þessarar sýningar, Davíð Örn og Guðmundur Thoroddsen sem stefna saman þessum alþjóðlega hóp ungra listamanna. Í kynningu safnsins er tekið svo til orða: „Maður heldur að haustið sé komið en gleymdu því! Vorið springur út í málverkum í Nýlistasafninu, sjónin verður gráðug í litadýrð. Þessi sýning fangar skilningarvitin eins og angar kolkrabbans. Margir armar hans fanga ólíkar stefnur og strauma í málverkinu, blekið lekur og skilur eftir skynörvandi bletti á bol listarinnar.“ Ekki er langt síðan helsti safnari Vesturlanda, auglýsingakóngurinn Saatchi, lýsti því yfir að málverkið væri aftur orðið helsti vettvangur nútímans í myndlist. Nú er að sjá hvað þessi alþjóðlegi hópur er að gera á lérefti.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira