Strengir 18. júlí 2007 08:00 Einmitt þegar hver réttlát sál hugsar vart um annað en þorskkvóta og kolefnisjöfnun get ég varla vikið Glitni úr huga mér. Daglega og oft á dag verður mér hugsað til þeirrar ágætu stofnunar. Ekki þó sökum ískyggilegs lánakostnaðar eða vaxtastefnu, heldur vegna ímyndar hreysti og þolgæðis sem bankinn hefur komið sér upp með stuðningi við Reykjavíkurmaraþonið. Sífellt fleiri sófakartöflur sjást nú á óttaslegnum hlaupum um götur borgarinnar því Stóridagur nálgast óðfluga og ekki lengur er hægt að humma æfingarnar fram af sér. Sumir fullorðnir minnast æsku þegar þeir gátu hlaupið þindarlaust dagana langa og blésu ekki úr nös. Núorðið eru þannig gaselluhlaup aðeins í draumum mínum, bitur raunveruleikinn er annar. Mitt harðneskjulega æfingatímabil hófst sem kunnugt er á síðustu menningarnótt þegar ég sór þess dýran eið í votta viðurvist að hlaupa tíu kílómetra að ári. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hef ég lært eitt og annað um sjálfa mig, en einkum að mér finnst alveg rosalega erfitt að hlaupa. Mun þægilegra er að ganga eða jafnvel keyra bara. Þannig myndi ég vissulega ferðast einvörðungu ef ekki væri fyrir árans eiðinn. Hans vegna hef ég auk þess komist að því hvernig er að fá raunverulegar harðsperrur. Eftir óvenjulega langdreginn hlaupatúr sem entist svo lengi vegna þrjósku mannsins míns í hlutverki sérlegs kvalara, birtust svo magnaðar harðsperrur að ég hélt ég væri komin með brjósklos. Í þrjá daga hökti ég um heimilið og dró á eftir mér þann fótinn sem geymdi mögulegt brjósklosið, eða jafnlengi og ég komst upp með það. Gestir héldu að ég væri að gera grín að fötluðum með göngulaginu og hvorki heitir bakstrar né fagmannlegar jógateygjur gerðu nokkurt gagn. Um síðir var kvalara minn farið að gruna uppgerð, mundaði keyrið og benti orðalaust á íþróttaskóna í fatahenginu. Eftir svona tvo kílómetra var brjósklosið því miður horfið í skuggann af allskyns öðrum hlaupastingjum sem ég vissi ekki áður að fólk þyrfti að læra að harka af sér til að geta hlaupið þessa skitnu bæjarlengd. Ef til væri kvörtunardeild í kaupfélagi tilverunnar myndi ég örugglega nefna það með mörgu öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Einmitt þegar hver réttlát sál hugsar vart um annað en þorskkvóta og kolefnisjöfnun get ég varla vikið Glitni úr huga mér. Daglega og oft á dag verður mér hugsað til þeirrar ágætu stofnunar. Ekki þó sökum ískyggilegs lánakostnaðar eða vaxtastefnu, heldur vegna ímyndar hreysti og þolgæðis sem bankinn hefur komið sér upp með stuðningi við Reykjavíkurmaraþonið. Sífellt fleiri sófakartöflur sjást nú á óttaslegnum hlaupum um götur borgarinnar því Stóridagur nálgast óðfluga og ekki lengur er hægt að humma æfingarnar fram af sér. Sumir fullorðnir minnast æsku þegar þeir gátu hlaupið þindarlaust dagana langa og blésu ekki úr nös. Núorðið eru þannig gaselluhlaup aðeins í draumum mínum, bitur raunveruleikinn er annar. Mitt harðneskjulega æfingatímabil hófst sem kunnugt er á síðustu menningarnótt þegar ég sór þess dýran eið í votta viðurvist að hlaupa tíu kílómetra að ári. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hef ég lært eitt og annað um sjálfa mig, en einkum að mér finnst alveg rosalega erfitt að hlaupa. Mun þægilegra er að ganga eða jafnvel keyra bara. Þannig myndi ég vissulega ferðast einvörðungu ef ekki væri fyrir árans eiðinn. Hans vegna hef ég auk þess komist að því hvernig er að fá raunverulegar harðsperrur. Eftir óvenjulega langdreginn hlaupatúr sem entist svo lengi vegna þrjósku mannsins míns í hlutverki sérlegs kvalara, birtust svo magnaðar harðsperrur að ég hélt ég væri komin með brjósklos. Í þrjá daga hökti ég um heimilið og dró á eftir mér þann fótinn sem geymdi mögulegt brjósklosið, eða jafnlengi og ég komst upp með það. Gestir héldu að ég væri að gera grín að fötluðum með göngulaginu og hvorki heitir bakstrar né fagmannlegar jógateygjur gerðu nokkurt gagn. Um síðir var kvalara minn farið að gruna uppgerð, mundaði keyrið og benti orðalaust á íþróttaskóna í fatahenginu. Eftir svona tvo kílómetra var brjósklosið því miður horfið í skuggann af allskyns öðrum hlaupastingjum sem ég vissi ekki áður að fólk þyrfti að læra að harka af sér til að geta hlaupið þessa skitnu bæjarlengd. Ef til væri kvörtunardeild í kaupfélagi tilverunnar myndi ég örugglega nefna það með mörgu öðru.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun