Lokahelgi Davíðs 6. júlí 2007 02:45 Davíð Örn Halldórsson Það er komið að sýningarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar í Safninu á Laugavegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Á þessum tíma hefur Davíð Örn Verk Davíðs Arnar eru gjarnan byggð á atburðum úr daglega lífinu; persónuleg úrvinnsla á umhverfisskynjun Davíðs, sem hann útfærir gjarnan í formi myndmáls sem á sér grunn í og vísar til teiknimynda, veggjalistar(graffiti), pop-listar og til vestrænnar listasögu. Bakgrunnur Davíðs úr námi í grafík við Listaháskólann leynir sér ekki í verkum hans; það er sá efnislegi grunnur sem listamaðurinn byggir á. Í Safni sýnir Davíð Örn málverk, sem máluð eru með blandaðri tækni á fundnar tréplötur. Davíð Örn málar einnig á veggi Safns og notar á þá litað límband, sem hluta af veggverkum. Goddur segir um verk hans: „Hann myndbirtir úthverfakúltúrinn. Hann kemur úr úthverfi, er Breiðholtsgötustrákur. Samt er eins og maður gangi inní expressjóníska mið-evrópska landslagshefð, allt frá secessjónistum til Hundertwassers. Hann málar á fundna hluti, borð, hurðir, palla, mottur, dúka o.þ.h. Hann notar túss, sprey og stensla, það flæðir út á veggina og myndar einskonar abstrakt landslag hugvíkkandi sýrunnar. Tónlistin er nálæg. Maður sér í ecstasíuna, danskúltúrinn og reifið.“ Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það er komið að sýningarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar í Safninu á Laugavegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Á þessum tíma hefur Davíð Örn Verk Davíðs Arnar eru gjarnan byggð á atburðum úr daglega lífinu; persónuleg úrvinnsla á umhverfisskynjun Davíðs, sem hann útfærir gjarnan í formi myndmáls sem á sér grunn í og vísar til teiknimynda, veggjalistar(graffiti), pop-listar og til vestrænnar listasögu. Bakgrunnur Davíðs úr námi í grafík við Listaháskólann leynir sér ekki í verkum hans; það er sá efnislegi grunnur sem listamaðurinn byggir á. Í Safni sýnir Davíð Örn málverk, sem máluð eru með blandaðri tækni á fundnar tréplötur. Davíð Örn málar einnig á veggi Safns og notar á þá litað límband, sem hluta af veggverkum. Goddur segir um verk hans: „Hann myndbirtir úthverfakúltúrinn. Hann kemur úr úthverfi, er Breiðholtsgötustrákur. Samt er eins og maður gangi inní expressjóníska mið-evrópska landslagshefð, allt frá secessjónistum til Hundertwassers. Hann málar á fundna hluti, borð, hurðir, palla, mottur, dúka o.þ.h. Hann notar túss, sprey og stensla, það flæðir út á veggina og myndar einskonar abstrakt landslag hugvíkkandi sýrunnar. Tónlistin er nálæg. Maður sér í ecstasíuna, danskúltúrinn og reifið.“
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira