Ljósmyndarar á ferð 28. júní 2007 09:00 Páll Stefánsson ljósmyndari Í kvöld fer Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í göngutúr á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hyggst hann leiða menn á vit myndefna í Kvosinni. Guðmundur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og hafði lengi aðsetur með stofu sína milli Hverfisgötu og Laugavegar en er nú kominn út á Granda. Hann var einn af forvígismönnum Torfusamtakanna á sinni tíð og hefur um langt árabil tekið myndir í Reykjavík miðri og víðar. Lagt verður af stað frá Grófarhúsinu og stendur gangan frá 20 til 21. Annar yngri ljósmyndari og víðförull, Páll Stefánsson opnar á laugardag í nýja ljósmyndagalleríinu hans Ara Sigvaldasonar, Fótógrafí, sýningu á myndum sínum frá Afríku. Hann kallar hana Heitt. Páll er að vinna bók um Afríku, bók sem gefur jákvæða mynd af þessari heimsálfu þar sem knattspyrnan er í fókus. Sýningin er afrakstur ferðar Páls og Halldórs Lárussonar um Kamerún í maí 2007. Bókin kemur út haustið 2009. Sýningin stendur til 4. ágúst. Opið er alla daga í Fótógrafí neðst á Skólavörðustíg frá 12 til 18. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í kvöld fer Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í göngutúr á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hyggst hann leiða menn á vit myndefna í Kvosinni. Guðmundur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og hafði lengi aðsetur með stofu sína milli Hverfisgötu og Laugavegar en er nú kominn út á Granda. Hann var einn af forvígismönnum Torfusamtakanna á sinni tíð og hefur um langt árabil tekið myndir í Reykjavík miðri og víðar. Lagt verður af stað frá Grófarhúsinu og stendur gangan frá 20 til 21. Annar yngri ljósmyndari og víðförull, Páll Stefánsson opnar á laugardag í nýja ljósmyndagalleríinu hans Ara Sigvaldasonar, Fótógrafí, sýningu á myndum sínum frá Afríku. Hann kallar hana Heitt. Páll er að vinna bók um Afríku, bók sem gefur jákvæða mynd af þessari heimsálfu þar sem knattspyrnan er í fókus. Sýningin er afrakstur ferðar Páls og Halldórs Lárussonar um Kamerún í maí 2007. Bókin kemur út haustið 2009. Sýningin stendur til 4. ágúst. Opið er alla daga í Fótógrafí neðst á Skólavörðustíg frá 12 til 18.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira