Rithöfundasambandið skoðar Gosa 26. júní 2007 02:30 Segir að engir samningar hafi verið gerðir. Fréttablaðið/Hari Rithöfundasamband Íslands skoðar nú hvort samningsbrot hafi átt sér stað við þá ákvörðun Borgarleikhússins um að semja nýja leikgerð við söngleik um Gosa sem sýndur verður á fjölum leikhússins í vetur. Þjóðleikhúsið sýndi Gosa árið 1981 og snýst ágreiningurinn um hvort samkomulag hefði nást við aðstandendur þeirrar sýningar um að nota þeirra leikgerð við uppfærslu Borgarleikhússins í haust. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Selma Björnsdóttir leikstýra nýju uppfærslunni í leikgerð Karls Ágústs Úlfssonar en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson mun sjá um tónlist. Brynja Benediktsdóttir leikstýrði verkinu árið 1981 eftir leikgerð Þórarins Eldjárns en þá var það Sigurður Rúnar Jónsson sem samdi tónlist. Brynja vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið en Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins, staðfestir að málið sé komið á hennar borð. Hún segir málið vera í skoðun hjá lögfræðingum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst deilan um hvort gildur samingur hafi verið gerður á milli Borgarleikhússins og aðstandaenda sýningarinnar árið 1981 um að styðjast við þeirra leikgerð. Vilja þau meina að munnlegt samkomulag um slíkt hafi verið gert. "Það er rétt að við fólumst eftir því að nota þeirra leikgerð en það var alveg skýrt frá byrjun að við myndum vilja breyta henni," segir Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Hann hafnar því að samkomulag hafi verið gert. "Eftir að hafa skoðað margar leikgerðir sáum við að það yrði miklu einfaldara að gera þetta sjálf. Þess vegna ákváðum við að fara þá leið." Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rithöfundasamband Íslands skoðar nú hvort samningsbrot hafi átt sér stað við þá ákvörðun Borgarleikhússins um að semja nýja leikgerð við söngleik um Gosa sem sýndur verður á fjölum leikhússins í vetur. Þjóðleikhúsið sýndi Gosa árið 1981 og snýst ágreiningurinn um hvort samkomulag hefði nást við aðstandendur þeirrar sýningar um að nota þeirra leikgerð við uppfærslu Borgarleikhússins í haust. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Selma Björnsdóttir leikstýra nýju uppfærslunni í leikgerð Karls Ágústs Úlfssonar en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson mun sjá um tónlist. Brynja Benediktsdóttir leikstýrði verkinu árið 1981 eftir leikgerð Þórarins Eldjárns en þá var það Sigurður Rúnar Jónsson sem samdi tónlist. Brynja vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið en Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins, staðfestir að málið sé komið á hennar borð. Hún segir málið vera í skoðun hjá lögfræðingum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst deilan um hvort gildur samingur hafi verið gerður á milli Borgarleikhússins og aðstandaenda sýningarinnar árið 1981 um að styðjast við þeirra leikgerð. Vilja þau meina að munnlegt samkomulag um slíkt hafi verið gert. "Það er rétt að við fólumst eftir því að nota þeirra leikgerð en það var alveg skýrt frá byrjun að við myndum vilja breyta henni," segir Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Hann hafnar því að samkomulag hafi verið gert. "Eftir að hafa skoðað margar leikgerðir sáum við að það yrði miklu einfaldara að gera þetta sjálf. Þess vegna ákváðum við að fara þá leið."
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira