Farið langt fram úr mínum björtustu vonum 25. júní 2007 00:01 Garðar Gunnlaugsson Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. „Árangurinn hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef skorað 21 mark í 24 leikjum síðan ég kom til liðsins síðasta sumar," sagði Garðar við Fréttablaðið. „Það er svo auðvitað draumur allra sóknarmanna að ná að skora meira en eitt mark að meðaltali í leik." Norrköping er nú með níu stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar en vegna fjölgunar í úrvalsdeildinni á næsta ári komast þrjú lið upp úr 1. deildinni í haust. Norrköping er sem stendur með fjórtán stiga forskot á liðið í fjórða sæti og stendur því afar vel. „Norrköping er gamalt stórveldi í sænskri knattspyrnu og kominn tími á að liðið fari upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Það er gaman að fá að vera hluti af því." Hann sér alls ekki eftir því nú að hafa gengið til liðs við félagið. „Ég hef bætt mig heilmikið sem knattspyrnumaður og er boltinn í þessari deild sterkari en heima. Hér eru betri einstaklingar og hraðinn er meiri. Við spiluðum við Fylkismenn í æfingaleik í vor sem töluðu einmitt mikið um hvað hraðinn væri mikill." Garðar virðist því hafa veðjað á réttan hest þegar hann fór til Norrköping. „Þetta er svipað því þegar ég fór í Val. Það var liðið í 1. deildinni og þá valdi ég rétt. Það er vonandi að þetta haldi áfram á þessari braut." Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Norrköping, rétt eins og Stefán Þór, og mun væntanlega ákvarða framhaldið með forráðamönnum félagsins að tímabilinu loknu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sjá meira
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. „Árangurinn hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef skorað 21 mark í 24 leikjum síðan ég kom til liðsins síðasta sumar," sagði Garðar við Fréttablaðið. „Það er svo auðvitað draumur allra sóknarmanna að ná að skora meira en eitt mark að meðaltali í leik." Norrköping er nú með níu stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar en vegna fjölgunar í úrvalsdeildinni á næsta ári komast þrjú lið upp úr 1. deildinni í haust. Norrköping er sem stendur með fjórtán stiga forskot á liðið í fjórða sæti og stendur því afar vel. „Norrköping er gamalt stórveldi í sænskri knattspyrnu og kominn tími á að liðið fari upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Það er gaman að fá að vera hluti af því." Hann sér alls ekki eftir því nú að hafa gengið til liðs við félagið. „Ég hef bætt mig heilmikið sem knattspyrnumaður og er boltinn í þessari deild sterkari en heima. Hér eru betri einstaklingar og hraðinn er meiri. Við spiluðum við Fylkismenn í æfingaleik í vor sem töluðu einmitt mikið um hvað hraðinn væri mikill." Garðar virðist því hafa veðjað á réttan hest þegar hann fór til Norrköping. „Þetta er svipað því þegar ég fór í Val. Það var liðið í 1. deildinni og þá valdi ég rétt. Það er vonandi að þetta haldi áfram á þessari braut." Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Norrköping, rétt eins og Stefán Þór, og mun væntanlega ákvarða framhaldið með forráðamönnum félagsins að tímabilinu loknu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sjá meira