Hver er tina Brown? 22. júní 2007 03:00 Tina Brown fæddist í Maidenhead á Englandi 1953. Hún fékk snemma áhuga á skrifum og vann meðal annars leikritasamkeppni The Sunday Times árið 1973. Hún þótti ákaflega snjall blaðamaður og varð fræg á Bretlandi þegar hún fór að umgangast menn á borð við Dudley Moore og Auberon Waugh. Hún hætti þó að skrifa leikrit og fór að sinna blaðaskrifum fyrir The Sunday Times en þar kynntist hún núverandi eiginmanni sínum, Sir Harold Evans. Brown stofnaði tímaritið Tadler og vonaðist til að geta sameinað pólitík og afþreyingu í eitt en hafði ekki þolinmæðina sem þurfti og flutti til New York. Þar var hún ráðin í skamman tíma á Vanity Fair en að endingu fór svo að Brown var ráðin ritstjóri blaðsins árið 1984. Átta árum síðar var Brown síðan fengin til að ritstýra The New Yorker. Lengi vel stóð mikill styr um Brown og töldu margir af lesendum blaðsins að hún hefði eyðilagt það. Hún hætti árið 1998 og stofnaði blaðið Talk sem vakti mikla lukku fyrir ferska nálgun á umræðuefnin en útgáfu þess var hætt eftir hryðjuverkaárásirnar í New York 11. september. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tina Brown fæddist í Maidenhead á Englandi 1953. Hún fékk snemma áhuga á skrifum og vann meðal annars leikritasamkeppni The Sunday Times árið 1973. Hún þótti ákaflega snjall blaðamaður og varð fræg á Bretlandi þegar hún fór að umgangast menn á borð við Dudley Moore og Auberon Waugh. Hún hætti þó að skrifa leikrit og fór að sinna blaðaskrifum fyrir The Sunday Times en þar kynntist hún núverandi eiginmanni sínum, Sir Harold Evans. Brown stofnaði tímaritið Tadler og vonaðist til að geta sameinað pólitík og afþreyingu í eitt en hafði ekki þolinmæðina sem þurfti og flutti til New York. Þar var hún ráðin í skamman tíma á Vanity Fair en að endingu fór svo að Brown var ráðin ritstjóri blaðsins árið 1984. Átta árum síðar var Brown síðan fengin til að ritstýra The New Yorker. Lengi vel stóð mikill styr um Brown og töldu margir af lesendum blaðsins að hún hefði eyðilagt það. Hún hætti árið 1998 og stofnaði blaðið Talk sem vakti mikla lukku fyrir ferska nálgun á umræðuefnin en útgáfu þess var hætt eftir hryðjuverkaárásirnar í New York 11. september.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira