Er ekki með svo stórt nef 13. júní 2007 02:00 Víðir Guðmundsson hefur verið að gera það gott hjá Borgarleikhúsinu síðan hann útskrifaðist úr Leiklistarskólanum fyrir ári síðan.MYND/Víkurfréttir Ungur og tiltölulega óþekktur leikari, Víðir Guðmundsson, hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk Gosa í samnefndum barnasöngleik sem sýndur verður á fjölum Borgarleikhússins í haust. „Við vorum með eitt barnaleikrit á síðasta árinu mínu í Leiklistarskólanum en annars hef ég ekki tekið þátt í barnasýningum. Þetta verður því nokkuð ný reynsla fyrir mig en það gerir þetta bara enn meira spennandi og krefjandi,“ segir hinn 29 ára gamli Víðir, sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum fyrir ári síðan. Síðan þá hefur hann verið á samningi hjá Borgarleikhúsinu og meðal annars leikið titilhlutverkið í Amadeus auk þess sem hann fer með stórt hlutverk í uppfærslunni á Gretti. Víðir kveðst þekkja söguna um Gosa mjög vel eftir að hafa verið á sérstöku námskeiði um spýtukallinn knáa í skólanum. „Þessi saga er alveg frábær og miklu stærri og dýpri en fólk þekkir. Boðskapurinn er mikill og ég hugsa að allir eigi eitthvað sameiginlegt með Gosa,“ segir Víðir og viðurkennir fúslega að hann hafi sagt hvíta lygi á ævi sinni – meira að segja oftar en einu sinni. „En samt er ég ekki með svo stórt nef,“ bætir hann við. Eðlilega er um stórt tækifæri að ræða fyrir Víði en á meðal þeirra sem orðaðir höfðu verið við hlutverkið voru leikarar á borð við Björgvin Franz Gíslason, Guðjón Davíð Karlsson og fleiri. „Þetta er stórt verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Börn eru alltaf erfiðustu áhorfendurnir og ef þeim finnst leiðinlegt vilja þau bara fara heim. Ég vona allavega að ég nái að halda þeim í stólunum,“ segir Víðir.- vig Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Ungur og tiltölulega óþekktur leikari, Víðir Guðmundsson, hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk Gosa í samnefndum barnasöngleik sem sýndur verður á fjölum Borgarleikhússins í haust. „Við vorum með eitt barnaleikrit á síðasta árinu mínu í Leiklistarskólanum en annars hef ég ekki tekið þátt í barnasýningum. Þetta verður því nokkuð ný reynsla fyrir mig en það gerir þetta bara enn meira spennandi og krefjandi,“ segir hinn 29 ára gamli Víðir, sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum fyrir ári síðan. Síðan þá hefur hann verið á samningi hjá Borgarleikhúsinu og meðal annars leikið titilhlutverkið í Amadeus auk þess sem hann fer með stórt hlutverk í uppfærslunni á Gretti. Víðir kveðst þekkja söguna um Gosa mjög vel eftir að hafa verið á sérstöku námskeiði um spýtukallinn knáa í skólanum. „Þessi saga er alveg frábær og miklu stærri og dýpri en fólk þekkir. Boðskapurinn er mikill og ég hugsa að allir eigi eitthvað sameiginlegt með Gosa,“ segir Víðir og viðurkennir fúslega að hann hafi sagt hvíta lygi á ævi sinni – meira að segja oftar en einu sinni. „En samt er ég ekki með svo stórt nef,“ bætir hann við. Eðlilega er um stórt tækifæri að ræða fyrir Víði en á meðal þeirra sem orðaðir höfðu verið við hlutverkið voru leikarar á borð við Björgvin Franz Gíslason, Guðjón Davíð Karlsson og fleiri. „Þetta er stórt verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Börn eru alltaf erfiðustu áhorfendurnir og ef þeim finnst leiðinlegt vilja þau bara fara heim. Ég vona allavega að ég nái að halda þeim í stólunum,“ segir Víðir.- vig
Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira