Tekur Partílandið fram yfir Harry Potter 21. apríl 2007 06:30 Björn Thors, Jón Atli Jónasson, Erlingur Gíslason, Friðgeir Einarsson, Laufey Elíasdóttir og Jón Páll Eyjólfsson. MYND/Vilhelm „Ég er núna að fara að spila með landsliðinu en auðvitað vilja allir spila með Draumaliðinu,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun í vikunni. Fréttablaðið greindi frá því að hann væri einn þeirra sem þyki koma til greina í hlutverk í sjöttu kvikmyndinni um Harry Potter. Þau áform rákust hins vegar á við leikstjórn Jóns Páls á Partílandinu, leikverki Jóns Atla Jónassonar sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu sem lokapunktur Listahátíðar. „Þessar fréttir af Harry Potter-dæminu ýttu við mér og komu mér í svolítið uppnám. Ég kýs að ræða það ekkert frekar en eins og staðan er núna er ég að fara að leikstýra Partílandinu,“ segir Jón Páll. „Ég gat bara ekki haldið þessari sýningu í gíslingu og varð að taka ákvörðun. Hitt dæmið er eðli málsins samkvæmt mjög ótryggt.“ Fyrsti samlestur á Partílandinu fór fram í Þjóðleikhúsinu í gær. Í helstu hlutverkum eru Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Björn Thors og Laufey Elíasdóttir auk höfundarins Jóns Atla og leikstjórans Jóns Páls. „Já, ég er í veigamiklu hlutverki. Leikhópurinn og allir sem koma að þessu eru alveg frábærir – þetta er sannarlega landsliðið í íslensku leikhúsi,“ segir Jón Páll. Auk áðurnefndra leikara munu nokkrir þjóðþekktir einstaklingar koma fram í sýningunni sem þeir sjálfir. Jón Páll fæst ekki til að upplýsa hverjir það er, segir það ekki tímabært. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er núna að fara að spila með landsliðinu en auðvitað vilja allir spila með Draumaliðinu,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun í vikunni. Fréttablaðið greindi frá því að hann væri einn þeirra sem þyki koma til greina í hlutverk í sjöttu kvikmyndinni um Harry Potter. Þau áform rákust hins vegar á við leikstjórn Jóns Páls á Partílandinu, leikverki Jóns Atla Jónassonar sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu sem lokapunktur Listahátíðar. „Þessar fréttir af Harry Potter-dæminu ýttu við mér og komu mér í svolítið uppnám. Ég kýs að ræða það ekkert frekar en eins og staðan er núna er ég að fara að leikstýra Partílandinu,“ segir Jón Páll. „Ég gat bara ekki haldið þessari sýningu í gíslingu og varð að taka ákvörðun. Hitt dæmið er eðli málsins samkvæmt mjög ótryggt.“ Fyrsti samlestur á Partílandinu fór fram í Þjóðleikhúsinu í gær. Í helstu hlutverkum eru Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Björn Thors og Laufey Elíasdóttir auk höfundarins Jóns Atla og leikstjórans Jóns Páls. „Já, ég er í veigamiklu hlutverki. Leikhópurinn og allir sem koma að þessu eru alveg frábærir – þetta er sannarlega landsliðið í íslensku leikhúsi,“ segir Jón Páll. Auk áðurnefndra leikara munu nokkrir þjóðþekktir einstaklingar koma fram í sýningunni sem þeir sjálfir. Jón Páll fæst ekki til að upplýsa hverjir það er, segir það ekki tímabært.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira