Prófaður í hlutverk í næstu Harry Potter-mynd 17. apríl 2007 07:00 Íslenskur Voldemort? Leikarinn Jón Páll Eyjólfsson þykir koma til greina í hlutverk í sjöttu myndinni um Harry Potter. Hann var boðaður í prufur í gegnum félaga sinn frá námsárunum í London. MYND/Vilhelm "Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi en er vissulega spennandi og magnað ef af verður," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann fór í prufur fyrir næstu Harry Potter-mynd. Um er að ræða Harry Potter og Blendingsprinsinn " sjöttu kvikmyndina um ævintýri galdramannsins unga sem kemur fyrir sjónir almennings á næsta ári. Jón Páll segir að hann megi ekkert tjá sig um hlutverkið sem hann var prófaður í né myndina sjálfa. Honum gekk þó það vel í prufunum að hann var boðaður í næstu umferð. Það ætti að skýrast í maí hvort Jón Páll leiki í næstu Harry Potter-mynd. "Ég er búinn að fara og hitta aðilana sem standa að þessari mynd og lesa úr handritinu. Á þessu stigi fær maður bara að sjá búta úr handritinu og það hvílir mikil leynd yfir þessu öllu saman," segir hann. Þó ekkert fáist staðfest þess efnis telja Harry Potter-aðdáendur sem Fréttablaðið ræddi við ekki ósennilegt að umrætt hlutverk sé sjálfur Voldemort á yngri árum.Harry POtter Galdrastrákurinn og vinir hans gætu þurft að etja kappi við Íslending á næstunni.Jón Páll lærði á sínum tíma í East 15 úti í London. Á námsárunum kynntist hann Steven Kloves sem er handritshöfundur kvikmyndarinnar. Þeir hafa síðan verið í lauslegu sambandi og það var Kloves sem stakk upp á Jóni Páli fyrir myndina. Næsta verkefni Jóns Páls átti að vera að leikstýra Partílandi, leikverki Jóns Atla Jónassonar, sem verður lokaatriðið á Listahátíð í Reykjavík hinn 26. maí. Möguleikinn á hlutverki í Harry Potter setur þó strik í reikninginn enda er Jón Páll boðaður út til London þegar æfingar ættu að standa sem hæst. "Já, þetta stefnir í voða og það getur verið að sýningin þurfi að frestast eða ég verði að gefa hana frá mér," segir Jón Páll. "Það er alla vega klárt að ef ég fæ þetta hlutverk er framundan gríðarlegur undirbúningur fyrir myndina, mikil handritavinna og önnur vinna með leikurunum." Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
"Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi en er vissulega spennandi og magnað ef af verður," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann fór í prufur fyrir næstu Harry Potter-mynd. Um er að ræða Harry Potter og Blendingsprinsinn " sjöttu kvikmyndina um ævintýri galdramannsins unga sem kemur fyrir sjónir almennings á næsta ári. Jón Páll segir að hann megi ekkert tjá sig um hlutverkið sem hann var prófaður í né myndina sjálfa. Honum gekk þó það vel í prufunum að hann var boðaður í næstu umferð. Það ætti að skýrast í maí hvort Jón Páll leiki í næstu Harry Potter-mynd. "Ég er búinn að fara og hitta aðilana sem standa að þessari mynd og lesa úr handritinu. Á þessu stigi fær maður bara að sjá búta úr handritinu og það hvílir mikil leynd yfir þessu öllu saman," segir hann. Þó ekkert fáist staðfest þess efnis telja Harry Potter-aðdáendur sem Fréttablaðið ræddi við ekki ósennilegt að umrætt hlutverk sé sjálfur Voldemort á yngri árum.Harry POtter Galdrastrákurinn og vinir hans gætu þurft að etja kappi við Íslending á næstunni.Jón Páll lærði á sínum tíma í East 15 úti í London. Á námsárunum kynntist hann Steven Kloves sem er handritshöfundur kvikmyndarinnar. Þeir hafa síðan verið í lauslegu sambandi og það var Kloves sem stakk upp á Jóni Páli fyrir myndina. Næsta verkefni Jóns Páls átti að vera að leikstýra Partílandi, leikverki Jóns Atla Jónassonar, sem verður lokaatriðið á Listahátíð í Reykjavík hinn 26. maí. Möguleikinn á hlutverki í Harry Potter setur þó strik í reikninginn enda er Jón Páll boðaður út til London þegar æfingar ættu að standa sem hæst. "Já, þetta stefnir í voða og það getur verið að sýningin þurfi að frestast eða ég verði að gefa hana frá mér," segir Jón Páll. "Það er alla vega klárt að ef ég fæ þetta hlutverk er framundan gríðarlegur undirbúningur fyrir myndina, mikil handritavinna og önnur vinna með leikurunum."
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein