Maður er fermdur 23. mars 2007 00:01 Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að fermingarvertíðin nálgast. Þó ekki væri nema vegna uppþotsins út af stúlkunni sem var vænd um að stilla sér upp eins og klámstjarna á forsíðu fermingarbæklings Smáralindar - bæklings sem reyndar var frekar hallærislegur í auglýsingum sínum á brúnkuspreyi fyrir fermingarbörnin, en enginn tók eftir því af því að allir voru svo uppteknir við að sverja það af sér að hafa séð nokkuð kynferðislegt við forsíðumyndina. Mér leiðast fermingarveislur, enda eru þær oftast á sunnudögum og ég þjáð af hinni lögbundnu þynnku. Ég reyni ævinlega að finna mér friðsælt horn, til dæmis inni í svefnherbergi þar sem yfirhafnirnar eru geymdar, og fel mig þar með brauðtertu og rjómakökur og einhverja bók úr stofuhillunum þar til ég er dregin öfug út að veislu lokinni. ,,Þú hefðir nú getað heilsað henni frænku þinni." Ég fermdist borgaralega á sínum tíma. Það þýddi að ég þurfti ekki að vera í kyrtli. Ég klæddist kjól sem ég áttaði mig ekki á fyrr en tveimur árum seinna að hefði verið allt of stuttur fyrir tiltölulega siðprúða fermingarstúlku. Ég fattaði það ekki einu sinni þegar ég var klipin þéttingsfast í rassinn af áttræðum frænda vinkonu minnar í kransakökuröðinni. Ótrúlegur handstyrkur hjá ekki heilsuhraustari manni, þegar út í það er farið. Þegar fólk frétti að ég ætlaði að fermast borgaralega fékk ég yfirleitt ekki hamingjuóskir heldur spurninguna: ,,Ertu ekki bara að þessu út af pökkunum?" Auðvitað var ég að þessu út af pökkunum, það voru allir að þessu út af pökkunum. En við sem vorum fermd borgaralega vorum spurð að því meðan þeir sem fermdust í kirkju (og sáu fyrir sér hlaðið gjafaborðið meðan þeir jöpluðu á oblátunni) fengu eintómar hamingjuóskir með að vera komin í kristinna manna tölu. Aldrei fengu þau spurninguna: "Ertu ekki bara að þessu út af pökkunum?" Það hefði þótt dónalegt og ókristilegt. Að níðast á samvisku okkar ókristnu fjórtán ára siðleysingjanna var hins vegar í fínu lagi. En ég fékk fullt af pökkum. Og góðan mat. Og viðurkenningarskjal. Og ég vildi alls ekki missa af þeirri dásamlegu reynslu sem allir þekkja, að hefja hvert partí á að hlaupa inn í stofu og snúa fermingarmyndinni við áður en gestirnir koma. Kristín Svava Tómasdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að fermingarvertíðin nálgast. Þó ekki væri nema vegna uppþotsins út af stúlkunni sem var vænd um að stilla sér upp eins og klámstjarna á forsíðu fermingarbæklings Smáralindar - bæklings sem reyndar var frekar hallærislegur í auglýsingum sínum á brúnkuspreyi fyrir fermingarbörnin, en enginn tók eftir því af því að allir voru svo uppteknir við að sverja það af sér að hafa séð nokkuð kynferðislegt við forsíðumyndina. Mér leiðast fermingarveislur, enda eru þær oftast á sunnudögum og ég þjáð af hinni lögbundnu þynnku. Ég reyni ævinlega að finna mér friðsælt horn, til dæmis inni í svefnherbergi þar sem yfirhafnirnar eru geymdar, og fel mig þar með brauðtertu og rjómakökur og einhverja bók úr stofuhillunum þar til ég er dregin öfug út að veislu lokinni. ,,Þú hefðir nú getað heilsað henni frænku þinni." Ég fermdist borgaralega á sínum tíma. Það þýddi að ég þurfti ekki að vera í kyrtli. Ég klæddist kjól sem ég áttaði mig ekki á fyrr en tveimur árum seinna að hefði verið allt of stuttur fyrir tiltölulega siðprúða fermingarstúlku. Ég fattaði það ekki einu sinni þegar ég var klipin þéttingsfast í rassinn af áttræðum frænda vinkonu minnar í kransakökuröðinni. Ótrúlegur handstyrkur hjá ekki heilsuhraustari manni, þegar út í það er farið. Þegar fólk frétti að ég ætlaði að fermast borgaralega fékk ég yfirleitt ekki hamingjuóskir heldur spurninguna: ,,Ertu ekki bara að þessu út af pökkunum?" Auðvitað var ég að þessu út af pökkunum, það voru allir að þessu út af pökkunum. En við sem vorum fermd borgaralega vorum spurð að því meðan þeir sem fermdust í kirkju (og sáu fyrir sér hlaðið gjafaborðið meðan þeir jöpluðu á oblátunni) fengu eintómar hamingjuóskir með að vera komin í kristinna manna tölu. Aldrei fengu þau spurninguna: "Ertu ekki bara að þessu út af pökkunum?" Það hefði þótt dónalegt og ókristilegt. Að níðast á samvisku okkar ókristnu fjórtán ára siðleysingjanna var hins vegar í fínu lagi. En ég fékk fullt af pökkum. Og góðan mat. Og viðurkenningarskjal. Og ég vildi alls ekki missa af þeirri dásamlegu reynslu sem allir þekkja, að hefja hvert partí á að hlaupa inn í stofu og snúa fermingarmyndinni við áður en gestirnir koma. Kristín Svava Tómasdóttir
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun