Heiðarleiki og drengskapur að leiðarljósi 22. mars 2007 05:00 Atli Freyr Fjölnisson vígðist inn í ásatrú um síðustu helgi. „Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“ Að sögn Atla byrjaði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á að helga svæðið þar sem vígslan fór fram, vegna þess að ásatrúarmenn eiga ekki enn sem komið er samkomuhús hérlendis. „Síðan fór hann með helgiorð og rétti mér baug, járnhring, sem var notaður til að helga svæðið. Ég fór þá með vísu úr Hávamálum og var þar með orðinn siðfastur í ásatrúnni. Athöfnin sjálf tók ekki nema korter.“ Atli var vígður einn en segir einnig tíðkast að nokkur börn séu vígð saman. „Krakkarnir eru þó yfirleitt færri en í fermingum. Þeir geta þess vegna haft meiri áhrif á athafnirnar, sem verða því oft persónulegri en fermingar. Í báðum tilvikum er þó um manndómsvígslu að ræða og í ásatrúnni eru þau heit strengd að hafa heiðarleika og drengskap að leiðarljósi. Ég hef reynt að fara eftir því síðan ég kynntist ásatrúnni tólf, þrettán ára gamall í gegnum pabba minn og mun gera það áfram ásamt því að blóta nokkrum sinnum á ári.“ Atli segist aldrei hafa óttast að verða fyrir stríðni af hálfu jafnaldra sinna vegna þeirrar ákvörðunar að vígjast inn í ásatrú. „Alls ekki. Hver verður að fylgja sinni trú. Ég á hvort sem er bæði vini og vandamenn sem eru fermdir eða ásatrúar.“ Í því samhengi má geta þess að móðir Atla er kristin, föðuramman búddisti og faðirinn ásatrúar eins og fyrr sagði. Óhætt er því segja að fjölbreyttur hópur hafi verið samankominn til að fagna með Atla á vígsludeginum. „Þarna mætti fólk með alls kyns trúarskoðanir, alveg eins og í fermingum,“ útskýrir Atli. „Í hvorugu tilviki er fólkið samankomið vegna trúarinnar heldur til að samgleðjast þeim sem því þykir vænt um. Um það snýst málið.“ Fermingar Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
„Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“ Að sögn Atla byrjaði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á að helga svæðið þar sem vígslan fór fram, vegna þess að ásatrúarmenn eiga ekki enn sem komið er samkomuhús hérlendis. „Síðan fór hann með helgiorð og rétti mér baug, járnhring, sem var notaður til að helga svæðið. Ég fór þá með vísu úr Hávamálum og var þar með orðinn siðfastur í ásatrúnni. Athöfnin sjálf tók ekki nema korter.“ Atli var vígður einn en segir einnig tíðkast að nokkur börn séu vígð saman. „Krakkarnir eru þó yfirleitt færri en í fermingum. Þeir geta þess vegna haft meiri áhrif á athafnirnar, sem verða því oft persónulegri en fermingar. Í báðum tilvikum er þó um manndómsvígslu að ræða og í ásatrúnni eru þau heit strengd að hafa heiðarleika og drengskap að leiðarljósi. Ég hef reynt að fara eftir því síðan ég kynntist ásatrúnni tólf, þrettán ára gamall í gegnum pabba minn og mun gera það áfram ásamt því að blóta nokkrum sinnum á ári.“ Atli segist aldrei hafa óttast að verða fyrir stríðni af hálfu jafnaldra sinna vegna þeirrar ákvörðunar að vígjast inn í ásatrú. „Alls ekki. Hver verður að fylgja sinni trú. Ég á hvort sem er bæði vini og vandamenn sem eru fermdir eða ásatrúar.“ Í því samhengi má geta þess að móðir Atla er kristin, föðuramman búddisti og faðirinn ásatrúar eins og fyrr sagði. Óhætt er því segja að fjölbreyttur hópur hafi verið samankominn til að fagna með Atla á vígsludeginum. „Þarna mætti fólk með alls kyns trúarskoðanir, alveg eins og í fermingum,“ útskýrir Atli. „Í hvorugu tilviki er fólkið samankomið vegna trúarinnar heldur til að samgleðjast þeim sem því þykir vænt um. Um það snýst málið.“
Fermingar Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira