Heiðarleiki og drengskapur að leiðarljósi 22. mars 2007 05:00 Atli Freyr Fjölnisson vígðist inn í ásatrú um síðustu helgi. „Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“ Að sögn Atla byrjaði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á að helga svæðið þar sem vígslan fór fram, vegna þess að ásatrúarmenn eiga ekki enn sem komið er samkomuhús hérlendis. „Síðan fór hann með helgiorð og rétti mér baug, járnhring, sem var notaður til að helga svæðið. Ég fór þá með vísu úr Hávamálum og var þar með orðinn siðfastur í ásatrúnni. Athöfnin sjálf tók ekki nema korter.“ Atli var vígður einn en segir einnig tíðkast að nokkur börn séu vígð saman. „Krakkarnir eru þó yfirleitt færri en í fermingum. Þeir geta þess vegna haft meiri áhrif á athafnirnar, sem verða því oft persónulegri en fermingar. Í báðum tilvikum er þó um manndómsvígslu að ræða og í ásatrúnni eru þau heit strengd að hafa heiðarleika og drengskap að leiðarljósi. Ég hef reynt að fara eftir því síðan ég kynntist ásatrúnni tólf, þrettán ára gamall í gegnum pabba minn og mun gera það áfram ásamt því að blóta nokkrum sinnum á ári.“ Atli segist aldrei hafa óttast að verða fyrir stríðni af hálfu jafnaldra sinna vegna þeirrar ákvörðunar að vígjast inn í ásatrú. „Alls ekki. Hver verður að fylgja sinni trú. Ég á hvort sem er bæði vini og vandamenn sem eru fermdir eða ásatrúar.“ Í því samhengi má geta þess að móðir Atla er kristin, föðuramman búddisti og faðirinn ásatrúar eins og fyrr sagði. Óhætt er því segja að fjölbreyttur hópur hafi verið samankominn til að fagna með Atla á vígsludeginum. „Þarna mætti fólk með alls kyns trúarskoðanir, alveg eins og í fermingum,“ útskýrir Atli. „Í hvorugu tilviki er fólkið samankomið vegna trúarinnar heldur til að samgleðjast þeim sem því þykir vænt um. Um það snýst málið.“ Fermingar Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“ Að sögn Atla byrjaði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á að helga svæðið þar sem vígslan fór fram, vegna þess að ásatrúarmenn eiga ekki enn sem komið er samkomuhús hérlendis. „Síðan fór hann með helgiorð og rétti mér baug, járnhring, sem var notaður til að helga svæðið. Ég fór þá með vísu úr Hávamálum og var þar með orðinn siðfastur í ásatrúnni. Athöfnin sjálf tók ekki nema korter.“ Atli var vígður einn en segir einnig tíðkast að nokkur börn séu vígð saman. „Krakkarnir eru þó yfirleitt færri en í fermingum. Þeir geta þess vegna haft meiri áhrif á athafnirnar, sem verða því oft persónulegri en fermingar. Í báðum tilvikum er þó um manndómsvígslu að ræða og í ásatrúnni eru þau heit strengd að hafa heiðarleika og drengskap að leiðarljósi. Ég hef reynt að fara eftir því síðan ég kynntist ásatrúnni tólf, þrettán ára gamall í gegnum pabba minn og mun gera það áfram ásamt því að blóta nokkrum sinnum á ári.“ Atli segist aldrei hafa óttast að verða fyrir stríðni af hálfu jafnaldra sinna vegna þeirrar ákvörðunar að vígjast inn í ásatrú. „Alls ekki. Hver verður að fylgja sinni trú. Ég á hvort sem er bæði vini og vandamenn sem eru fermdir eða ásatrúar.“ Í því samhengi má geta þess að móðir Atla er kristin, föðuramman búddisti og faðirinn ásatrúar eins og fyrr sagði. Óhætt er því segja að fjölbreyttur hópur hafi verið samankominn til að fagna með Atla á vígsludeginum. „Þarna mætti fólk með alls kyns trúarskoðanir, alveg eins og í fermingum,“ útskýrir Atli. „Í hvorugu tilviki er fólkið samankomið vegna trúarinnar heldur til að samgleðjast þeim sem því þykir vænt um. Um það snýst málið.“
Fermingar Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira