Píkusögur í öllum fjórðungum 15. mars 2007 08:00 Ólöf Arnalds V-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í sjötta skipti hér á landi 15.-18. mars. Að þessu sinni verður dagskrá í tilefni dagsins í hverjum landsfjórðungi en á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Selfossi munu athafnakonur á hverjum stað taka þátt í flutningi á leikriti Eve Ensler, Píkusögum. Bæjarstjórar, forsetar bæjarstjórnar og prestur verða meðal þátttakenda ásamt þjóðþekktum leikkonum í dagskránni en aukinheldur munu tónlistarkonurnar Lay Low, Ragnhildur Gísladóttir og Ólöf Arnalds koma fram á V-deginum og deila með sér uppákomunum fjórum. Í kvöld verður dagskrá í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem bæjarstjórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir kemur fram ásamt leikkonunum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur og Sunnu Borg og sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, sóknarpresti á Möðruvöllum. Á Egilsstöðum á föstudag stígur Ilmur Kristjánsdóttir á svið ásamt stöllu sinni Mörtu Nordal en þeim til fulltingis verður Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Sigrún Björk Jakobsdóttir Soffía Vagnsdóttir og Birna Lárusdóttir, forsetar bæjarstjórnar Bolungarvíkur og Ísafjarðar, láta ekki sitt eftir liggja og flytja Píkusögur í Félagsheimilinu á Hnífsdal ásamt leikkonunum Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur á laugardagskvöld. Dagskránni lýkur svo á Hótel Selfossi á sunnudagskvöld þar sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir koma fram ásamt Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, og Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur stjórnmálafræðinema. V-dagurinn er haldinn af samnefndum samtökum víðs vegar í heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 1998 en markmið þeirra er að binda endi á ofbeldi gegn konum. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
V-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í sjötta skipti hér á landi 15.-18. mars. Að þessu sinni verður dagskrá í tilefni dagsins í hverjum landsfjórðungi en á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Selfossi munu athafnakonur á hverjum stað taka þátt í flutningi á leikriti Eve Ensler, Píkusögum. Bæjarstjórar, forsetar bæjarstjórnar og prestur verða meðal þátttakenda ásamt þjóðþekktum leikkonum í dagskránni en aukinheldur munu tónlistarkonurnar Lay Low, Ragnhildur Gísladóttir og Ólöf Arnalds koma fram á V-deginum og deila með sér uppákomunum fjórum. Í kvöld verður dagskrá í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem bæjarstjórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir kemur fram ásamt leikkonunum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur og Sunnu Borg og sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, sóknarpresti á Möðruvöllum. Á Egilsstöðum á föstudag stígur Ilmur Kristjánsdóttir á svið ásamt stöllu sinni Mörtu Nordal en þeim til fulltingis verður Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Sigrún Björk Jakobsdóttir Soffía Vagnsdóttir og Birna Lárusdóttir, forsetar bæjarstjórnar Bolungarvíkur og Ísafjarðar, láta ekki sitt eftir liggja og flytja Píkusögur í Félagsheimilinu á Hnífsdal ásamt leikkonunum Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur á laugardagskvöld. Dagskránni lýkur svo á Hótel Selfossi á sunnudagskvöld þar sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir koma fram ásamt Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, og Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur stjórnmálafræðinema. V-dagurinn er haldinn af samnefndum samtökum víðs vegar í heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 1998 en markmið þeirra er að binda endi á ofbeldi gegn konum.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira