Kanna möguleika miðilsins 13. mars 2007 08:15 Þversagnakenndar sjálfsmyndir Kimiko Yoshida „líkir eftir sjálfri sér“ og ummyndar sjálfa sig með vísan til ólíkra helgisiða. Á sýningunni „Augliti til auglitis“ eru ljósmyndir eftir franska myndlistarmenn en sýningu þeirri er ætlað að varpa ljósi á samtímaljósmyndun og möguleika hennar. Sýningin er liður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? og var opnuð í Listasafni Akureyrar um helgina. Sýningarstjórinn Isabelle de Montfumat hefur unnið náið með listamönnunum sem hún valdi til þátttöku í þessu verkefni. Sýningin hófst í París og ferðast nú um heiminn. „Markmiðið með sýningunni er að sjá hvernig myndlistarmenn geta nýtt sér nýja möguleika í samtímaljósmyndun og hvernig skynjun getur breyst með ólíkum miðlum.“ Hún vísar þar ekki aðeins til framfara í ljósmyndatækni heldur einnig til breyttrar heimsmyndar og þróunar listarinnar. „Mér er ekki svo hugað um „ljósmyndarann“ sjálfan heldur hvað myndlistarfólk getur gert við þennan miðil og hvernig það nýtir sér hann.“ Isabelle útskýrir að nú sé komin fram ný kynslóð af mikilvægum listamönnum í Frakklandi og marga þeirra hafi hún valið til þátttöku á sýninguna. Í hópnum eru auk þess tveir af virtari myndlistarmönnum Frakka; gjörningalistakonan Orlan, sem þekkt er fyrir líkamsgjörninga sína, en hún var til dæmis þátttakandi á sýningunni Flögð og fögur skinn á Listahátíð árið 1998 þar sem listrænar „lýtaaðgerðir“ hennar vöktu mikið umtal, og myndlistarmaðurinn Roman Opalka, sem hefur unnið að sjálfsmyndarverki sínu „Momento Mori“ frá árinu 1965. Isabelle segir að andlitsmyndir og sjálfsmyndir hafi frá upphafi verið lykilþáttur í ljósmyndum en hún lítur á verkin á sýningunni sem „sjálfsmyndir sem teknar eru inn á við“. Myndirnar eru afar fjölbreyttar og listamennirnir nota mjög ólíka tækni og nálganir á miðilinn, ljósmyndin er þannig ekki tæki til skráningar minninga heldur listrænt tæki í heimi sem verður sífellt sjónrænni. Verkin spanna allt frá hreinklassískum verkum til „hreinna myndskratta“ eins og segir í sýningarskrá; „draummyndir, myndir af sjálfsmyndum þjóða, heimspekilegar myndir og félagsfræðilegar, skyndimyndir og uppstilltar. fagurfræði filmubútsins Ljósmyndir Suzanne Lafont véfengja tengslin milli texta og myndar og setja áhorfandann í óvænta stöðu. mynd/Galerie Anne de Villepoix Þar má líka leita nýrra kennda – einkum í því hvernig listamaðurinn fangar lit, fegurð og viðkvæmni andlitsins; birtu, útlínur, hvarfmörk; spennu og tómarúm; það sem er viljandi, það sem er óviðráðanlegt og loks hið alveg uppstillta.“ Samtímaljósmyndun hefur þannig frelsað sig undan forhugmyndum okkar um ljósmyndina, því eins og Isabelle bendir á hafa myndlistarmenn tekið hana í sína þjónustu og gefið henni nýja vídd. Sýningin stendur til 12. maí. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Á sýningunni „Augliti til auglitis“ eru ljósmyndir eftir franska myndlistarmenn en sýningu þeirri er ætlað að varpa ljósi á samtímaljósmyndun og möguleika hennar. Sýningin er liður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? og var opnuð í Listasafni Akureyrar um helgina. Sýningarstjórinn Isabelle de Montfumat hefur unnið náið með listamönnunum sem hún valdi til þátttöku í þessu verkefni. Sýningin hófst í París og ferðast nú um heiminn. „Markmiðið með sýningunni er að sjá hvernig myndlistarmenn geta nýtt sér nýja möguleika í samtímaljósmyndun og hvernig skynjun getur breyst með ólíkum miðlum.“ Hún vísar þar ekki aðeins til framfara í ljósmyndatækni heldur einnig til breyttrar heimsmyndar og þróunar listarinnar. „Mér er ekki svo hugað um „ljósmyndarann“ sjálfan heldur hvað myndlistarfólk getur gert við þennan miðil og hvernig það nýtir sér hann.“ Isabelle útskýrir að nú sé komin fram ný kynslóð af mikilvægum listamönnum í Frakklandi og marga þeirra hafi hún valið til þátttöku á sýninguna. Í hópnum eru auk þess tveir af virtari myndlistarmönnum Frakka; gjörningalistakonan Orlan, sem þekkt er fyrir líkamsgjörninga sína, en hún var til dæmis þátttakandi á sýningunni Flögð og fögur skinn á Listahátíð árið 1998 þar sem listrænar „lýtaaðgerðir“ hennar vöktu mikið umtal, og myndlistarmaðurinn Roman Opalka, sem hefur unnið að sjálfsmyndarverki sínu „Momento Mori“ frá árinu 1965. Isabelle segir að andlitsmyndir og sjálfsmyndir hafi frá upphafi verið lykilþáttur í ljósmyndum en hún lítur á verkin á sýningunni sem „sjálfsmyndir sem teknar eru inn á við“. Myndirnar eru afar fjölbreyttar og listamennirnir nota mjög ólíka tækni og nálganir á miðilinn, ljósmyndin er þannig ekki tæki til skráningar minninga heldur listrænt tæki í heimi sem verður sífellt sjónrænni. Verkin spanna allt frá hreinklassískum verkum til „hreinna myndskratta“ eins og segir í sýningarskrá; „draummyndir, myndir af sjálfsmyndum þjóða, heimspekilegar myndir og félagsfræðilegar, skyndimyndir og uppstilltar. fagurfræði filmubútsins Ljósmyndir Suzanne Lafont véfengja tengslin milli texta og myndar og setja áhorfandann í óvænta stöðu. mynd/Galerie Anne de Villepoix Þar má líka leita nýrra kennda – einkum í því hvernig listamaðurinn fangar lit, fegurð og viðkvæmni andlitsins; birtu, útlínur, hvarfmörk; spennu og tómarúm; það sem er viljandi, það sem er óviðráðanlegt og loks hið alveg uppstillta.“ Samtímaljósmyndun hefur þannig frelsað sig undan forhugmyndum okkar um ljósmyndina, því eins og Isabelle bendir á hafa myndlistarmenn tekið hana í sína þjónustu og gefið henni nýja vídd. Sýningin stendur til 12. maí.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira