Eiríkur flytur til Finnlands 13. mars 2007 09:15 Alfarinn í bili Eiríkur Örn flytur til Helsinki eftir páska, og gengur í það heilaga í ágúst. Ljóðskáldið og Nýhil-liðinn Eiríkur Örn Norðdahl er á leið í víking til Finnlands. Eiríkur, sem hefur verið afar áberandi í bókmenntaheiminum á síðustu misserum og árum, flyst búferlum til Helsinki að páskafríi loknu, en þar býr sænsk unnusta hans. „Ég man nú ekki nákvæmlega hvenær ég ákvað að flytja til Helsinki, en ég lofaði mér því síðasta sumar að ég skyldi fara eitthvert og vera í að minnsta kosti ár. Ég er búinn að vera í þrjú ár á Ísafirði núna og það var kominn tími til að hreyfa sig,“ sagði Eiríkur, sem er þar fyrir utan trúlofaður maður. Unnustuna, sem heitir Nadja, hefur Eiríkur þekkt frá fimmtán ára aldri. „Við höfum verið formlega saman síðan um jólin og ætlum að gifta okkur í ágúst,“ sagði hann. Eiríkur býst þó ekki við að hann yfirgefi fósturjörðina fyrir fullt og allt. „Ég geri ráð fyrir því að ég eigi eftir að búa aftur á Ísafirði, og fara aftur burtu,“ sagði Eiríkur, sem mun ekki sitja aðgerðarlaus í Finnlandi. „Ég er að fara að þýða og skrifa, og verð væntanlega með smá útvarpsþátt um ljóðlist í haust,“ sagði hann. Hann er þá ekki horfinn að sjónarsviðinu? „Nei, nei. Í Finnlandi er ég heldur ekkert mikið lengra frá Íslandi en á Ísafirði.“ Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ljóðskáldið og Nýhil-liðinn Eiríkur Örn Norðdahl er á leið í víking til Finnlands. Eiríkur, sem hefur verið afar áberandi í bókmenntaheiminum á síðustu misserum og árum, flyst búferlum til Helsinki að páskafríi loknu, en þar býr sænsk unnusta hans. „Ég man nú ekki nákvæmlega hvenær ég ákvað að flytja til Helsinki, en ég lofaði mér því síðasta sumar að ég skyldi fara eitthvert og vera í að minnsta kosti ár. Ég er búinn að vera í þrjú ár á Ísafirði núna og það var kominn tími til að hreyfa sig,“ sagði Eiríkur, sem er þar fyrir utan trúlofaður maður. Unnustuna, sem heitir Nadja, hefur Eiríkur þekkt frá fimmtán ára aldri. „Við höfum verið formlega saman síðan um jólin og ætlum að gifta okkur í ágúst,“ sagði hann. Eiríkur býst þó ekki við að hann yfirgefi fósturjörðina fyrir fullt og allt. „Ég geri ráð fyrir því að ég eigi eftir að búa aftur á Ísafirði, og fara aftur burtu,“ sagði Eiríkur, sem mun ekki sitja aðgerðarlaus í Finnlandi. „Ég er að fara að þýða og skrifa, og verð væntanlega með smá útvarpsþátt um ljóðlist í haust,“ sagði hann. Hann er þá ekki horfinn að sjónarsviðinu? „Nei, nei. Í Finnlandi er ég heldur ekkert mikið lengra frá Íslandi en á Ísafirði.“
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira