Æsispennandi uppboð 4. mars 2007 09:00 Guðmundur ræðir við athafnamennina Birgi Þór Bieltvedt og Jón Björnsson forstjóra Magasin du Nord "Ég er sáttur. Svavar er stórlega vanmetinn. Og undirverðlagður," sagði Guðmundur Jónsson galleríeigandi í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á þriðjudag. Hann stóð á götutröppunum fyrir utan uppboðshús Bruun Rasmussen við Brödgade í Kaupmannahöfn. Og var að róa æstar taugar. Ekki vanþörf á. Hann hafði verið á bólakafi í æsispennandi uppboði. Sem gekk afskaplega hratt fyrir sig. Guðmundur hafði boðið af kappi í Svavars-myndir og var á þeirri stundu ekki einu sinni viss um hversu margar myndir honum voru slegnar. Komposition eftir Svavar Guðnason. Dýrasta verkið á uppboðinu hjá Bruun, slegið Guðmundi á 32 þúsund danskar krónur. Vatnslitamynd 48 x 32. "Þetta byrjaði nú allt með því að mig langaði í Jazzinn. En þetta var athyglisvert. Spennandi. Gaman að hafa smá spennu í þessu. Þetta var dýrara en ég átti von á. En ekki miklu dýrara. Þetta er gamalt trix hjá dönunum að hafa matsverðið miklu lægra en eðlilegt er til að vekja áhuga. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera," segir Guðmundur. Guðmundur segist hafa misst af mynd sem hann hafði hug á að eignast sem var númer fjögur á uppboðinu. Segir uppboðið hafa farið fremur rólega af stað með fyrstu myndunum en svo hljóp verðið skyndilega upp og í 18 þúsund danskar með þeirri mynd. Að sögn Guðmundar gengur sú saga fjöllum hærra að hann hafi keypt allar myndirnar á uppboðinu. "Það eru svo margar lyga og tröllasögur í þessum bransa." Myndirnar eru enn úti í Danmörku og Guðmundur segist ekki einu sinni búinn að ákveða hvað verði um þær. Hvort hann selji þær eða eigi sjálfur. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég er sáttur. Svavar er stórlega vanmetinn. Og undirverðlagður," sagði Guðmundur Jónsson galleríeigandi í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á þriðjudag. Hann stóð á götutröppunum fyrir utan uppboðshús Bruun Rasmussen við Brödgade í Kaupmannahöfn. Og var að róa æstar taugar. Ekki vanþörf á. Hann hafði verið á bólakafi í æsispennandi uppboði. Sem gekk afskaplega hratt fyrir sig. Guðmundur hafði boðið af kappi í Svavars-myndir og var á þeirri stundu ekki einu sinni viss um hversu margar myndir honum voru slegnar. Komposition eftir Svavar Guðnason. Dýrasta verkið á uppboðinu hjá Bruun, slegið Guðmundi á 32 þúsund danskar krónur. Vatnslitamynd 48 x 32. "Þetta byrjaði nú allt með því að mig langaði í Jazzinn. En þetta var athyglisvert. Spennandi. Gaman að hafa smá spennu í þessu. Þetta var dýrara en ég átti von á. En ekki miklu dýrara. Þetta er gamalt trix hjá dönunum að hafa matsverðið miklu lægra en eðlilegt er til að vekja áhuga. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera," segir Guðmundur. Guðmundur segist hafa misst af mynd sem hann hafði hug á að eignast sem var númer fjögur á uppboðinu. Segir uppboðið hafa farið fremur rólega af stað með fyrstu myndunum en svo hljóp verðið skyndilega upp og í 18 þúsund danskar með þeirri mynd. Að sögn Guðmundar gengur sú saga fjöllum hærra að hann hafi keypt allar myndirnar á uppboðinu. "Það eru svo margar lyga og tröllasögur í þessum bransa." Myndirnar eru enn úti í Danmörku og Guðmundur segist ekki einu sinni búinn að ákveða hvað verði um þær. Hvort hann selji þær eða eigi sjálfur.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira