Baugur styrkir listafólk 7. febrúar 2007 09:45 Menningarmál Jóhannes Jónsson og Ingibjörg Pálmadóttir stóðu í ströngu við styrkveitingar á mánudag þegar Styrktarsjóður Baugs Group veitti síðari styrki sína fyrir árið 2005 sem auglýst var eftir síðla ársins í fyrra. Næsta úthlutun er í haust. Ásmundur Jónsson tekur við styrk fyrir hönd Sigur Rósar. MYND/Valli Síðla mánudags var úthlutað í þriðja sinn úr Styrktarsjóði Baugs-grúppunnar en sjóðurinn sem stofnað var til sumarið 2005 veitti þá styrki til ýmissa líknar- og velferðarmála auk menningar og listalífs. Það er Jóhannes Jónsson sem er formaður sjóðstjórnar, en með honum sitja þau í stjórninni Ingibjörg Pálmadóttir og Hreinn Loftsson. Athygli vekur að í úthlutun vetrarins, en þær eru tvær á ári, eru aðilar úr listalífinu fyrirferðar-miklir. Hæsta styrkinn hlaut Gunnar Þórðarson tónskáld til að koma sínu verki, Brynjólfsmessunni, á disk, en verkið kom út skömmu fyrir hátíðir. Sagði Gunnar þá í viðtali hér í blaðinu að honum hefði reynst útgáfan fær vegna stuðnings sjóðsins sem nam 2,6 milljónum króna. Baugur styrkir Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, til tveggja ára með tveggja milljóna framlagi. Það styrkir einnig íslenska listahátíð í Manitoba og verkefnið Skáld í skólum en á þess vegum fara rithöfundar í skóla og kynna verk sín og mæta ungum lesendum. Það leggur fé til Kórastefnunnar á Mývatni og styrkir Kára Árnason til útgáfu disks til stuðnings Árna Ibsen sem varð fyrir alvarlegu heilsutjóni fyrir fáum árum. Sigur Rós fær tveggja milljóna króna styrk til að eftirvinna heimildamynd sína um ferðalagið um landið í sumar en hún er nú á lokastigi. Voces Thules er styrkt til að vinna verkið Sturlunga – ég sé eld yfir þér. Ópera Skagafjarðar er nýtt fyrirtæki sem hyggst ráðast í sviðsetningu á óperu Verdi, La Travíata í Skagafirðinum og fær til þess styrk úr sjóðnum. Möguleikhúsið fær styrk til starfsemi sinnar fyrir börn, leikhópurinn Fjalakötturinn hyggst setja Heddu Gabler eftir Ibsen á svið. Myndirnar Roðlaust og beinlaust og Góðir gestir eru styrktar og einnig heimildamynd um heilabilun sem Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítalans vill koma í gang. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er styrkt og lestrarhvetjandi verkefni á Akureyri á vegum Minjasafnsins þar fyrir börn á aldrinum 8 til 9 ára gömul. Elísabet Jökulsdóttir er styrkt til skrifa og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur til útgáfu á tvítyngdri útgáfu á textum eftir Pálma Hannesson. Alls veitti sjóðurinn styrki að upphæð kr. 56,5 milljónir og nutu mörg líknarfélög líka styrkja að þessu sinni. Það skal tekið fram að hluthafar Baugs eru einnig hluthafar í 365 sem gefur út Fréttablaðið. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Síðla mánudags var úthlutað í þriðja sinn úr Styrktarsjóði Baugs-grúppunnar en sjóðurinn sem stofnað var til sumarið 2005 veitti þá styrki til ýmissa líknar- og velferðarmála auk menningar og listalífs. Það er Jóhannes Jónsson sem er formaður sjóðstjórnar, en með honum sitja þau í stjórninni Ingibjörg Pálmadóttir og Hreinn Loftsson. Athygli vekur að í úthlutun vetrarins, en þær eru tvær á ári, eru aðilar úr listalífinu fyrirferðar-miklir. Hæsta styrkinn hlaut Gunnar Þórðarson tónskáld til að koma sínu verki, Brynjólfsmessunni, á disk, en verkið kom út skömmu fyrir hátíðir. Sagði Gunnar þá í viðtali hér í blaðinu að honum hefði reynst útgáfan fær vegna stuðnings sjóðsins sem nam 2,6 milljónum króna. Baugur styrkir Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, til tveggja ára með tveggja milljóna framlagi. Það styrkir einnig íslenska listahátíð í Manitoba og verkefnið Skáld í skólum en á þess vegum fara rithöfundar í skóla og kynna verk sín og mæta ungum lesendum. Það leggur fé til Kórastefnunnar á Mývatni og styrkir Kára Árnason til útgáfu disks til stuðnings Árna Ibsen sem varð fyrir alvarlegu heilsutjóni fyrir fáum árum. Sigur Rós fær tveggja milljóna króna styrk til að eftirvinna heimildamynd sína um ferðalagið um landið í sumar en hún er nú á lokastigi. Voces Thules er styrkt til að vinna verkið Sturlunga – ég sé eld yfir þér. Ópera Skagafjarðar er nýtt fyrirtæki sem hyggst ráðast í sviðsetningu á óperu Verdi, La Travíata í Skagafirðinum og fær til þess styrk úr sjóðnum. Möguleikhúsið fær styrk til starfsemi sinnar fyrir börn, leikhópurinn Fjalakötturinn hyggst setja Heddu Gabler eftir Ibsen á svið. Myndirnar Roðlaust og beinlaust og Góðir gestir eru styrktar og einnig heimildamynd um heilabilun sem Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítalans vill koma í gang. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er styrkt og lestrarhvetjandi verkefni á Akureyri á vegum Minjasafnsins þar fyrir börn á aldrinum 8 til 9 ára gömul. Elísabet Jökulsdóttir er styrkt til skrifa og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur til útgáfu á tvítyngdri útgáfu á textum eftir Pálma Hannesson. Alls veitti sjóðurinn styrki að upphæð kr. 56,5 milljónir og nutu mörg líknarfélög líka styrkja að þessu sinni. Það skal tekið fram að hluthafar Baugs eru einnig hluthafar í 365 sem gefur út Fréttablaðið.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira