Breyttar áherslur Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 30. janúar 2007 06:30 Tónlist Some Loud Thunder Clap Your Hands Say Yeah Clap Your Hands Say Yeah (CYHSY) skaust upp á stjörnuhimin tónlistarheimsins með fraumraun sinni, samnefndri sveitinni, sem kom út árið 2005. Plötuna höfðu þeir félagar algjörlega unnið sjálfir og innihélt litríkar indí-poppsperlur. Á annarri breiðskífu kappanna kveður við svolítið annan tón. Piltarnir fengu Dave nokkurn Friedman til þess að sjá um upptökustjórn en hann hefur áður gert afbragðs hluti með sveitum á borð við Weezer, Mercury Rev, Sleater-Kinney, Mogwai, Low og ekki síst Flaming Lips. Áherslan á að þróa hljóm sveitarinnar virðist því CYHSY-liðum hugleikin. Strax í fyrsta laginu sem heitir því sama og platan, Some Loud Thunder, kemur bersýnilega í ljós að áherslurnar hafa breyst. Alec Ounsworth, söngvarinn, virðist syngja í gegnum ónýtan hljóðnema og allt annað hljómar í meira lagi hrátt. Lagið er samt skemmtilegt og æsandi kúabjalla gerir mikið fyrir lagið. Næstu lög feta svipaða línu, örlítið drungaleg og meiri sækadelía í gangi en á fyrri plötunni. Lögin eru hins vegar ekki nógu eftirtektarverð, ekki fyrr en kemur að Satan Said Dance sem er líklegast besta lag sem ég hef heyrt með CYHSY til þessa, uggvænlega grípandi. Því miður ná CYHSY ekki að fylgja eftir því frábæra lagi. Restin af plötunni er þó langt frá því að vera slor. Lög eins og Yankee Go Home og Five Easy Pieces er bæði metnaðarfull (þótt nafnið á því seinna gefi annað til kynna) og hljómurinn mikill og góður. Tónlistargagnrýnendur eru oft gagnrýndir fyrir að bera tónlistarfólk of mikið saman við fyrri verk en hins vegar ætti slíkt að teljast einstaklega eðlilegt. Staðreyndin með CYHSY er líka þessi: Fyrsta platan er einfaldlega betri en sú seinni. Og jafnvel þó að Some Loud Thunder væri fyrsta eða jafnvel fimmta plata CYHSY þá væri hún ekki nógu eftirtektarverð. Eingöngu fiskur í torfu sem þó er bragðgóður. Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Some Loud Thunder Clap Your Hands Say Yeah Clap Your Hands Say Yeah (CYHSY) skaust upp á stjörnuhimin tónlistarheimsins með fraumraun sinni, samnefndri sveitinni, sem kom út árið 2005. Plötuna höfðu þeir félagar algjörlega unnið sjálfir og innihélt litríkar indí-poppsperlur. Á annarri breiðskífu kappanna kveður við svolítið annan tón. Piltarnir fengu Dave nokkurn Friedman til þess að sjá um upptökustjórn en hann hefur áður gert afbragðs hluti með sveitum á borð við Weezer, Mercury Rev, Sleater-Kinney, Mogwai, Low og ekki síst Flaming Lips. Áherslan á að þróa hljóm sveitarinnar virðist því CYHSY-liðum hugleikin. Strax í fyrsta laginu sem heitir því sama og platan, Some Loud Thunder, kemur bersýnilega í ljós að áherslurnar hafa breyst. Alec Ounsworth, söngvarinn, virðist syngja í gegnum ónýtan hljóðnema og allt annað hljómar í meira lagi hrátt. Lagið er samt skemmtilegt og æsandi kúabjalla gerir mikið fyrir lagið. Næstu lög feta svipaða línu, örlítið drungaleg og meiri sækadelía í gangi en á fyrri plötunni. Lögin eru hins vegar ekki nógu eftirtektarverð, ekki fyrr en kemur að Satan Said Dance sem er líklegast besta lag sem ég hef heyrt með CYHSY til þessa, uggvænlega grípandi. Því miður ná CYHSY ekki að fylgja eftir því frábæra lagi. Restin af plötunni er þó langt frá því að vera slor. Lög eins og Yankee Go Home og Five Easy Pieces er bæði metnaðarfull (þótt nafnið á því seinna gefi annað til kynna) og hljómurinn mikill og góður. Tónlistargagnrýnendur eru oft gagnrýndir fyrir að bera tónlistarfólk of mikið saman við fyrri verk en hins vegar ætti slíkt að teljast einstaklega eðlilegt. Staðreyndin með CYHSY er líka þessi: Fyrsta platan er einfaldlega betri en sú seinni. Og jafnvel þó að Some Loud Thunder væri fyrsta eða jafnvel fimmta plata CYHSY þá væri hún ekki nógu eftirtektarverð. Eingöngu fiskur í torfu sem þó er bragðgóður.
Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira