Örvæntingarfull leit að blóðdemanti 25. janúar 2007 02:00 Blood Diamond fjallar öðrum þræði um blóðug átök í Síerra Leóne. Leonardo DiCaprio er hent inn í miðja þessa atburðarás í myndinni, sem þykir hörð og óvægin. Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir bestan leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk. Borgarastyrjöldin í Sierra Leone er baksvið myndarinnar, sem fjallar um lífshættulega leit tveggja manna að stórum bleikum demanti. Hounsou leikur fiskimanninn Solomon sem hefur verið hrifsaður úr faðmi fjölskyldu sinnar og neyddur til þess að leita að demöntum sem eru notaðir til að fjármagna stríðsbrölt. Hann rekst fyrir tilviljun á risavaxinn demant og ákveður að hætta lífi sínu með því að fela fundinn enda gæti demanturinn bjargað fjölskyldu hans úr vonlausum aðstæðum. Demantasmyglarinn Danny Archer (DiCAprio) hefur haft lífsviðurværi af því að stunda vopnaviðskipti með demöntum. Hann fær fregnir af demanti Solomons á meðan hann er bak við lás og slá en þegar hann fær frelsið hefur hann uppi á fiskimanninum. Þessir ólíku einstaklingar snúa svo bökum saman í leitinni að fjársjóðnum þó að forsendur þeirra séu gerólíkar. Solomon er einnig að leita að syni sínum sem hann vonast til að geta bjargað frá herþjónustu en Archer er fyrst og fremst að hugsa um að bjarga eigin skinni og ætlar að nota andvirði demantsins til þess að komast burt frá Afríku. Amnesty International á Íslandi mun dreifa kynningarefni um svokallaða „blóðdemanta“ á meðan á sýningu myndarinnar stendur en þetta orð er notað yfir demanta sem eru notaðir til að fjármagna vopnað ofbeldi. Stríðsátök í Afríku eru oftar en ekki háð fyrir andvirði blóðdemanta og stríðsherrar og uppreisnarmenn hafa notað gríðarlegan hagnað af slíkum viðskiptum til vopnakaupa. Samkvæmt upplýsingum Amnesty er talið að um 3,7 milljónir hafi látist í Angóla, Kongó, Líberíu og Síerra Leóne í átökum, sem fjármögnuð voru með sölu blóðdemanta. Þó að stríð geisi ekki lengur í Angóla og Síerra Leóne, og átök hafi minnkað í Kongó, leiðir sala blóðdemanta enn til mannréttindabrota. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir bestan leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk. Borgarastyrjöldin í Sierra Leone er baksvið myndarinnar, sem fjallar um lífshættulega leit tveggja manna að stórum bleikum demanti. Hounsou leikur fiskimanninn Solomon sem hefur verið hrifsaður úr faðmi fjölskyldu sinnar og neyddur til þess að leita að demöntum sem eru notaðir til að fjármagna stríðsbrölt. Hann rekst fyrir tilviljun á risavaxinn demant og ákveður að hætta lífi sínu með því að fela fundinn enda gæti demanturinn bjargað fjölskyldu hans úr vonlausum aðstæðum. Demantasmyglarinn Danny Archer (DiCAprio) hefur haft lífsviðurværi af því að stunda vopnaviðskipti með demöntum. Hann fær fregnir af demanti Solomons á meðan hann er bak við lás og slá en þegar hann fær frelsið hefur hann uppi á fiskimanninum. Þessir ólíku einstaklingar snúa svo bökum saman í leitinni að fjársjóðnum þó að forsendur þeirra séu gerólíkar. Solomon er einnig að leita að syni sínum sem hann vonast til að geta bjargað frá herþjónustu en Archer er fyrst og fremst að hugsa um að bjarga eigin skinni og ætlar að nota andvirði demantsins til þess að komast burt frá Afríku. Amnesty International á Íslandi mun dreifa kynningarefni um svokallaða „blóðdemanta“ á meðan á sýningu myndarinnar stendur en þetta orð er notað yfir demanta sem eru notaðir til að fjármagna vopnað ofbeldi. Stríðsátök í Afríku eru oftar en ekki háð fyrir andvirði blóðdemanta og stríðsherrar og uppreisnarmenn hafa notað gríðarlegan hagnað af slíkum viðskiptum til vopnakaupa. Samkvæmt upplýsingum Amnesty er talið að um 3,7 milljónir hafi látist í Angóla, Kongó, Líberíu og Síerra Leóne í átökum, sem fjármögnuð voru með sölu blóðdemanta. Þó að stríð geisi ekki lengur í Angóla og Síerra Leóne, og átök hafi minnkað í Kongó, leiðir sala blóðdemanta enn til mannréttindabrota.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira