Aðdáendur hóta aðgerðum gegn yfirvöldum 12. janúar 2007 09:00 Magni Neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, vonast til að málið skýrist í dag. Fréttablaðið/Hrönn Magna Ásgeirssyni hefur verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hann er bókaður í tónleikaferð þar með Rock Star: Supernova. Söngvarinn vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það varð eitthvað smá klúður í umsókninni en fólkið í Los Angeles er að vinna í þessu og reynir allt hvað það getur gert," sagði Magni. Hann taldi góðar líkur á því að greitt yrði úr flækjunni í dag og hann gæti því haldið utan sem fyrst. Magni er sem kunnugt er bókaður í tónleikaferð með hljómsveitinni Rock Star: Supernova og Húsbandinu en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eru allar líkur á því að hann taki stöðu gítarleikara í síðarnefndu hljómsveitinni. Magni greindi fyrst frá þessu á aðdáendasíðu sinni, magni-ficent.com, og sagði að líf hans væri nógu flókið um þessar mundir þótt ekki bættist ofan á að honum hefði verið neitað um vegabréfsáritun . „Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna," skrifar Magni sem augljóslega tekur þessu mjög persónulega. „Kannski er ég ekki nógu sérstakur sem listamaður," bætir hann við. „Þetta er móðgun við mig sem listamann og ég ætla ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust," bætir hann við. Ekki stóð á viðbrögðum aðdáenda hans sem voru margir hverjir undrandi á þessari ákvörðun bandarískra yfirvalda og eru hneykslaðir yfir framkomunni í garð söngvarans. Margir hinna bandarísku gesta segjast skammast sín fyrir stjórnvöld sín og bjóðast til að ræða málin við þingmenn fulltrúadeildarinnar eða sendiherrann. „Hringdu í Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og láttu hana redda þessu," skrifar notandinn goodonyou. „Hún þarf á atkvæðum þínum að halda," bætir hann við. Notandinn Ida segist hafa sent bréf til Valgerðar og biðlar til annarra að gera slíkt hið sama til að þrýsta á vegabréfsáritunin verði veitt sem fyrst því annars verði gripið til stórtækra aðgerða. Rock Star Supernova Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Magna Ásgeirssyni hefur verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hann er bókaður í tónleikaferð þar með Rock Star: Supernova. Söngvarinn vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það varð eitthvað smá klúður í umsókninni en fólkið í Los Angeles er að vinna í þessu og reynir allt hvað það getur gert," sagði Magni. Hann taldi góðar líkur á því að greitt yrði úr flækjunni í dag og hann gæti því haldið utan sem fyrst. Magni er sem kunnugt er bókaður í tónleikaferð með hljómsveitinni Rock Star: Supernova og Húsbandinu en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eru allar líkur á því að hann taki stöðu gítarleikara í síðarnefndu hljómsveitinni. Magni greindi fyrst frá þessu á aðdáendasíðu sinni, magni-ficent.com, og sagði að líf hans væri nógu flókið um þessar mundir þótt ekki bættist ofan á að honum hefði verið neitað um vegabréfsáritun . „Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna," skrifar Magni sem augljóslega tekur þessu mjög persónulega. „Kannski er ég ekki nógu sérstakur sem listamaður," bætir hann við. „Þetta er móðgun við mig sem listamann og ég ætla ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust," bætir hann við. Ekki stóð á viðbrögðum aðdáenda hans sem voru margir hverjir undrandi á þessari ákvörðun bandarískra yfirvalda og eru hneykslaðir yfir framkomunni í garð söngvarans. Margir hinna bandarísku gesta segjast skammast sín fyrir stjórnvöld sín og bjóðast til að ræða málin við þingmenn fulltrúadeildarinnar eða sendiherrann. „Hringdu í Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og láttu hana redda þessu," skrifar notandinn goodonyou. „Hún þarf á atkvæðum þínum að halda," bætir hann við. Notandinn Ida segist hafa sent bréf til Valgerðar og biðlar til annarra að gera slíkt hið sama til að þrýsta á vegabréfsáritunin verði veitt sem fyrst því annars verði gripið til stórtækra aðgerða.
Rock Star Supernova Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira