Unnur Birna leikur í bíómynd 11. janúar 2007 16:00 Unnur Birna leikur í sinni fyrstu kvikmynd í apríl þegar tökur á Stóra Planinu hefjast. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Stóra planið í leikstjórn Ólafs Jóhnnessonar en tökur á henni hefjast í apríl á þessu ári. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Unnar Birnu en móðir hennar, Unnur Steinsson, lék eins og frægt er orðið í sjónvarpsmyndinni „Þegar það gerist“ eftir Hrafn Gunnlaugsson. Ólafur sjálfur vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði samningaviðræður við alla leikara á viðkvæmu stigi. „Ég lofa því að það verður gæðakostur í hverju horni,“ lýsti Ólafur yfir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir Sigurjón Kjartansson, Benendikt Erlingsson og Jón Gnarr einngi verið ráðnir í hlutverk auk þess sem einn af framleiðendum myndarinnar, Baltasar Kormákur, leikur í myndinni en Ólafur sagðist ekki vilja tjá sig um ráðningarferlið. „Þetta á allt eftir að skýrast á næstu dögum og vikum,“ útskýrir leikstjórinn. Stóra planið er byggð á bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans, en hún segir frá sambandi ungs hugsjónarmanns og einmanna kennara en í aðalhlutverkum eru þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Eggert Þorleifsson. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Stóra planið í leikstjórn Ólafs Jóhnnessonar en tökur á henni hefjast í apríl á þessu ári. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Unnar Birnu en móðir hennar, Unnur Steinsson, lék eins og frægt er orðið í sjónvarpsmyndinni „Þegar það gerist“ eftir Hrafn Gunnlaugsson. Ólafur sjálfur vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði samningaviðræður við alla leikara á viðkvæmu stigi. „Ég lofa því að það verður gæðakostur í hverju horni,“ lýsti Ólafur yfir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir Sigurjón Kjartansson, Benendikt Erlingsson og Jón Gnarr einngi verið ráðnir í hlutverk auk þess sem einn af framleiðendum myndarinnar, Baltasar Kormákur, leikur í myndinni en Ólafur sagðist ekki vilja tjá sig um ráðningarferlið. „Þetta á allt eftir að skýrast á næstu dögum og vikum,“ útskýrir leikstjórinn. Stóra planið er byggð á bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans, en hún segir frá sambandi ungs hugsjónarmanns og einmanna kennara en í aðalhlutverkum eru þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Eggert Þorleifsson.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira