Jewell vill leyfa leikaraskap 5. desember 2006 18:42 Paul Jewell kann svör við öllu - líka 4-0 tapinu gegn Liverpool um helgina NordicPhotos/GettyImages Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Leikaraskapur hefur í síauknum mæli sett svip sinn á deildarkeppnina í vetur, en umdeildar vítaspyrnur og spjöld hafa verið mikið í umræðunni. Þeir Tomas Rosicky hjá Arsenal og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United voru báðir ásakaðir um að standa á brauðfótum um helgina, en Jewell telur sig vera með óhefðbundna lausn á þessu vandamáli. "Ég er kannski eini maðurinn í heiminum þeirrar skoðunar, en af hverju leyfum við bara ekki leikmönnum að láta sig detta? Vínveitingastaðir í landinu eru nú opnir allan sólarhringinn, en fólk sagði á sínum tíma að ef það gerðist - yrðu göturnar fullar af áfengisdauðu fólki. Ég veit ekki betur en að drykkja á almannafæri hafi minnkað ef eitthvað er síðan lengri opnunartími var tekinn upp og held að sömu sögu yrði að segja um fótboltann. Í einum leiknum tækist þér kannski að leika á dómarann, en í næsta leik yrðir þú sparkaður niður og þá hugsar dómarinn með sér að þú hafir bara verið að leika á sig. Ég held að svona hlutir jafni sig alltaf út," sagði Jewell, en hans menn mæta Everton í kvöld eftir slæman skell gegn Liverpool um síðustu helgi. "Liverpool var að leita sér að liði til að láta finna til tevatnsins og því miður hittum við á þá í þeim ham," sagði Jewell, en hans menn lentu undir 4-0 í fyrri hálfleik. "Það er kannski erfitt að trúa því, en þetta var nú ekki einu sinni versti hálfleikur okkar til þessa, en Liverpool tók okkur í kennslustund í því hvernig á að klára marktækifæri," sagði Jewell. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Leikaraskapur hefur í síauknum mæli sett svip sinn á deildarkeppnina í vetur, en umdeildar vítaspyrnur og spjöld hafa verið mikið í umræðunni. Þeir Tomas Rosicky hjá Arsenal og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United voru báðir ásakaðir um að standa á brauðfótum um helgina, en Jewell telur sig vera með óhefðbundna lausn á þessu vandamáli. "Ég er kannski eini maðurinn í heiminum þeirrar skoðunar, en af hverju leyfum við bara ekki leikmönnum að láta sig detta? Vínveitingastaðir í landinu eru nú opnir allan sólarhringinn, en fólk sagði á sínum tíma að ef það gerðist - yrðu göturnar fullar af áfengisdauðu fólki. Ég veit ekki betur en að drykkja á almannafæri hafi minnkað ef eitthvað er síðan lengri opnunartími var tekinn upp og held að sömu sögu yrði að segja um fótboltann. Í einum leiknum tækist þér kannski að leika á dómarann, en í næsta leik yrðir þú sparkaður niður og þá hugsar dómarinn með sér að þú hafir bara verið að leika á sig. Ég held að svona hlutir jafni sig alltaf út," sagði Jewell, en hans menn mæta Everton í kvöld eftir slæman skell gegn Liverpool um síðustu helgi. "Liverpool var að leita sér að liði til að láta finna til tevatnsins og því miður hittum við á þá í þeim ham," sagði Jewell, en hans menn lentu undir 4-0 í fyrri hálfleik. "Það er kannski erfitt að trúa því, en þetta var nú ekki einu sinni versti hálfleikur okkar til þessa, en Liverpool tók okkur í kennslustund í því hvernig á að klára marktækifæri," sagði Jewell.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira